Threadripper 3rd gen builds

Heitustu uppfærslurnar, hvernig móðurborð/hdd/cpu/gpu er best að kaupa.
Skjámynd

Höfundur
Skrekkur
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Lau 09. Ágú 2003 20:51
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Threadripper 3rd gen builds

Pósturaf Skrekkur » Lau 16. Maí 2020 00:38

Sælir vaktarar.

Nú er svo komið að ég er að spá í uppfærslu, eftir miklar vangaveltur og skoðað bæði nýju ryzen og intel consumer örgjörvana og móðurborð, lýst mér hvað best á 3rd gen threadripper, nóg af kjörnum og PCI lanes.
Er að spá í aðallega 3960x eða mögulega 3970x.

Er samt í mestu veseni með að velja kassa og kælingu, ég þoli eiginlega ekkert af þessu RGB dóti og eina ljósið sem ég vil sjá helst sjá á vélinni er hvort að það sé kveikt á henni. Ég vil hafa kassann stóran með möguleika á uppí 8-10 drif. Sakar ekkert að hann sé smá flottur, en skiptir mig samt litlu. Einnig finnst mér gott að hafa kassan sæmilega hljóðlátan. Vil einnig að kælingin endist sem lengst, á vélarnar mínar venjulega í nokkur ár með stöku uppfærslum.

Kassinn minn er 10 ára gamall coolermaster stacker, gæti eflaust notað hann en er farið að langa í nýjann samt ef maður er að fara setja svona pening í nýja.

Einhverjir sem hafa verið að setja saman 3rd gen threadripper builds nýlega? Og ef svo er hvað voruði að nota, og elska bara allir RGB á öllu þessa daganna?

Fyrir forvitna þá mun aðal notkuninn á þessari vél vera Unreal development (compilation og shader builds nýta flesta kjarna sem þau ná í) og leikjaspilun (geri mér þó grein fyrir að threadripper er ekki besti leikja-only örgjörvinn).

Budget fyrir allri vélinni er svona uppí milljón þannig að kassi og kæling má kosta sitt.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5550
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 402
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Threadripper 3rd gen builds

Pósturaf rapport » Lau 16. Maí 2020 01:13

Ég skil þig svo vel með þessa nýlegu kassa, fæ alltaf flugu öðru hvoru um að fara skipta en held mig svo bara við Kandalfinn sem ég keypti notaðan af beatmaster fyrir 10 árum.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2387
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Threadripper 3rd gen builds

Pósturaf SolidFeather » Lau 16. Maí 2020 01:21

Tékkaðu á Fractal Design R6, það eiga að komast 11 3.5" drif í hann.

https://www.att.is/product/fractal-define-r6-kassi