Val á m.2 disk

Heitustu uppfærslurnar, hvernig móðurborð/hdd/cpu/gpu er best að kaupa.
Skjámynd

Höfundur
demaNtur
1+1=10
Póstar: 1135
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 31
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Val á m.2 disk

Pósturaf demaNtur » Þri 14. Apr 2020 11:14

Sælir

Mig vantar ráðleggingar varðandi val á m.2 disk.
Eins og staðan er núna er einn SSD diskur hjá mér í notkun (256gb :sleezyjoe) og ég þarf í rauninni ekki mikið pláss.

500gb er alveg yfirdrifið nóg, hvað er best fyrir mig að kaupa? :)


Xigmatek Eris - i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 1080GTX
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Ducky Shine 7 - HyperX Cloud Alpha - Zowie EC1-A - The Glorious 3XL 61cm x 121cm

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 878
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Val á m.2 disk

Pósturaf Njall_L » Þri 14. Apr 2020 11:24

Sjálfur er ég hrifnastur af Samsung diskunum, hef ekki ennþá lent í að þannig bili hjá mér. ATT virðast vera með þá á besta verðinu samkvæmt Verðvaktinni:
https://www.att.is/product/samsung-970- ... gb-ssddrif
https://www.att.is/product/samsung-970- ... b-ssd-drif

Ef tölvan hjá þér styður hinsvegar ekki NVME drif heldur bara M.2 SATA þá hef ég líka mjög fína reynslu af Crucial MX300 og MX500 línunum:
https://www.computer.is/is/product/ssd- ... cial-mx500

Ef þú ætlar samt að setja diskinn í tölvuna sem þú ert með í undirskrift þá styður hún NVME án nokkurra vandræða.


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB

Skjámynd

Höfundur
demaNtur
1+1=10
Póstar: 1135
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 31
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Val á m.2 disk

Pósturaf demaNtur » Þri 14. Apr 2020 11:47

Njall_L skrifaði:Sjálfur er ég hrifnastur af Samsung diskunum, hef ekki ennþá lent í að þannig bili hjá mér. ATT virðast vera með þá á besta verðinu samkvæmt Verðvaktinni:
https://www.att.is/product/samsung-970- ... gb-ssddrif
https://www.att.is/product/samsung-970- ... b-ssd-drif

Ef tölvan hjá þér styður hinsvegar ekki NVME drif heldur bara M.2 SATA þá hef ég líka mjög fína reynslu af Crucial MX300 og MX500 línunum:
https://www.computer.is/is/product/ssd- ... cial-mx500

Ef þú ætlar samt að setja diskinn í tölvuna sem þú ert með í undirskrift þá styður hún NVME án nokkurra vandræða.


Flott mál, takk fyrir.

Já þetta kemur til með að fara í tölvuna í undirskrift, ætla lesa mig til um munin á þessu, þekki NVME ekki neitt :droolboy


Xigmatek Eris - i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 1080GTX
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Ducky Shine 7 - HyperX Cloud Alpha - Zowie EC1-A - The Glorious 3XL 61cm x 121cm

Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3508
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 564
Staða: Ótengdur

Re: Val á m.2 disk

Pósturaf Klemmi » Þri 14. Apr 2020 12:34

Ef þú vilt skoða aðeins ódýrari option, þá er ég mjög hrifinn af Intel 660p diskunum. Vissulega ekki sami uppgefni hraði, en veit ekki hvort þú munt finna fyrir mun:

https://www.computer.is/is/product/ssd- ... p-1500mb-s
Síðast breytt af Klemmi á Þri 14. Apr 2020 12:35, breytt samtals 1 sinni.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 878
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Val á m.2 disk

Pósturaf Njall_L » Þri 14. Apr 2020 15:27

demaNtur skrifaði:þekki NVME ekki neitt :droolboy

NVME og SATA eru í rauninni bara tveir mismunandi samskiptastaðlar.

SATA er þessi "hefðbundni" staðall sem hefur verið notaður lengi og SATA diskar ná yfirleitt mest 500-550MB/s hraða. Merkið frá þeim fer frá disknum til CPU í gegnum chipsettið á móðurborðinu og þar takmarkast hraðinn. Það hinsvegar gerir það að verkum að það er oftast hægt að tengja marga SATA diska við eitt móðurborð þar sem chipsettið virkar eins og samskiptahub. SATA diskar tengjast alltaf í gegnum SATA port, mSATA rauf á móðurborðinu eða M.2 rauf á móðurborðinu.

NVME er mun nýrri staðall og þeir diskar ná yfirleitt upp undir 2.500-3.500MB/s hraða (PCIe 3.0) eða 4.000-5.500MB/s (PCIe 4.0). NVME staðallinn var fyrst studdur í 6th gen Intel örgjörvum og 1st gen Ryzen svo ef maður vill nota NVME diska þá þarf maður að vera með slíkan örgjörva eða nýrri ásamt móðurborði með M.2 rauf. Ástæðan fyrir þessum margfalda hraða á NVME yfir SATA er sú að NVME diskar tengjast beint við PCIe lanes og geta þá átt bein samskipti við CPU án aðkomu kubbasettsins. Hinsvegar takmarkast fjöldi mögulegra NVME diska þar sem takmarkaður fjöldi PCIe lanes eru í boði á hefðbundnum vélbúnað. Þó svo að NVME séu á blaði langtum hraðari heldur en SATA diskar þá hefur þó verið sýnt fram á það að fyrir venjulega leikja- eða skrifstofutölvu þá sé raunverulegur hraðamunur óverulegur eins og staðan er í dag. NVME diskar tengjast í nánast öllum tilfellum í M.2 rauf á móðurborðinu. Það eru líka til diskar sem tengjast í gegnum U.2 tengi en þeir eru yfirleitt ekki notaðir á consumer vélbúnaði.

Í stuttu máli er M.2 diskur ekki það sama og M.2 diskur. Það þarf að hafa í huga þessa SATA/NVME staðla þar sem hraði, tengimöguleikar og verð spila alltaf einhvern þátt. NVME M.2 diskar eru yfirleitt alltaf einhverju dýrari en SATA M.2 diskar.


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB

Skjámynd

einarhr
Bara að hanga
Póstar: 1588
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 119
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á m.2 disk

Pósturaf einarhr » Þri 14. Apr 2020 15:36

Njall_L skrifaði:
demaNtur skrifaði:þekki NVME ekki neitt :droolboy

NVME og SATA eru í rauninni bara tveir mismunandi samskiptastaðlar.NVME staðallinn var fyrst studdur í 6th gen Intel örgjörvum og 1st gen Ryzen svo ef maður vill nota NVME diska þá þarf maður að vera með slíkan örgjörva eða nýrri ásamt móðurborði með M.2 rauf. .


Ég á AS Rock Fatality killer með FX8350 og það borð styður NVME


| AMD FX-8350 RX580 8GB| Samsung Galaxy S7 | Mi Box 3 |

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 878
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Val á m.2 disk

Pósturaf Njall_L » Þri 14. Apr 2020 16:04

einarhr skrifaði:
Njall_L skrifaði:
demaNtur skrifaði:þekki NVME ekki neitt :droolboy

NVME og SATA eru í rauninni bara tveir mismunandi samskiptastaðlar.NVME staðallinn var fyrst studdur í 6th gen Intel örgjörvum og 1st gen Ryzen svo ef maður vill nota NVME diska þá þarf maður að vera með slíkan örgjörva eða nýrri ásamt móðurborði með M.2 rauf. .


Ég á AS Rock Fatality killer með FX8350 og það borð styður NVME

Vissulega eru til einhyrningar þarna úti eins og þú bendir á. Sem dæmi á ég ASRock Z97 Extreme 6 borð með 4th gen Intel örgjörva og það borð styður ákveðna NVME diska. Þetta er ekkert skrýtið þar sem NVME staðallinn var kynntur 2011 og fljótlega komu NVME diskar, þeir voru bara mjög dýrir.

Móðurborðsframleiðendur fóru þó ekki að setja þetta almennt í borð hjá sér fyrr en Intel 6th Gen og Ryzen 1st Gen, hefði kannski mátt koma skýrara fram hjá mér í fyrri póst.


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB