Síða 1 af 1

Hjalp við val á móðurborði

Sent: Fös 27. Mar 2020 21:23
af osek27
Hvor ætti ég frekar að kaupa mér. Komið með ástæðu og hvað er betra

Hero VIII https://www.att.is/product/asus-rog-x570-hero-modurbord

Strix F https://www.att.is/product/asus-strix-x570-f-modurbord

Re: Hjalp við val á móðurborði

Sent: Fös 27. Mar 2020 21:58
af pepsico
Asus X570-F Strix því það er nú þegar fáránlega sterkt og hitt kostar tuttugu þúsund kalli meira.

Re: Hjalp við val á móðurborði

Sent: Fös 27. Mar 2020 22:14
af Klemmi
Afsakið ef þetta er off topic, en 64þús eða 85þús kall í móðurborð?

Ekki nema allt annað í tölvunni sé algjörlega top notch, þá spyr ég hvort peningnum sé ekki betur varið í aðra íhluti tölvunar?

Re: Hjalp við val á móðurborði

Sent: Fös 27. Mar 2020 23:13
af Emarki
Alls ekki pæla í Asus Strix Gaming-F þegar þú getur fengið Asus Strix Gaming-E, munurinn á þeim borðum er það mikill að F týpan ætti ekki að vera til. E týpan er til í computer.is

Annars myndi ég benda þér á að skoða Asus TUF x570-plus einnig.

Eða bíða eftir B550 borðunum eftir 2-3mánuði.

Ef þú ætlar bara nota 6-8 kjarna örgjörva gætirðu notað Asus Strix B450-F eða Asus Strix X470-F.

Maður þarf að skoða svolítið verð og bera saman erlendis líka því verðinn hér innanlands eru ekki alveg í takti við það sem gengur. Í móðurborðum eingöngu á ég við.

Kv. Einar

Re: Hjalp við val á móðurborði

Sent: Lau 28. Mar 2020 05:40
af Frekja
Emarki skrifaði:Alls ekki pæla í Asus Strix Gaming-F þegar þú getur fengið Asus Strix Gaming-E, munurinn á þeim borðum er það mikill að F týpan ætti ekki að vera til. E týpan er til í computer.is

Annars myndi ég benda þér á að skoða Asus TUF x570-plus einnig.

Eða bíða eftir B550 borðunum eftir 2-3mánuði.

Ef þú ætlar bara nota 6-8 kjarna örgjörva gætirðu notað Asus Strix B450-F eða Asus Strix X470-F.

Maður þarf að skoða svolítið verð og bera saman erlendis líka því verðinn hér innanlands eru ekki alveg í takti við það sem gengur. Í móðurborðum eingöngu á ég við.

Kv. Einar

Algjörlega sammála, allan daginn fara frekar í E týpuna hjá computer.is.
https://www.computer.is/is/product/modu ... gaming-atx
Ert að fá nokkra hluti aukalega með þessu mobo framyfir F týpuna fyrir sama pening.

Re: Hjalp við val á móðurborði

Sent: Lau 28. Mar 2020 10:28
af audiophile
Emarki skrifaði:Alls ekki pæla í Asus Strix Gaming-F þegar þú getur fengið Asus Strix Gaming-E, munurinn á þeim borðum er það mikill að F týpan ætti ekki að vera til. E týpan er til í computer.is

Annars myndi ég benda þér á að skoða Asus TUF x570-plus einnig.

Eða bíða eftir B550 borðunum eftir 2-3mánuði.

Ef þú ætlar bara nota 6-8 kjarna örgjörva gætirðu notað Asus Strix B450-F eða Asus Strix X470-F.

Maður þarf að skoða svolítið verð og bera saman erlendis líka því verðinn hér innanlands eru ekki alveg í takti við það sem gengur. Í móðurborðum eingöngu á ég við.

Kv. Einar


Ég hef einmitt líka verið í AMD móðurborðs pælingum og finnst x570 alveg fáránlega dýr og sérstaklega hérlendis. 40-50þ fyrir þokkalegt miðlungs borð sem kostar kannski $200 eða minna erlendis og er það gamalt verð fyrir nýlega hækkun dollarans.

Svo er spurning þegar B550 kemur hvort verðið á þeim verði ekki líka bullandi há vegna ástandsins og gengis?

Annars hef ég verið að skoða annaðhvort ASUS Tuf eða Aorus Elite fyrir 3600 örgjörva.

Re: Hjalp við val á móðurborði

Sent: Lau 28. Mar 2020 13:04
af Emarki
X570 borðinn eru fáránlega dýr, mér persónulega finnst ef mikið að borga 40-50 þús fyrir móðurborð nema það sé alveg high end og mun duga nokkrar kynslóðir.

Eins og með X370 á sínum tíma, þau eru samt ekki alveg að höndla 24-32 þræði.

Maður þarf samt að hafa nokkra hluti í huga.

Maður mun bara geta notað X570 í næstu kynslóð ryzen, 4000-seríuna. Síðan ætlar AMD að skipta um socket.

Annað, mér finnst persónulega vera ansi asnalegt að vera með viftu á móðurborðinu þegar ég er ansi viss um að “heat-pipe” lausnir myndu geta leyst eins og fyrir nokkrum árum.

Lækkun gengisins og ástand heimsins í dag er ekki að auðvelda fyrir manni að taka ákvörðun.

Kv. Einar

Re: Hjalp við val á móðurborði

Sent: Lau 28. Mar 2020 13:47
af osek27
Takk fyrir þetta, er viss um að ég fari Þá í Strix E. Já er sammála því, svona há verð fyrir móðurborð er alveg klikkað.
En segjum að peningur sé ekki vesen, er þá valla munur á þessum borðum? er ekkert sem Hero býður uppa sem verður mikið betra en Strix serian. Ég væri að fá með Ryzen 7 3800x og væri með 980ti í SLI(ég mun upgradea síðan strax og ný skjákort munu koma út)

Re: Hjalp við val á móðurborði

Sent: Lau 28. Mar 2020 14:09
af Emarki
Crosshair Hero er með örlítið betra VRM( 7 phases vs 6 phases) enn það mun ekki skipta nema þú værir í hardcore overclocking.

Fleiri usb port aftaná, 1x meira viftutengi, flow rate sensor(fyrir vatnskælingar)

Reset, safeboot, retry og fl. Takkar fyrir overclocking. Fleiri sli möguleikar.

Svona features sem aðgreina borðin.

Til að nota 3800x á svona borð er borðið svolítið overkill, nema þú verður að hafa m2 drif fyrir pci-e 4.0 og ætlir að uppfæra strax í 4000 seríuna þegar hún kemur.

Ef ekki gætirðu sparað þér með því að fá þér Asus strix b450 eða Asus strix x470-f og notað sparnaðinn í að fá þér betra skjákort(selt eldri skákortin). Það væri meira upgrade og eitthvað sem þú myndir finna fyrir.

Kv. Einar