Skjár í bíl fyrir CarPlay


Höfundur
dedd10
vélbúnaðarpervert
Póstar: 907
Skráði sig: Fös 18. Des 2009 21:27
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Skjár í bíl fyrir CarPlay

Pósturaf dedd10 » Mán 16. Jan 2023 17:00

Hefur einhver keypt sér skjá/spjaldtölvu í bíl sem styður Apple CarPlay?

Rakst á þessa hérna frá Carpuride
https://www.amazon.de/gp/aw/d/B0B7W491P ... psc=1&th=1

Einhver prufað þessa eða aðra og getur mælt með eða móti?
Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 954
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 36
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár í bíl fyrir CarPlay

Pósturaf Hlynzi » Mán 16. Jan 2023 18:00

Hef ekki prófað þessa, en athugaðu Hljóðlausnir, þeir eru með tölvur sem passa í mælaborð á mörgum gerðum bíla (svo þær líta út eins og frá verksmiðju) og virka líka almennilega, ég prófaði einhverntímann að kaupa Xtrons tæki í bílinn hjá mér sem keyrði reyndar WinCE, það var alltof ódýrt og virkaði svona alltílagi, sá aldrei eftir því með bílnum.


Hlynur


danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Skjár í bíl fyrir CarPlay

Pósturaf danniornsmarason » Þri 17. Jan 2023 10:00

Ég setti sjálfur Teyes cc2plus í bílinn minn (nú komið nýtt version cc3. virkar mjög vel, búinn að vera með það í að verða 2 ár, android útvarp með flottum skjá og get ekki verið sáttari með þetta.
Fylgdi allt með til að láta þetta lýta út sem factory, semsagt ramminn, svo flygir líka með allar snúrur fyrir bílinn, svo þu getur tengt bakk myndavélina (fylgdi líka með auka bakkmyndavél) og allar snúrur til að gera þetta bara plug and play. ég setti símakort í mitt útvarp svo ég þarf ekki að tengja símann við það, hlusta bara á spotify beint útvarpinu. Nýja cc3 version styður applecarplay og android carplay minnir mig, svo er hægt að kaupa eitthvað dongle til að fá það til að virka í cc2plus

Þetta er það sama og þeir eru með í hljóðlausnum eru með (þetta er til undir allskonar nöfnum, þeir eru ekkert endilega með þetta teyes en þetta er allt nánast eins)

Mynd


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |