Síða 1 af 1

CPU kæling fyrir Ryzen 3900X

Sent: Fim 22. Ágú 2019 14:55
af B0b4F3tt
Sælir Vaktarar

Er að huga að nýju buildi en er soldið í vandræðum með að ákveða kælingu á örrann. Langar svolítið mikið í þennan kassa hér:
https://tolvutaekni.is/collections/tolv ... deinangrun

Þessi kassi býður ekki upp á að setja Noctua NH-D15 kælinguna í og því er ég að spá í AIO vatnskælingu.

Hvað eru menn að taka í svoleiðis kælingum? Ég er ekki að fara að stunda einhverja yfirklukkun að ráði. Vill frekar hafa þetta frekar hljóðlátt.

Veit að kassinn sem ég er að spá í getur tekið bæði 360mm og 280mm kælingar, hvort er eiginlega betra?

Kv. Elvar

Re: CPU kæling fyrir Ryzen 3900X

Sent: Fim 22. Ágú 2019 15:10
af Dropi
https://noctua.at/en/products/cpu-cooler-retail/nh-u12a
NH-U12A skilar sambærilegum afköstum og NH-D15 þrátt fyrir að vera minni. Hún slær sumar stórar AIO kælingar alveg útaf borðinu og hún er hljóðlátari.

Passar þessi í kassann? Hún er mitt fyrsta val fyrir 3900X.

(Relevant Linus)

Re: CPU kæling fyrir Ryzen 3900X

Sent: Fim 22. Ágú 2019 15:25
af B0b4F3tt
Dropi skrifaði:https://noctua.at/en/products/cpu-cooler-retail/nh-u12a
NH-U12A skilar sambærilegum afköstum og NH-D15 þrátt fyrir að vera minni. Hún slær sumar stórar AIO kælingar alveg útaf borðinu og hún er hljóðlátari.

Passar þessi í kassann? Hún er mitt fyrsta val fyrir 3900X.

(Relevant Linus)


Þessi rétt passar í kassann þar sem maximum cooler height er 160mm en þessi er 158mm :hmm

Re: CPU kæling fyrir Ryzen 3900X

Sent: Fim 22. Ágú 2019 15:28
af Dropi
B0b4F3tt skrifaði:Þessi rétt passar í kassann þar sem maximum cooler height er 160mm en þessi er 158mm :hmm


Þetta er ekki skali ;) hún smellpassar þá!

Ég veit ekki hvað liggur fyrir mönnum þegar féið er fest í AIO. Það er ekkert vitlausara ef þú ert ekki stanslaust að overclocka og brasa í tölvunni því sumar endast ekki nema 2 ár áður en dælan fer að vera léleg og gefur sig jafnvel alveg.

Loftkæling er stórt ál og koparstykki og frá Noctua með 6 eða 7 ára ábyrgð, mín hefur gengið 24/7 síðan 2013 og farið úr Intel yfir í Ryzen með adapter kit.

Re: CPU kæling fyrir Ryzen 3900X

Sent: Fös 23. Ágú 2019 00:36
af odduro
Ég pantaði mér svona https://www.overclockers.co.uk/nzxt-kra ... 1b-nx.html og er mjög sáttur, para hana við amd ryzen 7 2700x og hitinn hefur verið í 55-60 í leikjaspilun, en aftur á móti á eftir að koma í ljós hversu lengi hún kemur til með að enda

Re: CPU kæling fyrir Ryzen 3900X

Sent: Þri 27. Ágú 2019 06:16
af B0b4F3tt
Ég er að spá í að skella mér á þessa hér: https://tolvutaekni.is/collections/kael ... tnskaeling
Hún virðist vera í hljóðlátari kantinum fyrir sumar af þessum AIO græjum og kælir ágætlega.

Hefur einhver reynslu af þessari græju?

Re: CPU kæling fyrir Ryzen 3900X

Sent: Þri 27. Ágú 2019 12:32
af Tiger
Ég tók Bquite Dark Rock Pro.

Mynd

Re: CPU kæling fyrir Ryzen 3900X

Sent: Þri 27. Ágú 2019 13:07
af Hnykill
Tiger skrifaði:Ég tók Bquite Dark Rock Pro.

Mynd


Vel valið.