Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Heitustu uppfærslurnar, hvernig móðurborð/hdd/cpu/gpu er best að kaupa.

Höfundur
dISPo
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf dISPo » Mið 06. Maí 2020 16:18

Sælir Vaktarar

Ég þarf að fá mér nýja örgjörvakælingu fyrir i7 6700K sem ég hef verið með yfirklukkaðann í 4.6 ghz (ekki útilokað að ég fari hærra með betri kælingu). Turnkassinn tekur hæst 160mm kælingu en ég vil helst fara í loftkælingu. Þá er ég jafnframt að horfa til þess að kælingin nýtist í framtíðinni ef og þegar ég uppfæri. Verðið skiptir ekki öllu.

Ég á erfitt með að ákveða mig og leita því til ykkar um hugmyndir. Það sem ég hef aðallega verið að skoða og fæst hérlendis er:

Noctua NH-U12S + auka vifta
Noctua NH-U12A
Arctic Cooling Freezer 34 eSports DUO
Be quiet! Dark Rock Slim + auka vifta

Allar ábendingar eru vel þegnar!Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1791
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 77
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf Hnykill » Mið 06. Maí 2020 16:27

Noctua NH-U12A á að vera feykinóg.. var með Noctua NH-U14S sem er nokkurnveginn í sama flokk nema með 140mm viftu og hún hélt i7 9700K í 60c° yfirklukkuðum í 5 Ghz. svo Noctua NH-U12A segi ég. 2 viftur gefa þér 1-2 gráður kaldari.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z390 Gaming SLI - Intel i5 9600K @ 5Ghz - Noctua NH-U14S 140mm - Palit RTX 2080 Super GRP 8GB - 16GB DDR4 3600MHz cl18 - 1TB Samsung 970 PRO M.2 - Windows 10.

Skjámynd

jonsig
Vaktari
Póstar: 2816
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 213
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf jonsig » Mið 06. Maí 2020 16:37

Ef þú hefur ekki séð hrós þráðinn minn um noctua offical store á ebay, þá hef ég fengið dótið heim að dyrum daginn eftir fyrir 7.9euro fyrir shipping.

Ef þú ert ekki að fara delida hann þá ertu ekki að fara yfirklukka neitt af viti.
Síðast breytt af jonsig á Mið 06. Maí 2020 16:39, breytt samtals 1 sinni.


AMD 3900x. Vega64 CF,Phanteks(Seasonic) 1kW,IBM model-m, EKWB custom loop SE/PE 360+360


Höfundur
dISPo
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf dISPo » Mið 06. Maí 2020 16:54

Ég er ekki mikið fyrir að versla á netinu erlendis frá en ég skoða það og ef það er mikill munur þá veit maður aldrei hvað maður gerir.

Ég er heitastur fyrir Noctua NH-U12S eða Noctua NH-U12A (1 vifta á móti 2, 5 hitapípur á móti 7).Skjámynd

jonsig
Vaktari
Póstar: 2816
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 213
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf jonsig » Mið 06. Maí 2020 17:01

Ég versla aðallega þaðan til að geta keypt eitthvað fancy fyrir vatnskælinguna eins og Nf-f12 3000rpm viftur. Svo getur maður valið, ekki taka það sem gefst, mjög takmarkað úrval hérna.

En eins og ég segi, þú getur keypt stærstu kælinguna hjá þeim og jafnvel fundið leið til að stacka þeim á örgjörvan.. en meðan cpu er ekki deliddaður þá verður þetta aldrei flugeldasýning að overclocka.
Síðast breytt af jonsig á Mið 06. Maí 2020 17:03, breytt samtals 2 sinnum.


AMD 3900x. Vega64 CF,Phanteks(Seasonic) 1kW,IBM model-m, EKWB custom loop SE/PE 360+360


Höfundur
dISPo
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf dISPo » Mið 06. Maí 2020 20:20

Þakka þér fyrir ábendinguna. Þetta með yfirklukkunina var kannski of sagt. Tilgangurinn með nýrri örgjörvakælingu er ekki að fara í hærri yfirklukkun. Ég er ánægður með örgjörvann í 4.6, hiti undir 70 í leikjaspilun og um 30 idle. Vifturnar á kælingunni sem ég er með núna eru að gefa sig sem og að kælingin sjálf er ekki sú besta. Þess vegna ætla ég að nota tækifærið og fá mér nýja betri kælingu sem ræður við þessa yfirklukkun.Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1791
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 77
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf Hnykill » Mið 06. Maí 2020 20:38

Örgjörvar í dag fara alveg í 85 c° án þess að lækka sig niður í Mhz vegna hita. okkur finnst 85 c° of mikið en þetta er alveg venjulegur hiti á örgjörva í fullri vinnslu á stock kælingu. það er ekkert down throttle í þeim fyrr en um einhverjar 90 c° gráður. allt undir 85 c° á örgjörva og GPU er í lagi. þá er ekkert throttle í gangi. en auðvitað líður manni betur að geta haldið þessu í stöðugum 60c° gráðum eins og ég miða við. góð kæling. stórar viftur á low rpm og volt á eins lágum stillingum og leyfilegt er. þá ertu með stöðuga tölvu.
Síðast breytt af Hnykill á Mið 06. Maí 2020 20:40, breytt samtals 1 sinni.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z390 Gaming SLI - Intel i5 9600K @ 5Ghz - Noctua NH-U14S 140mm - Palit RTX 2080 Super GRP 8GB - 16GB DDR4 3600MHz cl18 - 1TB Samsung 970 PRO M.2 - Windows 10.

Skjámynd

jonsig
Vaktari
Póstar: 2816
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 213
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf jonsig » Mið 06. Maí 2020 20:47

Síðan fatta ekki margir að það er hægt að smíða nokkuð áreiðanlegar ghetto vatnskælingar fyrir lítinn pening, þær halda hitanum vel niðri og eru áhrifameiri í að halda niðri hitasveiflum en nokkur loftkæling


AMD 3900x. Vega64 CF,Phanteks(Seasonic) 1kW,IBM model-m, EKWB custom loop SE/PE 360+360


Höfundur
dISPo
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf dISPo » Mið 06. Maí 2020 21:27

Mig hefur reyndar langað í custom loop en mér finnst það ofaukið fyrir búnaðinn sem ég er með. Kannski færi maður í það við uppfærslu en þá myndi ég jafnframt uppfæra turnkassann. Ég myndi mögulega skoða AIO en góð loftkæling virðist skila álíka miklu nú orðið og kostar minna. Mér finnst þurfa að vera "jafnvægi" á íhlutunum.Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1791
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 77
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu fyrir i7 6700K

Pósturaf Hnykill » Mið 06. Maí 2020 22:02

gott loftflæði inní kassann, yfir örgjörvakælinguna og skjákortið. kalt innað framan. og heitt loft út að uppi. það er allt sem þarf til að halda öllu í 65- 70 c° í fullri notkun.. nokkuð hljóðlaust meira segja.. en þetta fer eftir kassa. inntaki. viftum. ég vil að tölvan mín sé köld ..60c° max allt í botni og ég heyri ekki í henni frá umhvefishljóði í stofunni. og það er svo. þökk sé Noctua viftunum finnst mér. að framan. 140mm. uppi 140mm. og aftan 120mm.. og Noctua örgjörvakælingunni líka. bara studdi Noctua alla leið. sá ekki eftir því. svo er allt stillt í BIOS með hitastig og hraða á viftum. og í windows líka. vill ekki heyra meira en smá humm frá tölvunni eða ég tek hana bara í sundur =)
Síðast breytt af Hnykill á Mið 06. Maí 2020 22:04, breytt samtals 1 sinni.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z390 Gaming SLI - Intel i5 9600K @ 5Ghz - Noctua NH-U14S 140mm - Palit RTX 2080 Super GRP 8GB - 16GB DDR4 3600MHz cl18 - 1TB Samsung 970 PRO M.2 - Windows 10.