Acer TravelMate 4000 wireless

Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Acer TravelMate 4000 wireless

Pósturaf intenz » Fim 08. Okt 2009 12:23

Ég er búinn að eiga í heljarbasli með þráðlausa netkortið í Acer TravelMate 4000 fartölvu. Áður en ég hófst handa við að strauja hana og enduruppsetja, fór ég aðeins á netið í gegnum þráðlausa kortið. Það virkaði fínt. Svo núna er ég búinn að strauja tölvuna og setja upp Windows XP Pro (var Home), þá virkar þráðlausa netkortið ekki. Ég er búinn að prófa að ná í driverana á Acer support síðunni en án árangurs. Ég setti upp alla driverana þarna, þannig ég er búinn að setja upp Chipset driverana.

Eitt annað, það er WiFi takki á tölvunni, en það gerist ekkert þegar ég ýti á hann. Ég náði í forrit sem heitir LaunchManager, sem birtir hvaða aðgerð er úthlutuð fyrir hvern aukatakka á tölvunni, og við WiFi takkann kemur bara: "Wireless adapter not installed".

Það skrítnasta við þetta allt saman er að ég náði í Intel Wireless Detection Utility og kveikti á því og þá sagði hún mér að það væri ekkert þráðlaust netkort í vélinni, sem hljómar mjög furðulega, þar sem áður en ég straujaði tölvuna var ég á netinu - þráðlaust!

Það er Intel Centrino örgjörvi í vélinni og BroadCom 802.11 b/g þráðlaust netkort (skv. upplýsingunum á tölvunni).

Er einhver sem veit eitthvað um þessi mál sem gæti aðstoðað mig? Ég er alveg að verða ráðþrota.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Acer TravelMate 4000 wireless

Pósturaf AntiTrust » Fim 08. Okt 2009 12:30

Búinn að prufa að setja SP3 + öll hotfix eftir það upp?

Búinn að prufa að un-installa kortinu og re-installa?

Prufaðu að setja það inn með .inf fælunum eingöngu ef þú kemst í þá, þeas ef þetta er ekki .exe driver install.

Hvað segir Device manager annars um kortið?



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Acer TravelMate 4000 wireless

Pósturaf intenz » Fim 08. Okt 2009 12:43

AntiTrust skrifaði:Búinn að prufa að setja SP3 + öll hotfix eftir það upp?

Búinn að prufa að un-installa kortinu og re-installa?

Prufaðu að setja það inn með .inf fælunum eingöngu ef þú kemst í þá, þeas ef þetta er ekki .exe driver install.

Hvað segir Device manager annars um kortið?

Sæll, kærar þakkir fyrir skjótt svar.

Ég er ekki búinn að setja upp SP3 nei. Er eins og er bara með SP2. Ég prófa það þegar ég kem heim (er í vinnunni núna).

Kortið finnst ekki að öðru leyti nema að það er bara "Network Controller" í Device Manager og hann er merktur gulur.

Svo vill þessi Network Controller ekki taka við INF fælunum frá Acer.

Þetta er alveg epic drasl.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Acer TravelMate 4000 wireless

Pósturaf AntiTrust » Fim 08. Okt 2009 12:51

Prufaðu SP3 og öll update sem möguleg eru. Virðist vera ýmislegt sem kippist í lag með SP3. Ef ekkert gengur, opnaðu vélina (eða notaðu SysInternals eða sbr. forrit fyrir hardware information) og googlaðu módelnafnið á WiFi kortinu + driver. Stundum sem driverar beint frá manufacturer virka betur, oft nýrri.

Ef ekkert gengur er um að gera að prufa LiveCD og sjá hvað annað OS segir, maður hefur alveg rekist á biluð WiFi kort í gegnum tíðina.



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Acer TravelMate 4000 wireless

Pósturaf intenz » Fim 08. Okt 2009 12:58

AntiTrust skrifaði:Prufaðu SP3 og öll update sem möguleg eru. Virðist vera ýmislegt sem kippist í lag með SP3. Ef ekkert gengur, opnaðu vélina (eða notaðu SysInternals eða sbr. forrit fyrir hardware information) og googlaðu módelnafnið á WiFi kortinu + driver. Stundum sem driverar beint frá manufacturer virka betur, oft nýrri.

Ef ekkert gengur er um að gera að prufa LiveCD og sjá hvað annað OS segir, maður hefur alveg rekist á biluð WiFi kort í gegnum tíðina.

Jamm, ég mun prófa þetta. En það skrítna er að ég náði í "Intel® Wireless LAN Identification Utility" og ég fékk bara eins og það væri ekkert þráðlaust kort í vélinni.

Takk kærlega. Ég læt vita hvernig fer. :)


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Acer TravelMate 4000 wireless

Pósturaf intenz » Fim 08. Okt 2009 19:54

Jæja, ég setti upp SP3 ásamt ÖLLUM driverum á Windows Update. Ekkert gekk við það. En þetta er komið í lag núna.

Félagi minn sagði mér að hægri smella á gula Network Controllerinn í Device Manager, fara í Details flipann og googla VEN, DEV og SUBSYS tölurnar sem komu upp. Ég gerði það og fékk þennan lista upp...

http://www.modem-help.co.uk/search.php?eeprom=VEN_8086%26DEV_4220%26SUBSYS_27018086&macro=7&eWith=1

Svo notaði ég bara útilokunaraðferðina. Þ.e.a.s. þetta er Intel örgjörvi og netkortið innbyggt ásamt því að utan á tölvunni stendur 802.11 bg, þannig ég sótti þetta...

http://www.modem-help.co.uk/intel/WM3B2200BGMW-PRO-Wireless-2200bg-Network-Connection--MoW-.html

Og viti menn, það virkaði!


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64