Nú er svo komið að ég get ekki lengur tengt símann (Samsung A70) við tölvuna (PC), þ.e. tölvan finnur ekki símann lengur, og ég er oft í vandræðum með að hlaða símann - sérstaklega þegar hann er með mjög lítið batterý - ég fæ upp á skjáinn að hann sé að hlaðast en oft þá er það bara vitleysa. Þannig að ég þarf að fylgjast vel með honum til að byrja með hvort hann sé raunverulega að hlaðast.
Ég er helst að nota OneNote, Google Calendar/Drive/photos, myndavélina, og svo taktmælir, fyrir utan náttúrulega vafra og facebook scroll.

Annað nota ég mjög lítið.
Þannig að ég er að leita að síma sem er með nokkuð góða myndavél/myndbönd (allavega mun betri en A70) en sem kostar ekki augað úr.

Hverju mynduð þið mæla með?