Ferðatölvu vandræði. Hleðsluvesen...og hár hiti og búmm.

Skjámynd

Höfundur
Gummzli
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Lau 18. Okt 2003 15:06
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ferðatölvu vandræði. Hleðsluvesen...og hár hiti og búmm.

Pósturaf Gummzli » Fim 20. Mar 2008 21:15

Svo er nú komið fyrir ferðatölvunni minni sem ég keypti fyrir ca 2,5 ári og var rándýr þá af gerðinni Quanta frá computer.is


Síðastliðna mánuði hefur snúran í straumbreytirinn... eða réttara sagt tengið sem fer í tölvuna hitnað ógurlega og oft fer þetta að soðna.

Þegar það hefur gerst hefur nú yfirleitt náð að' hlaða sig vel og þá hef ég tekið tengið úr sambandi í smá tíma.

En í gær gerðist sá hlutur að ál-pinninn sem tekur við rafmagninu frá straumbreytinum datt bara hreinlega af.


Þess má geta að auðvitað er tölvan steindauð núna því ég get ekki hlaðið neitt rafmagn í hana.


Þetta er eilítið skrítið vandamál því að það er ekki svo auðveldlega hægt að skipta svona út eins og fyrir t.d harða diska.


Er hægt að gera við svona? er það eitthvað sem maður getur gert sjálfur....ætli þetta sé dýrt case fyrir mig?



með fyrirfram kveðju,
Guðmundur Þór



Skjámynd

Höfundur
Gummzli
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Lau 18. Okt 2003 15:06
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

...

Pósturaf Gummzli » Fim 20. Mar 2008 21:18

væri kanski gott að vita hverjir gera við svona... hvert ég ætti að snúa mér?


svör vel þegin.


með þökk,
guðmundur þór




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristján Gerhard » Fim 20. Mar 2008 22:11

Ef að þú ert slarkfær með AVO mæli og lóðbolta getur þú farið uppí íhluti í skipholti og fengið nýtt tengi og skip um. Ef þú treysitr þér ekki til þess gætirðu hugsanlega fengið e-h annan til að græja þetta fyrir þig. Veit ekki hvort tölvuverslanirnar bjóða uppá þessa þjónustu en ég veit að þar eru færir menn margir hverjir.

Einnig gætirðu athuga generic spennugjafa í einhverri tölvuversluninni.

KG




Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 399
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Pósturaf Cikster » Fim 20. Mar 2008 22:42

Miðað við lýsinguna hjá honum er það power tengið í tölvunni sem er farið en ekki á snúrunni á spennubreytinum þannig að generic spennubreytir mundi ekki gera neitt gagn fyrir hann.

Þarf að rífa tölvuna gjörsamlega í sundur og lóða nýtt power tengi á móðurborðið og vona að hafi ekki skemmst neitt á móðurborðinu við að pinninn brotnaði.

Eina ráðið að prófa tala við þann sem seldi þér þetta og athuga hvort þeir séu til í að laga þetta fyrir þig eða jafnvel prófa tala við aðrar verslanir.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2770
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 124
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Fim 20. Mar 2008 22:46

Renndu með þetta í Kísildalinn og þeir segja þér hvort það er hægt að gera við þetta eður ey, hljómar samt frekar slæmt :(


Kísildalur.is þar sem nördin versla


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Kristján Gerhard » Fim 20. Mar 2008 22:53

Cikster skrifaði:Miðað við lýsinguna hjá honum er það power tengið í tölvunni sem er farið en ekki á snúrunni á spennubreytinum þannig að generic spennubreytir mundi ekki gera neitt gagn fyrir hann.

Þarf að rífa tölvuna gjörsamlega í sundur og lóða nýtt power tengi á móðurborðið og vona að hafi ekki skemmst neitt á móðurborðinu við að pinninn brotnaði.

Eina ráðið að prófa tala við þann sem seldi þér þetta og athuga hvort þeir séu til í að laga þetta fyrir þig eða jafnvel prófa tala við aðrar verslanir.


Já það er sennilega rétt, tók því sem að þetta væri tengið frá spenninum.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1783
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 75
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Pósturaf axyne » Fös 21. Mar 2008 13:42

Hef séð tilvik þar sem jackinn á fartölvunni hefur skemmt prentið svo þegar hann hefur rifnað frá að ekki var hægt að lóða nýjan jack á prentið.

Þá var lóðaður bara smá kapal stubbur útúr tölvunni settur jack og smá hitalími sett yfir prentið og gatið sem jackinn fór út.

virkað fínt.


Electronic and Computer Engineer