Aðstoð við að velja í gamlan turn

Skjámynd

Höfundur
Bualfurinn
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 27. Jún 2020 16:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Aðstoð við að velja í gamlan turn

Pósturaf Bualfurinn » Lau 27. Jún 2020 17:41

Hæ hæ! Afsakið titilinn, ég er ný hérna og veit ekki alveg hvernig ég á að ná athygli fólks með titlinum einum. Ætla líka að koma því fram að ég veit ekki mikið um tölvur almennt en ég kann smávegis inn á RAM og SSD diska og þessháttar.


En ok svona er staðan. Ég spila mikið af nokkuð krefjandi tölvuleikjum og er að finna fyrir því að tölvan mín sem er núna orðin kannski fjögurra ára gömul er farin að vera með ves. Planið var að kaupa í hana stærra RAM í sumar, aðalega útaf því að ég fæst mikið við myndvinnslu og 8gb RAM er ekki beint að gera sig þegar ég ætla reyna að sinna því áhugamáli. Kemur svo í ljós þegar ég fer að skoða hvað var sett í turninn minn að flest þarna inní er orðið úrelt (Held ég).


Ég get keypt nýja hluti í hana hér en ég er búin að skoða íhluti á netinu og er að spá hvort að það sé þess virði að fá þá frá útlöndum. Borgar það sig eða mun tollurinn bæta einhverju rosalegu á þá?


Markmiðið er að tölvan endist mér næstu árin án þess að bræða úr sér þegar ég spila kapal, en leikirnir sem ég er að hugsa um einmitt núna eru Cyberpunk 2077 og BG3. Myndvinnslu forritin sem ég fæst síðan við sem eru smá krefjandi eru Zbrush, blender, Photoshop og önnur svipuð forrit.


8GB RAM er enganveginn að gera sig, örgjörvinn og skjákortið eru líka að verða svolítið steingerð (Held ég).



Þetta er það sem er inni í henni:


CPU: Intel Core i5-6600 3.30GHz

GPU: NVIDIA GeForce GTX 970

Móðurborð: Intel Gigabyte Z170X-Gaming 3

8 GB RAM (Veit ekkert meira en það)

250 GB SSD & 2 TB venjulegur harður diskur.



Budgetið er ekkert vandamál þannig, en ef það væri hægt að koma henni í betra stand fyrir minna en 200 þúsund þá væri það mega næs.


Takk fyrir að lesa þetta, vég vona að ég sé ekki að brjóta neinar reglur og vonandi getur einhver hjálpað mér með þetta \:D/




Hausinn
Tölvutryllir
Póstar: 628
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 131
Staða: Tengdur

Re: Aðstoð við að velja í gamlan turn

Pósturaf Hausinn » Lau 27. Jún 2020 18:06

200.000kr er meira, MEIRA, en nóg til þess að setja saman fína leikjatölvu úr því sem þú hefur.

Móðurborðið þitt er þannig aldurs að það styður 6th og 7th gen Intel örgjörva. Ef þú villt reyna að spara eins og hægt er gætir þú líklega fengið nokkuð góðan 7th gen i7 örgjörva og annað hvort annan 8GB RAM kubb sem er eins og hinn eða tvo nýja 8GB. Þá værir þú kominn með sæmilegan grunn sem ætti að geta keyrt nýjustu leiki í einhvern tíma og þarft bara betra skjákort.

Varðandi skjákort, það er mjög stutt í að ný kynnslóð af NVIDEA kortum kemur út svo ég mæli með því að reyna að redda eitthvað eins og 1080 núna og hoppa svo annað hvort í 3000 línuna seinna eða í 2000 línuna þegar hún hrynur í verði.

Sparaðu peninginn og keyptu fínan 1440p skjá í staðinn.
Síðast breytt af Hausinn á Lau 27. Jún 2020 18:07, breytt samtals 1 sinni.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja í gamlan turn

Pósturaf pepsico » Sun 28. Jún 2020 01:07

Þú ert í þeirri stöðu og á þeim stað íhlutalega séð að til að spara þér tíma, ómak, og forðast framtíðar höfuðverki myndi ég ráðleggja þér að selja bara þessa tölvu eins og hún leggur sig, án hörðu diskana eða annars þeirra til að geyma gögnin þín ef þess gerist þörf, og versla nýja tölvu uppsetta. Færð pening í vasann úr þeirri sölu til að setja í nýju kaupin.
https://kisildalur.is/category/30/products/719

Sé að Kísildalur er líka að selja minnislykla fyrir Windows 10 (taktu Pro) uppsetningar sem er flott framtak. Getur þá keypt stýrikerfislykilinn á eBay á fimm hundruð kall í stað þess að borga yfir tuttugu þúsund fyrir hann hérna heima.
https://kisildalur.is/category/31/products/690

En það er og verður alltaf satt það sem Hausinn sagði hér á undan að því lengur sem þú bíður því meira færðu fyrir peninginn þegar þú uppfærir loks, en þú þarft bara að gera það upp við sjálfan þig hvenær þú vilt komast í betri vél. Ef þú myndir vilja flækja þetta mál þá gætirðu haldið eftir GTX 970 skjákortinu og notað það áfram, beðið Kísildal um að selja þér svona turn án skjákortsins, sett það í sjálfur, reynt að selja gömlu vélina án skjákorts (mun erfiðara af minni reynslu), og svo keypt skjákort síðar þegar nýja línan er komin út. En það er mikill flækingur.
Síðast breytt af pepsico á Sun 28. Jún 2020 01:08, breytt samtals 1 sinni.