kjartanbj skrifaði:Mér er sama hvort það sé rétt eða ekki. Vantar bara Esim í Apple Watch hjá mér
Veit ekki hernig er best að útskýra þetta en ég skal reyna.
Eins og þetta er teiknað upp, allavega hjá Apple. Þá ertu með sama símanúmerið á báðum tækjum og kallast oft Number sharing eða One number. Það sem gerist þá er tvö tæki hafa sama númer og geta hringt samstundis, þegar annað tækið svarar þá sér símkerfið það og aftengir hitt tækið.
Hér, allavega í tilfelli Símans, þá býður kerfið þeirra ekki uppá þetta síðast þegar ég vissi. Þú ert með sitthvort símanúmerið á síma og úri, þó þú verðir aldrei var við það. Númerið er falið og er í raun aldrei notað nema til að koma á samskiptum innan símkerfsins. Það getur verið smá happaglappa að úrið hringi alltaf, þetta virkar samt ágætlega.
Þetta er lausn sem hentar minni símkerfum þar sem hin lausnin getur verið dýrt í innleiðingu.
Vonandi varpar þetta einhverju ljósi á þetta