Hjálp við (semi) budget leikjatölvu

Heitustu uppfærslurnar, hvernig móðurborð/hdd/cpu/gpu er best að kaupa.
Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 712
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Reputation: 3
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hjálp við (semi) budget leikjatölvu

Pósturaf Sveinn » Þri 12. Maí 2020 10:48

Sælir! Ég hef verið seinustu daga að koma mér inn í hardware heiminn sem ég var með alveg á hreinu .... fyrir 15 árum, og hef ekkert skoðað þetta síðan þá. Þetta er búið að vera svolítil vinna en held ég sé kominn með einhverja hugmynd um þetta alltsaman eftir endalaust af myndböndum og reviews. Ég spila eins og er eingöngu World of Warcraft, sem ég geri mér grein fyrir að þarfnast ekki rosalegt setup, en ég væri til í að eiga möguleikan á að spila MOBA og first-person leiki eins og CS:GO/Valorant.

(CPU) Ryzen 5 3600 3.6GHz/4.2GHz: 29.900kr (https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... 4-6-kjarna)
(móðurborð) ASRock B450M Pro4-F micro-ATX AM4: 16.500kr (https://kisildalur.is/category/8/products/1051)
(GPU) Palit GTX 1660 SUPER GP OC 6GB: 48.900kr (https://tolvutaekni.is/collections/skja ... isplayport)
(RAM) Corsair Vengeance 16GB (2x8GB) DDR4 3200MHz: 16.900kr (https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... gb-3200mhz)
(PSU) CM MasterWatt 500W: 10.950kr (https://att.is/product/cm-masterwatt-500-aflgjafi)
(Kassi) Corsair Carbide 100R: 14.995kr (https://www.tl.is/product/carbide-100r- ... n-m-glugga)
(SSD) Samsung 970 EVO Plus 250GB SSD: 15.450kr (https://www.att.is/product/samsung-970- ... -250gb-ssd)

Samtals: 153.595kr

Sjáiði einhverja ástæðu til að breyta einhverju af þessu? Kemst ég ódýrara en þetta? Er með nokkrar hugleiðingar:

1. Ég viðurkenni að ég er að reyna spara þúsundkallana í kassakaupum, en kannski er þess virði að fara aðeins hærra upp á betra airflow? T.d. með viftum framan á sem draga inn kalt loft og hleypa út heitu að aftan, uppi?
2. Varðandi Ryzen 5 3600, er einhver ástæða til að fara í 3600X? Miðað við það sem ég hef verið að lesa þá er voða lítill munur á þeim nema maður ætli að overclocka.
3. Móðurborðið er rosalega ódýrt en virðist bara styðja allt sem ég er að pæla í, þ.e. 3200MHz, 16x slot og M.2. slot. Er ég að missa af einhverju?
4. Ég er með 144Hz FreeSync 2.0 skjá. (https://www.tl.is/product/32-qhd-ultrag ... freesync-2). Ætti ég að vera leita af AMD skjákorti (eða intel sem styður freesync) í staðin sem styður þetta eða skiptir það ekki svo miklu máli?

Edit: Var að skoða mig um og fræðast um FreeSync vs GSync, og það virðist sem skjárinn minn sé "G-Sync Compatible", svo að eins og ég skil þetta þá styður hann bæði.
Edit 2: Bætti við linkum svo það sé auðveldara að rannsaka þetta.

Takk kærlega fyrirfram, kæru snillingar.
Síðast breytt af Sveinn á Þri 12. Maí 2020 11:37, breytt samtals 7 sinnum.
pepsico
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við (semi) budget leikjatölvu

Pósturaf pepsico » Þri 12. Maí 2020 11:28

Þetta lítur bara mjög vel út.
Það er ekkert sem hitnar nóg í þessu buildi til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af airflow í Corsair 100R með bara viftunni sem fylgir, almennt séð ekki þess virði að fara í 3600X frekar en 3600, móðurborðið eins og þú segir styður allt sem þú vilt, og það er engin ástæða til að eltast við það að vera með AMD skjákort ef að skjárinn þinn er líka G-Sync compatible.Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 712
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Reputation: 3
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við (semi) budget leikjatölvu

Pósturaf Sveinn » Þri 12. Maí 2020 11:34

pepsico skrifaði:Þetta lítur bara mjög vel út.
Það er ekkert sem hitnar nóg í þessu buildi til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af airflow í Corsair 100R með bara viftunni sem fylgir, almennt séð ekki þess virði að fara í 3600X frekar en 3600, móðurborðið eins og þú segir styður allt sem þú vilt, og það er engin ástæða til að eltast við það að vera með AMD skjákort ef að skjárinn þinn er líka G-Sync compatible.

Takk fyrir svarið. En varðandi það sem ég sagði með 3600X og 3600 hvað varðar overclocking. Er það rétt, þ.e. að ég ætti ekki að vera overclocka 3600 non-X? Ég er svona smá spenntur fyrir að overclocka, þessvegna spyr ég.
pepsico
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við (semi) budget leikjatölvu

Pósturaf pepsico » Þri 12. Maí 2020 11:52

Af minni takmörkuðu reynslu af 3600 þá ertu nú þegar 'undirklukkaður' m.v. hvað hann myndi annars sjálfkrafa 'yfirklukka' sig from the get-go bara vegna þess að kælingin sem fylgir með er svo ódýr. Þú getur kveikt á PB/PBO/AutoOC og kallað það overclock en eins og ég segi þá ertu að öllum líkindum að fara að vera thermally limited með kælingunni sem fylgir með, og ofan á það keyra hratt inn í það að vera power limited á þessu móðurborði. Það er nota bene ekki lengur jafn mikið "must" og það var fyrir fimmtán árum að yfirklukka örgjörva sjálfur því framleiðendur eru löngu byrjaðir að binna þá grimmt eftir getu.

En burtséð frá því held ég að þú verðir mjög sáttur með performancið á tölvunni bara með stock 3600 á stock kælingunni. Kannski ekki jafn sáttur með hávaðann í kælingunni ef þú ert mikið fyrir hljóðláta keyrslu.