Síða 1 af 1

3d prentari - A1 eða A1 mini?

Sent: Þri 16. Des 2025 07:16
af blitz
Strákurinn er farinn að sýna þessu mikinn áhuga og mig langaði að skoða það að kaupa 3d prentara í bílskúrinn.

Hann hefur verið að nota Bambu Lab þannig að ég hafði hugsað mér að skoða þá - og þá líklega A1 eða A1 mini til að byrja með.

Ég átta mig ekki alveg á því hvort ég "þurfi" A1 eða hvort mini útgáfan dugi í flest - er einhver sem getur sanity checkað mig hérna? Þá er líka spurning hvort maður vilji taka AMS spóluna með mismunandi litum strax í upphafi?

Fyrirfram þakkir

Re: 3d prentari - A1 eða A1 mini?

Sent: Þri 16. Des 2025 08:09
af Kalashnikov
A1 mini dugar víst illa í að prenta byssur. En spurning hvort það hafi einhver áhrif

Re: 3d prentari - A1 eða A1 mini?

Sent: Þri 16. Des 2025 08:52
af Strákurinn
Ég er sjálfur með A1 og persónulega hefði ég ekki verið nógu sáttur með A1 Mini, ekki að það sé eitthvað að honum en aðeins of takmarkandi varðandi stærðina að mínu mati.

Mér fannst A1 með AMS vera góð lending fyrir mig til að sjá hvort ég hefði gaman af þessu og gæti þá farið í stærri lokaðan eins og P1 seinna meir en ég á erfitt með að réttlæta það...A1 virkar bara og ekkert vesen.

Mæli með AMS einfaldlega til að hafa einn meira "þetta virkar bara" ég hef verið með 4 liti og hef bara skipt um spólur nokkru sinnum en ef ég hefði ekki verið með AMS hefði ég skipt sennilega tugi sinnum ef ekki hundrað sinnum til að nýta nokkra liti í einu (aðallega hlutir sem eru t.d hvítir en með svörtu á ofan)

Re: 3d prentari - A1 eða A1 mini?

Sent: Þri 16. Des 2025 12:28
af Spudi
Þegar ég keypti minn prentara þá var mér bent á að kaupa ekki mini prentara því það kemur fljótt að því að hann er of lítill og munar oftast ekki miklu á verði víst maður er að fjárfesta í prentara. Er ánægður í dag að hafa hlustað á þetta.