Kaupa nýjan síma - Vantar ráð


Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 995
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf falcon1 » Lau 15. Nóv 2025 13:22

Nú er svo komið að ég get ekki lengur tengt símann (Samsung A70) við tölvuna (PC), þ.e. tölvan finnur ekki símann lengur, og ég er oft í vandræðum með að hlaða símann - sérstaklega þegar hann er með mjög lítið batterý - ég fæ upp á skjáinn að hann sé að hlaðast en oft þá er það bara vitleysa. Þannig að ég þarf að fylgjast vel með honum til að byrja með hvort hann sé raunverulega að hlaðast.

Ég er helst að nota OneNote, Google Calendar/Drive/photos, myndavélina, og svo taktmælir, fyrir utan náttúrulega vafra og facebook scroll. :) Annað nota ég mjög lítið.
Þannig að ég er að leita að síma sem er með nokkuð góða myndavél/myndbönd (allavega mun betri en A70) en sem kostar ekki augað úr. :D

Hverju mynduð þið mæla með?




Viggi
Geek
Póstar: 841
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 137
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf Viggi » Lau 15. Nóv 2025 13:36

Ef 256 gb er nóg fyrir þig þá eru oneplus símarnir frábærir

13R er á tilboði hér

https://emobi.is/vorur/snjallsimar/onep ... -5g-256gb/

Þessi búð er með gott rating. borgar svo nokkra þúsara þegar hann kemur

https://www.aliexpress.com/item/1005010 ... in_prod%3A
Síðast breytt af Viggi á Lau 15. Nóv 2025 13:44, breytt samtals 1 sinni.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


kristjanorrihugason
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Sun 22. Ágú 2021 16:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf kristjanorrihugason » Lau 15. Nóv 2025 15:07

falcon1 skrifaði:Nú er svo komið að ég get ekki lengur tengt símann (Samsung A70) við tölvuna (PC), þ.e. tölvan finnur ekki símann lengur, og ég er oft í vandræðum með að hlaða símann - sérstaklega þegar hann er með mjög lítið batterý - ég fæ upp á skjáinn að hann sé að hlaðast en oft þá er það bara vitleysa. Þannig að ég þarf að fylgjast vel með honum til að byrja með hvort hann sé raunverulega að hlaðast.

Ég er helst að nota OneNote, Google Calendar/Drive/photos, myndavélina, og svo taktmælir, fyrir utan náttúrulega vafra og facebook scroll. :) Annað nota ég mjög lítið.
Þannig að ég er að leita að síma sem er með nokkuð góða myndavél/myndbönd (allavega mun betri en A70) en sem kostar ekki augað úr. :D

Hverju mynduð þið mæla með?


15T er mjög góður sími, sá hann á afslætti á 11.11 hjá Mi Búðinni, gæti verið að hann verði aftur á afslætti fyrir Black Friday.

https://mibudin.is/vara/xiaomi-15t-leica/



Skjámynd

Sultukrukka
spjallið.is
Póstar: 404
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf Sultukrukka » Lau 15. Nóv 2025 16:30

Myndi byrja á því að hreinsa úr usb c hleðsluportinu. Oft safnast ló fyrir og það lýsir sér nokkurnveginn svona, erfitt að hlaða og lélegt samband í snúrum. Ættir að getað brúkað hann eitthvað áfram.

https://www.reddit.com/r/iphone/comments/atxrcz/1_year_worth_of_lint_from_my_pant_pockets/



Skjámynd

peer2peer
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 84
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf peer2peer » Lau 15. Nóv 2025 18:49

viewtopic.php?f=67&t=100772

Eða taka Google Pixel 9 síma sem ég er einnig með :D (Langar að uppfæra)


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 38TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | Switch 2 | Klipsch 5.0 | Yamaha |


Dizzydwarf
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 19. Sep 2018 18:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf Dizzydwarf » Mán 17. Nóv 2025 01:43

Ég myndi hugsa út í VoLTE kerfið ekki allir símar verða með stuðning á Íslandi og verslanir eru ennþá að selja síma sem munu ekki styðja kerfin




Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 995
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf falcon1 » Þri 18. Nóv 2025 00:15

Er þetta VoLTE eitthvað sem er komið?

Ég annars virðist hafa náð að þrífa portið nógu vel þannig að hann virðist allavega taka hleðslu betur, á eftir að prófa að tengja við PC.




Dizzydwarf
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 19. Sep 2018 18:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf Dizzydwarf » Þri 18. Nóv 2025 15:39

falcon1 skrifaði:Er þetta VoLTE eitthvað sem er komið?

Ég annars virðist hafa náð að þrífa portið nógu vel þannig að hann virðist allavega taka hleðslu betur, á eftir að prófa að tengja við PC.



þetta klárast núna í Desember, flestir 2g,3g eru farnir út á landi, höfuðbogin og nágreni eftir.



Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 4
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf Mazi! » Mið 19. Nóv 2025 19:59

Hvað má síminn kosta? ég hef verið mjög ánægður með Xiaomi, færð mikið fyrir peninginn í þeim.
Síðast breytt af Mazi! á Mið 19. Nóv 2025 20:00, breytt samtals 1 sinni.


| ASRock B850M-X WiFi R2.0 | Ryzen 5 8400F | G.Skill Ripjaws 2x16GB 6000Mhz | 9060XT 8GB OC | 1TB WD Black M.2 NVMe SSD | Gamemax GM-700 - 700W | Sharkoon VK3 Black |


Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 995
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf falcon1 » Lau 03. Jan 2026 22:23

Hvaða Xiaomi ertu að nota? Hef verið að pæla í hvort að ég eigi að fara í Xiaomi þar sem myndavélafítusinn virðist vera betri en í iPhone. Hvað segið þið, er það rétt?



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2102
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 308
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf einarhr » Mán 05. Jan 2026 00:21

falcon1 skrifaði:Hvaða Xiaomi ertu að nota? Hef verið að pæla í hvort að ég eigi að fara í Xiaomi þar sem myndavélafítusinn virðist vera betri en í iPhone. Hvað segið þið, er það rétt?

Er búin að eiga Poco X3 í sennilega 4 ár, hann er með frábært batterí og hleðslu ásamt mjög góðri myndavél.
Mæli hiklaust með Xiaomi Poco


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2291
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 184
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf kizi86 » Þri 06. Jan 2026 01:46

ég keypti nýverið Redmi Note 14 Pro+, 12GB ram+ 512GB storage, 200Mp myndavél, er mjöööög sáttur með þennan síma


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Dropi
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 261
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf Dropi » Mið 07. Jan 2026 21:10

Hef átt Xiaomi Mi 8, 13 Pro og núna 15 Ultra. Báðir gömlu símarnir svínvirka enn í notkun hjá fjölskyldumeðlimum. Mæli hiklaust með. 15 Ultra símann keypti ég útaf myndavélinni og hún hefur sko fengið að svitna.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X370 Strix - EVGA RTX 3090Ti FTW Black
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 3x12TB WD Ultrastar DC HC520


Höfundur
falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 995
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf falcon1 » Fim 08. Jan 2026 14:49

Ég sé að Xiaomi 15 ultra er bara með 4g og er ekki með eSim. Er það mikill galli?
Síðast breytt af falcon1 á Fim 08. Jan 2026 14:49, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 540
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 175
Staða: Tengdur

Re: Kaupa nýjan síma - Vantar ráð

Pósturaf rostungurinn77 » Fim 08. Jan 2026 15:25

falcon1 skrifaði:Ég sé að Xiaomi 15 ultra er bara með 4g og er ekki með eSim. Er það mikill galli?


Væntanlega það sama og núverandi sími er með?