Vantar ráðleggingar með streymi build


Höfundur
DeathStrandingAPS4
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mán 07. Sep 2020 19:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar ráðleggingar með streymi build

Pósturaf DeathStrandingAPS4 » Mán 07. Sep 2020 20:01

Hæ,

Er að pæla í að breyta tölvuni eitthvað, maður er löngu hættur að spila tölvuleiki eitthvað af ráði þannig að ég hef í rauninni ekkert með þetta 1060 6GB að gera og fyrst kassinn minn er alveg hand ónýtur, þá var ég að spá hvort það væri hægt að ráðleggja mér hvernig maður á að snúa sér þegar það kemur að því að fara úr ATX yfir í ???????

Aðal málið er að eiga eitthvað lítið, samt kraftmikið, bara losna við það að eiga alltaf "leikjatölvu" því maður er alveg hættur að týnast í leikjum núorðið, sem og er maður hættur að spila þessa AAA leiki...

Hér er afrit af Speccy:

CPU
Intel Core i7 @ 3.20GHz 36 °C (i7 8700****)
Coffee Lake 14nm Technology
RAM
16.0GB Dual-Channel Unknown @ 1196MHz (17-17-17-39)
Motherboard
Gigabyte Technology Co. Ltd. Z370M D3H-CF (U3E1) 31 °C
Graphics
BENQ E2220HDP (1920x1080@60Hz)
VW222 (1680x1050@59Hz)
Unknown (Undefined)
2047MB NVIDIA GeForce GTX 1060 6GB (EVGA) 43 °C
SLI Disabled
Storage
1863GB Seagate ST2000DM006-2DM164 (SATA ) 26 °C
14GB SanDisk Cruzer Blade USB Device (USB )
Optical Drives

Veit að ég ætti nú að geta notað þennan örgörva í hvað sem er, en hvað annað get ég notað?

Hvað ætti ég að skoða það að kaupa? (Eina sem er bilað í þessari vél minni er kassinn en hann er í henglum lol)




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar með streymi build

Pósturaf pepsico » Þri 08. Sep 2020 01:18

Gætir auðveldlega selt 8700K og móðurborðið sem tvennu og skjákortið stakt, og farið yfir í eitthvað lítið μATX build. Mæli líka sterklega með því að kaupa SSD og hafa stýrikerfið og forrit á honum frekar en þessum tólf ára HDD. Vona að þú eigir afrit af öllum mikilvægum gögnum inná honum.

https://kisildalur.is/category/9/products/918
https://kisildalur.is/category/8/products/1051
https://www.att.is/product/cm-masterbox-e300l-kassi
https://tolvutaekni.is/products/samsung ... -0gb-s-ssd




Höfundur
DeathStrandingAPS4
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mán 07. Sep 2020 19:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráðleggingar með streymi build

Pósturaf DeathStrandingAPS4 » Þri 08. Sep 2020 12:06

Ja, SSDinn er eitt af því sem ég ætla mér að fá mér, nenni bara ekki að standa í því að uppfæra í nokkrum hollum, vil helst uppfæra allt dótið í einu/fáum skiptum. Annars er ekkert merkilegt inná tölvuni, nota Dropbox, Google Drive, One Drive og allt svoleiðis fyrir það sem ég treysti þessum disk ekki fyrir. Það eru eiginlega bara tölvuleikir inná henni núna, leikir sem ége r alveg hættur að leika mér í, kíki kannski stundum í en þá langt á milli og stutt í einu.

Ég tékka þessa linka sem þú póstaðir þegar ég kem heim aftur, takk fyrir að svara :)