ÓE: Vantar ódýran farsíma - Budget 20K

Skjámynd

Höfundur
tomasjonss
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 18:20
Reputation: 1
Staðsetning: Þar sem loftið hættir að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum
Staða: Ótengdur

ÓE: Vantar ódýran farsíma - Budget 20K

Pósturaf tomasjonss » Fös 01. Ágú 2025 10:57

Kæri félagar, kæru snillingar, kæru safnaðarmeðlimir hinnar háheilugu Vaktar

Ég var að missa síma í gólfið og ætla fá mér millimál fyrir svona 20 þúsund þar til ég kemst til USA.

Á ekki einhver góðan gamlan jálk sem enn virkar og hægt er að nýta í alla helstu hluti svo sem net, póst, létta leiki etc.

Get fengið eitthvað mjög ódýrt í ELKÓ en vildi kanna hér hvort væri hægt að fá eitthvað aðeins betra.

Þið sem eruð líka með sambönd hér og þar, þá er ég opinn fyrir öllum tegundum og uppástungum, svona ef það eru einhver góð tilboð á simum eða símategundum sem maður þekkir ekki til.

Afsasakið rantið! Vantar snjallsíma á 20K!
Síðast breytt af tomasjonss á Fös 01. Ágú 2025 11:00, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3277
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 598
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: ÓE: Vantar ódýran farsíma - Budget 20K

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 01. Ágú 2025 11:57

Ég fékk mér notaðan Samsung A05s á Bland á 10 þúsund (kostar nýr 30-35 þúsund) einmitt sem tímabundinn síma og hann virkar í allar helstu aðgerðir. Meira að segja NFC stuðningur uppá að geta notað Google Wallet.Skipti fljótlega yfir í eitthvað betra en hann virkar í allt þetta helsta.

Virkjaði þennan fídus (sjá þráð)og síminn varð mjög snappy:https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=26&t=81644&p=702634&hilit=hra%C3%B0virkari#p702634


Just do IT
  √


Televisionary
FanBoy
Póstar: 764
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 158
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Vantar ódýran farsíma - Budget 20K

Pósturaf Televisionary » Fös 01. Ágú 2025 15:23

Fékk svona A05s á 20K í Elkó um daginn fyrir yngsta fjölskyldumeðliminn. Þetta var B vara, fín græja fyrir peninginn.




Strákurinn
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
Reputation: 28
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Vantar ódýran farsíma - Budget 20K

Pósturaf Strákurinn » Fös 01. Ágú 2025 17:42

Á til Samsung S20 FE fyrir þig, gamli síminn hjá konunni en hún er komin í iPhone, annars allt í góðu með símann.
Tilbúinn að láta þig hafa hann á 20k?

https://m.gsmarena.com/samsung_galaxy_s20_fe-10428.php