Síða 1 af 1

Íslensk VoIP símanúmer?

Sent: Fim 16. Okt 2025 14:26
af sigurasg
Ég er búsettur í Kanada en er á leiðinni heim á næsta ári. Hér úti höfum við notað VoIP.ms fyrir "heimasímann" síðustu ár. Það kostar USD$0.85 á mánuði fyrir hvert símanúmer, og svo eitthvert skíterí fyrir hverja mínútu af notkun. Ég var að kíkja á það hvort við gætum kannski haft sama fyrirkomulag á Íslandi. Eru einhverjir íslenskir (eða erlendir) VoIP þjónustuaðilar sem bjóða uppá ódýra VoIP þjónustu fyrir einstaklinga með íslenskum símanúmerum?

Re: Íslensk VoIP símanúmer?

Sent: Fim 16. Okt 2025 17:24
af Viktor

Re: Íslensk VoIP símanúmer?

Sent: Fim 16. Okt 2025 20:07
af Hizzman
Afhverju ertu með heimasíma í Kanada? Eru farsímaáskriftir þar með mínútugjald?

Re: Íslensk VoIP símanúmer?

Sent: Fim 16. Okt 2025 20:27
af arons4
Tæknilega séð eru öll eða flestöll heimasímanúmer voip, flestöll með SIP breytu byggða í router/ljósleiðarabox, eflaust hægt að fá uppgefin tengiskilin og gera það öðruvísi.

Re: Íslensk VoIP símanúmer?

Sent: Fös 17. Okt 2025 10:22
af sigurasg
Hizzman skrifaði:Afhverju ertu með heimasíma í Kanada? Eru farsímaáskriftir þar með mínútugjald?


Jamm, það eru mínútugjöld á farsímanotkun hér, auk þess sem þjónustan er dýrari og verri en á Íslandi. Aðallega er þetta samt til að hafa númer til að skrá gagnvart öllu böggi. Svo nota ég líka VoIP þjónustuna þegar ég þarf að hringja til Íslands, yfirleitt gegnum app á símanum.

Re: Íslensk VoIP símanúmer?

Sent: Fös 17. Okt 2025 11:15
af Hizzman
ætli hringdu.is sé ekki með ódýrast ísl númer (2000kr), annars eru heimasímar varla til nema hjá eldriborgurum! etv ættirðu að halda kanadíska númerinu fyrst það kostar lítið

Re: Íslensk VoIP símanúmer?

Sent: Fös 17. Okt 2025 12:14
af Le Drum
Hringiðan er með heimasíma 1990 per mánuð.

Fékk mér þetta á sínum tíma meðan börnin voru ekki hæf til að eiga farsíma :)

Re: Íslensk VoIP símanúmer?

Sent: Fös 17. Okt 2025 18:29
af sigurasg
Það eina sem ég finn er https://telnyx.com/, USD6 per íslenskt símanúmer sem er kannski bara fínt.