Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?

Pósturaf Snorrmund » Sun 06. Des 2015 13:25

Daginn, ég lenti í þvi í nótt að týna símanum mínum, grunar reyndar að honum hafi verið stolið þar sem að það var búið að slökkva á honum um leið og ég áttaði mig á þessu. Síminn er læstur og enginn kemst inn í hann nema að vera með annann hvorn þumalputtann minn eða lykilorðið, þannig að í rauninni græðir enginn neitt á þessum síma.

Ég kíkti strax inn á device manager hjá google og þá sá ég reyndar eitt dularfullt, ég setti upp í honum á sínum tíma þannig að ég gæti læst honum óg wipeað hann í gegnum device manager. Hinsvegar núna eru tvö device skráð á reikninginn minn. Annars vegar SM-G920F sem að er held ég síminn minn þar stendur samt að hann hafi síðast verið online 3.des sem passar ekki miðað við að ég notaði hann seinast í gær. Svo er hitt deviceið AND1E grunar að það sé samt sjónvarpið mitt. Er einhver leið að fá betri upplýsingar úr þessum device manager en það sem kemur fram á https://www.google.com/android/devicemanager ?

Finnst pínu asnalegt að þar sem að ég var að nota símann alveg þartil í nótt að það komi samt fram að hann hafi síðast verið online 3.des :(




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?

Pósturaf arons4 » Sun 06. Des 2015 14:59

Þarf ekkert að vera að device managerinn hjá google sé í stanslausu sambandi við símann. Svo er ekkert mál að factory reseta síma án þess að hafa lykilorðið(amk hjá android).




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?

Pósturaf Snorrmund » Sun 06. Des 2015 15:06

Já okei, ég hélt reyndar að það væri eitthvað vesen að komast framhjá þessum lykilorðum í dag. En ég hélt samt að device managerinn þyrfti ekkert sérstaklega að vera í einhverju sambandi hélt það væri nóg að ég væri signaður inn á google accountinn minn og væri að nota símann þá myndi ég sjá hvar hann hefði verið síðast oþh. En ætli það sé ekki eina sem hægt sé að gera að tala við lögguna og gá hvort það sé hægt að rekja hann eitthvað útfrá IMEI.




gufan
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fim 16. Sep 2010 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?

Pósturaf gufan » Þri 29. Des 2015 01:38

Hvering fór þetta mál ? gat löggan einhvað gert fyrir þig ?

er í svipuðu veseni



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2472
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 231
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?

Pósturaf GullMoli » Þri 29. Des 2015 02:31

Þarft að gera skýrslu hjá lögreglunni og fara svo sjálfur í símfyrirtækin til þess að láta rekja IMEI (hvert símfyrirtæki getur bara séð hvort hann sé á sínu neti) og kostar það alveg nokkra þúsundkalla.

Í tilfellinu sem ég þekki til þá fannst hann ekki í fyrstu leit, en flest símfyrirtækin bjóða aðra leit frítt og þá fannst hann. Lögreglan sótti hann heim til einhvers skíta-pakks. Tók samt alveg 2-3 mánuði að fá hann aftur.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?

Pósturaf capteinninn » Þri 29. Des 2015 08:28

GullMoli skrifaði:Þarft að gera skýrslu hjá lögreglunni og fara svo sjálfur í símfyrirtækin til þess að láta rekja IMEI (hvert símfyrirtæki getur bara séð hvort hann sé á sínu neti) og kostar það alveg nokkra þúsundkalla.

Í tilfellinu sem ég þekki til þá fannst hann ekki í fyrstu leit, en flest símfyrirtækin bjóða aðra leit frítt og þá fannst hann. Lögreglan sótti hann heim til einhvers skíta-pakks. Tók samt alveg 2-3 mánuði að fá hann aftur.


Ég held reyndar að lögreglan sjái um IMEI leitina ef þú tilkynnir um hann sem stolinn. Þeir hafa samband við símafyrirtækin og fá þau til að gera leit hjá sér því annars þarftu að panta IMEI tracking hjá nokkrum símafélögum




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?

Pósturaf Snorrmund » Þri 29. Des 2015 13:33

Sælir smá update af þessu, GullMoli lýsti þessu ferli ágætlega fyrir sig. Ég fór á lögreglustöðina og tilkynnti símann stolinn og fór með afrit af tilkynningunni til Nova og Símans, borgaði þeim 5þkr hvorum fyrir að rekja símann. Þeir í rauninni athuga hvort að síminn hafi verið tengdur inn á þeirra kerfi í EINN sólahring. Nova bíður reyndar upp á leit nr.2 ég get verið í sambandi við þá eftir einhverja mánuði og þá gá þeir hvort hann hafi eitthvað tengst þeirra kerfi síðann síminn var tilkynntur stolinn. Síminn bíður ekki upp á þetta. Í rauninni hefði ég þurft að fara í Vodafone og 365 líka til að skoða öll kerfi, ákvað að byrja allavega á Símanum og Nova. Ætla taka stöðuna í byrjun feb hvort að eitthvað komi hjá Nova þá.

Held að þetta sé dauðadæmt m.v. aðferðirnar sem notaðar eru til að rekja þessa síma, tala nú ekki um að þurfa að borga 20þkr fyrir eitthvað sem eru sáralitlar líkur á að skili árangri. En ég allavega keypti mér nýjann síma, ákvað að prufa S6 Edge í þetta skiptið, vona að ég nái að halda honum lengur en hinum ;)




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Týndur snjallsími, hvað er í stöðunni?

Pósturaf Vaktari » Þri 29. Des 2015 14:56

365 er á dreifikerfi símans.
Þannig það dugar að fara bara með beiðnina þangað.
Þar sem 365 er ekki á sínu eigin kerfi.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |