Tölva fyrir að búa til Virtual tour

Heitustu uppfærslurnar, hvernig móðurborð/hdd/cpu/gpu er best að kaupa.

Höfundur
benony13
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Tölva fyrir að búa til Virtual tour

Pósturaf benony13 » Mið 08. Jan 2020 17:52

Daginn
Ég hef verið að taka fasteignamyndir undanfarið og Fasteignastofan hefur verið að spyrja mig mikið úti hvort ég geti bætt virtual tour við hjá mér.

Hef verið að skoða þetta og þetta er minna vesen en ég bjóst við. Er búinn að finna mér ca hvaða vél ég ætla nota og hvaða forrit (Cubix). Ég er samt með tölvu sem er ekki beint að éta sig í gegnum þegar ég er að búa til HDR brakekting og er líka í hægar kantinum þegar ég er að vinna í Lightroom, en hún er ekki með i7, 512ssd, 16gb ram en ekkert alvöru skjákort.


Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég er að búa til tölvu fyrir þetta? Ég hugsaði alveg um 27” IMac en ég held að hann dugi ekki í þetta nema þegar ég er kominn uppí 500þús+

*EDIT*
Ég gleymdi að taka það fram en núverandi tölvan mín er fartölva #-o
Síðast breytt af benony13 á Mið 08. Jan 2020 18:57, breytt samtals 1 sinni.
pepsico
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Re: Tölva fyrir að búa til Virtual tour

Pósturaf pepsico » Mið 08. Jan 2020 18:54

Svona almennt séð ertu að leita að sterkum örgjörva með mörgum kjörnum&þráðum og ágætis skjákorti. Lightroom notar skjákort almennt mjög lítið m.v. hvað gengur og gerist í myndvinnsluforritum en ég myndi samt sem áður prófa að kaupa fyrst bara ágætis skjákort eins og GTX 1660 eða GTX 1660 Ti fyrir núverandi vél og gá hvort lífið verður nógu gott. Getur þá haldið áfram að nota það ef þú byggir sterkari vél.

Hvað varðar myndvinnsluvél í léttari kantinum er þetta bara spurning um að velja sterkan fjölkjarna AMD örgjörva sbr. Ryzen 3600/3700X/3800X m. 2x8GB 3600 MHz vinnsluminni og ágætis skjákort sbr. GTX 1660/1660 Ti.

Ég veit ekkert hvað Cubix er né hvað það reiðir sig á svo þetta er m. fyrirvara um að það forrit gæti verið ótrúlega gott í að nýta betra skjákort og þá væri kannski sniðugt að kaupa betra skjákort en ég eins og ég segi bara veit ekkert um það mál.
Höfundur
benony13
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Tölva fyrir að búa til Virtual tour

Pósturaf benony13 » Mið 08. Jan 2020 18:57

pepsico skrifaði:Svona almennt séð ertu að leita að sterkum örgjörva með mörgum kjörnum&þráðum og ágætis skjákorti. Lightroom notar skjákort almennt mjög lítið m.v. hvað gengur og gerist í myndvinnsluforritum en ég myndi samt sem áður prófa að kaupa fyrst bara ágætis skjákort eins og GTX 1660 eða GTX 1660 Ti fyrir núverandi vél og gá hvort lífið verður nógu gott. Getur þá haldið áfram að nota það ef þú byggir sterkari vél.

Hvað varðar myndvinnsluvél í léttari kantinum er þetta bara spurning um að velja sterkan fjölkjarna AMD örgjörva sbr. Ryzen 3600/3700X/3800X m. 2x8GB 3600 MHz vinnsluminni og ágætis skjákort sbr. GTX 1660/1660 Ti.

Ég veit ekkert hvað Cubix er né hvað það reiðir sig á svo þetta er m. fyrirvara um að það forrit gæti verið ótrúlega gott í að nýta betra skjákort og þá væri kannski sniðugt að kaupa betra skjákort en ég eins og ég segi bara veit ekkert um það mál.


Takk fyrir gott svar, en ég gleymdi að taka fram að núverandi tölvan mín er fartölva, yoga 910