NVME slys með ADATA XPG


Höfundur
valtyr
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Sun 25. Okt 2020 12:29
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf valtyr » Þri 09. Feb 2021 21:34

Jæja, þar fór 20k út um gluggann. Í vor keypti ég ADATA XPG NVME drif hjá Tölvutækni. Ég hef verið mjög ánægður með það og keypti meira að segja annað drif með 1TB af geymsluplássi. Með drifinu fylgdi lítill heat spreader sem er nokkuð aumingjalegur en ég ákvað að líma hann á upp á flippið þar sem ATX móðurborðið mitt er ekki með heatsink yfir M.2 raufunum.

Í dag ætlaði ég að flytja drifið yfir í annað móðurborð sem hefur nokkuð vígalegan heatsink. Ég hugsaði að það væri ekki ráðlagt að hafa heat spreaderinn undir heatsinkinu og reiknaði með því að það yrði ekkert mál að fjarlægja hann þar sem hann var ekki áfastur við kaup. Þegar ég byrjaði að reyna að ná honum af fannst mér hann undarlega fast límdur á og ákvað að nota plast-spudger til að skera varlega á límið meðan ég lyfti heat spreaderinum af. Mikið af líminu sat eftir... sem ég var ekki sérlega sáttur með en ég reiknaði með því að það myndi ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Þetta var hægt ferli, og ég fór mjög varlega að.

Ég hafði náð að fjarlægja heatspreaderinn af helming minnisflaganna þegar það small allt í einu eitthvað og hann losnaði.
Þá hafði ég ekki einungis náð að taka heat-spreaderinn sjálfan af... heldur hafði ég rifið upp heila minnisflögu, lóðtengi hennar og nokkur "trace" af prentplötunni. Sjá mynd :cry:

Nú hef ég hringt í Tölvutækni til að kanna ábyrgðarmál og bíð eftir svari.
Ég vildi vara ykkur við þessu og mæla eindregið gegn því að þið límið heat spreaderinn sem fylgir með drifunum á.

IMG_2598.jpeg
IMG_2598.jpeg (2.76 MiB) Skoðað 1640 sinnum
Síðast breytt af valtyr á Þri 09. Feb 2021 21:38, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 3900X :arrow: RTX 3070 Gaming OC :arrow: LG 32UD99-W 32'' 4K HDR10

Skjámynd

Atvagl
Nörd
Póstar: 127
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf Atvagl » Þri 09. Feb 2021 21:58

Úff, þetta er sárt að sjá!


|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ


Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Reputation: 72
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf Dóri S. » Þri 09. Feb 2021 22:04

Ég myndi búast við að þetta sé alfarið á þína ábyrgð. :S




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf Klemmi » Þri 09. Feb 2021 22:14

Þetta er glatað að heyra, en ég verð að vera sammála fyrri ræðumönnum, ég efast um að nokkur verslun myndi taka þetta í ábyrgð :klessa




Höfundur
valtyr
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Sun 25. Okt 2020 12:29
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf valtyr » Þri 09. Feb 2021 22:23

Jááá grunar það líka svosem en það sakar ekki að fara og athuga það. Sérstaklega þar sem ég þarf annars hvort eð er að kaupa drif uppi í tölvutækni :P
Síðast breytt af valtyr á Þri 09. Feb 2021 22:31, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 3900X :arrow: RTX 3070 Gaming OC :arrow: LG 32UD99-W 32'' 4K HDR10


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1217
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf nonesenze » Þri 09. Feb 2021 22:41

myndir sýna eiginlega bara það sem skeði, byrjaðir að skera límið og náðir svo að toga það af með ágætis árangri og svo bara aðeins of mikið afl, 3 pinnar enþá á chip og rest brotið/slitið, þetta er engan vegin ábyrgðar mál sorry með þetta samt, þetta skeður fyrir bestu menn


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf jonsig » Þri 09. Feb 2021 22:43

nvme delid tool?




raggos
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf raggos » Mið 10. Feb 2021 08:24

Ég hugsa að hiti hefði mjög líklega gert límið mýkra og líklegra til að sleppa taki. Hárblásari getur gert magnaða hluti gagnvart tvíhliða lími.
En hrikalega súrt að sjá þetta og vonandi ekki nein gögn á þessu diski sem þér var annt um



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf Viktor » Mið 10. Feb 2021 09:28

Fúlt. En það þarf alltaf hita til að fjarlægja lím. Svo gamla góða tuggan "don't fix it if it aint broken" :-"


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf gRIMwORLD » Mið 10. Feb 2021 13:07



IBM PS/2 8086

Skjámynd

Viggosson
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Sun 07. Júl 2019 23:51
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: NVME slys með ADATA XPG

Pósturaf Viggosson » Mið 10. Feb 2021 13:10

Ef þú horfir á björtuhliðarnar þá eru allar skránnar 25% minni :)