Síða 1 af 1

Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Mið 16. Okt 2019 13:45
af arnarsig
sælir kæru vaktarar
Þannig er að eftir langa fjarveru frá PC málum þá ætla ég að setja saman vél fyrir strákinn minn
Ég á kassa og móðurborð fyrir AM4 örgjörva og var að stefna á AMD Ryzen 5 3600X sem virkar sem bang for the buck cpu sem passar í AM4

Minni er frekar straight forward og harði diskurinn líka en þá kemur að skjákort

Við erum alveg til í að eyða í midrange kort (70.000 +-)
Ég var kominn á að skoða Radeon RX 5700 8 GB eða RTX 2070 8 GB en ... Hvað annað er gott bang for the buck ?
Ég vil helst ekki fara yfir þetta limit en það sem ég hef tekið eftir er að núna er búið að skipta út 2070 fyrir 2070 super ... og RX 5700 er komið í XT
2060 super vs 2070 .etc etc .. þarna fór ég að sjá að ég var alveg lost

Það sem mig vantar er esport kort sem er super í 1080p , VR klárt , strákinum langar að safna fyrir VR og stefnir að því á næsta ári en ég nenni ekki að fara skipta út korti strax þá (já eða hvað , er kannski betra að kaupa ódýrara núna og skipta svo á næsta ? )

Hjálp !

með fyrirfram þökk Arnar

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Mið 16. Okt 2019 14:01
af Hnykill
hvað með að kaupa notað kort á Vaktinni á 70 kall ? ættir að fá þokkalegt kort fyrir það.

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Mið 16. Okt 2019 14:03
af Dropi
Þetta eru nú high end kort ef ég er spurður, ég reyni að eyða ekki meira en 40 þús í skjákort og hef yfirleitt selt þegar þau eru komin í 20 þús og uppfæri þá.

RX5700 og RX5700XT komu út á sama tíma, svipað og 2060 / 2070 komu út á sama tíma, bara annað heiti hjá AMD.

Þegar þú ert að tala um VR og 1080p, þá eru held ég öll kortin sem þú listaðir mjög góður kostur, þau eru öll 1440p - 4k gaming skjákort og þegar menn nota þau í 1080p þá er það aðallega fyrir 144Hz og hærra refresh rate. :)

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Mið 16. Okt 2019 14:17
af arnarsig
Ég skil , er ég sem sagt að miða of hátt í þessu ?
@Hnykill Ég spáði í það líka , hef bara því miður afskaplega slæma reynslu (fyrir slatta árum síðan reyndar) að kaupa notuð kort og er pínu hikandi að kaupa eldra kort og þurfa svo að klóra mér í kollinum aftur að ári ...

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Mið 16. Okt 2019 19:39
af Runar
Hérna er mjög góða síða til að sjá muninn á performance á skjákortum í leikjum, getur meira að segja valið með hvaða örgjörva sem skjákortin eru benchmörkuð með:
https://www.gpucheck.com/gpu-benchmark-comparison

Þegar þú ýtir á það sem er undir "Graphics Card" og "Processor" til að velja hvaða skjákort/örgjörva þú vilt sjá muninn á, þá geturðu skrifað inn kortið í staðinn fyrir að scrolla yfir listann, t.d. að skrifa inn 2070 til að fá upp nVidia RTX 2070, nVidia RTX 2070 Super og 3600x til að fá upp AMD Ryzen 5 3600 og AMD Ryzen 5 3600X, velur svo af þeim það sem þú vilt sjá muninn á.

Ég athugaði annars muninn á þessum skjákortum á 70-90þ range'inu, þú getur séð t.d. í fljótu average fps muninn á 1080p, 1440p og 4k upplausnunum með þessum skjákortum, svo geturðu ýtt á linkana sem fylgir hverju þeirra, til að sjá nánar fps muninn í 46 mismunandi leikjum, og ekki bara average yfir heildina, svona ef þú vilt sjá nákvæmlega muninn í þeim leikjum sem verða spilaðir.

AMD RX 5700 vs nVidia RTX 2060 Super (65þ vs 70þ, þar sem þau fást ódýrast samkvæmt vaktin.is)
https://www.gpucheck.com/en-usd/compare/amd-radeon-rx-5700-vs-nvidia-geforce-rtx-2060-super/amd-ryzen-5-3600x-vs-amd-ryzen-5-3600x/ultra/ultra/-vs-
Fyrri talan er fyrir AMD RX 5700, seinni talan fyrir nVidia RTX 2060 Super, það seinasta er svo munurinn í FPS og %.
Average 1080p Performance____118.8 FPS_____121.0 FPS_____2.2 (2%)
Average 1440p Performance____88.5 FPS______86.4 FPS______2.1 (2%)
Average 4K Performance_______52.0 FPS______51.5 FPS______0.5 (1%)

AMD RX 5700 vs nVidia RTX 2070 (65þ vs 70þ, þar sem þau fást ódýrast samkvæmt vaktin.is)
https://www.gpucheck.com/en-usd/compare/amd-radeon-rx-5700-vs-nvidia-geforce-rtx-2070/amd-ryzen-5-3600x-vs-amd-ryzen-5-3600x/ultra/ultra/-vs-
Fyrri talan er fyrir AMD RX 5700, seinni talan fyrir nVidia RTX 2070, það seinasta er svo munurinn í FPS og %.
Average 1080p Performance____118.8 FPS______127.5 FPS______8.7 (7%)
Average 1440p Performance____88.5 FPS______92.7 FPS_______4.2 (5%)
Average 4K Performance_______52.0 FPS______56.3 FPS_______4.3 (8%)

AMD RX 5700XT vs nVidia RTX 2070 Super (85þ vs 89þ, þar sem þau fást ódýrast samkvæmt vaktin.is)
https://www.gpucheck.com/en-usd/compare/amd-radeon-rx-5700-xt-vs-nvidia-geforce-rtx-2070-super/amd-ryzen-5-3600x-vs-amd-ryzen-5-3600x/ultra/ultra/-vs-
Fyrri talan er fyrir AMD RX 5700XT, seinni talan fyrir nVidia RTX 2070 Super, það seinasta er svo munurinn í FPS og %.
Average 1080p Performance____129.7 FPS_____135.2 FPS_____5.5 (4%)
Average 1440p Performance____96.5 FPS______100.1 FPS_____3.6 (4%)
Average 4K Performance_______56.8 FPS______60.1 FPS______3.3 (6%)

Vonandi hjálpar þetta þér til að ákveða hvað þú vilt kaupa :)

Svo í forvitni fyrir ykkur hina, hvað er skipunin til að fá inn bil, eins og maður hefði ýtt á tab? Eftir snögga google leit og nokkrar mismunandi skipanir, þá fann ég ekkert sem virkaði.

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Mið 16. Okt 2019 20:21
af Viktor
Hentu miðjuputtanum í einokunina og farðu í AMD :8)

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Mið 16. Okt 2019 21:01
af audiophile
Ég fékk mér 5700XT. Búinn að styrkja Nvidia nógu lengi.

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Fim 17. Okt 2019 12:12
af arnarsig
Kærar þakkir fyrir góð ráð og takk Rúnar fyrir að leggja í þessa vinnu fyrir mig , ég er mun nær !

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Fim 17. Okt 2019 13:09
af dISPo
Svo má ekki gleyma þessari fríu uppfærslu, þótt það sé ekki fyrir alla: https://youtu.be/Kt2MUmMt31U

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Fim 17. Okt 2019 14:01
af emil40
rtx 2060 er fínt líka fyrir verðið 6 gb kortið er á 53þ og 8 gb super er á 70þ. Ég tók 6 gb kortið og er mjög ánægður með það.

Re: Ráðlegging óskast : Bang for the buck skjákort

Sent: Fim 17. Okt 2019 23:34
af arnarsig
btw ég endaði með 2070 8gb , fékk það á góður verði þannig að ég skellti mér á það :)