Asus fartölva og skjákortaspurning.


Höfundur
freyr
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 01. Júl 2007 17:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Asus fartölva og skjákortaspurning.

Pósturaf freyr » Sun 01. Júl 2007 17:43

Er mögulegt að kaupa Asus G1s-a1 fartölvu á Íslandi?
Eða Asus G2?


Svo ein aukaspurning sem ég vona að einhver get svarað.
Hvort skjákortið er betra
ATI Mobility Radeon™ X2500, VRAM DDRII 128MB. ATI Hyper Memory styður 384MB/896MB
eða
NVIDIA GeForceGo 7700 GPU 512 MB sjálfstætt VRAM minni




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 02. Júl 2007 00:52

Er ekki Boðeind með ASUS lappa.

Svar við aukaspurningu.

Frábært hvað Laptop framleiðendur reyna að villa um fyrir manni með nöfnum. Eftir því sem ég kemst næst þá er ATI x2500 DX9 kort byggt á X1600 core. Það hefur svipað performance og X1400 þannig frekar veikt fyrir nýjustu leiki. Ég myndi veðja á 7700 frá nvidia.

Annars ertu að gera misstök með því að kaupa svona laptop til þess að spila leiki. 7700 kort er ekki nægjanlega öflugt til þess að spila leiki í 1680x1050 upplausn í einhverjum gæðum.

Fyrir mér er laptop ekki heildarlaus ef þú vilt njóta þess að spila tölvuleiki. Betra er að kaupa 70-80 þús króna lappa og eyða restinni eða 120 þús í desktop vél með alvöru performance, en G1 kostar eitthvað um 200 þúsund og er þegar úreldur því hann styður ekki DX10 eða PS 4.0.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Pósturaf IL2 » Þri 03. Júl 2007 00:19

Verslunin Takkar hefur líka verið með Asus. Reyndar er G1s komin með DX10 kort 8600.

http://forum.notebookreview.com/forumdisplay.php?f=19




Höfundur
freyr
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 01. Júl 2007 17:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf freyr » Þri 03. Júl 2007 19:44

ég er nú ekkert að pæla mikið í gæðum í leikjunum þarf bara fartölvu sem getur bæði verið notuð eitthvað í tölvuleiki en meira fyrir skólann, vill bara hafa hana fína svo hún verði ekki alveg out-dated strax.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dadik » Mið 04. Júl 2007 10:37

Fartölvur verða mjög seint outdated ef þú ert ekki að nota þær í leikjaspilun. Dæmi : ég er með 7 ára thinkpad vél á heimilinu (reyndar er búið að skipta um disk og stækka minnið í 1GB) sem ég nota í allt venjulegt dót: surf, tölvupóst, tónlist, picassa, etc. Vélin er meira en nógu öflug í svona vinnslu og ég finn akkúrat enga þörf hjá mér til að skipta.

Nú, ef þú ert að spá í nýja vél hefurðu ca. tvo valkosti. Númer eitt er að fá sér leikja-fartölvu sem er með þokkalegu skjákorti og þú getur notað til að spila eitthvað af þessum nýju leikjum. Eftir 2-3 ár verða komnir nýjir leikir sem vélin höndlar illa og þú hættir að nenna að nota hana í leikjaspilun. Þú situr semsagt uppi með eh. hlunk með litlum batteríislíftíma sem stendur ekki alveg undir væntingum (átti að vera leikjavél manstu).

Hinn valkosturinn er að taka minni vél sem er létt og lipur en kannski ekki nægilega öflug til að spila nýjustu leikina. (Þyngd er eitthvað sem menn horfa allt of oft framhjá. Ef þú pælir ekki í þyngd á fartölvu hefurðu líklegast ekki þurft að ferðast með fartölvu sem bendir til að þú þurfir í raun ekki fartölvu. Ég er nánast kominn með varanlega hryggskekkju á að burðast með einhverja fartölvuhlunka á öxlinni víðs vegar um heiminn). Nú og hvað gerist eftir 3 ár? Vélin er alveg jafn létt og meðfærileg og áður. Þú getur ekki spilað nýjustu leikina, en að skiptir engu máli þar sem að það var aldrei ætlunin - og þú getur surfað, sent tölvupóst og hlustað á tónlist sem aldrei fyrr. Nánst 100% notagildi.

Punkturinn með þessu öllu er að ef þú ætlar að fá þér tölvu sem þú vilt leika þér í þá er fartölva ákaflega skammgóður vermir. Veldur frekar meðfærilega vél með 3 ára ábyrgð og tékkaðu svo á hvort þú getur notað hana í leiki.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Pósturaf IL2 » Mið 04. Júl 2007 13:25

Þú getur farið út í minni fartölvur eins og Asus A8 eða Dell XPS 1330 sem eru ágætlega öflugar. Nýja C90 tölvan frá Asus er með útskiptanlegu skjákort og örgjörva, en dugar um 14 mín. í fullri keyrslu.Þetta fer eftir hvaða kröfur þú gerir.

Ég er með gamla HP tölvu sem ég get spilað CMR 2 á sem er ekki nema 8mb, það dugar mér þar sem hún er fyrst og fremst notuð til að horfa á kvikmyndir og tala í gegnum netið þegar ég er erlendis. Hún er hinsvegar "15 og um og yfir 3kg. Bakpokinn með öllu fer í 8 -10kg. Eins og dadik segir, því léttari, því betra.

Þegar ég fæ mér nýja fartölvu, þá verður hún hámark "14.1