Síða 1 af 1

Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Sent: Sun 10. Feb 2019 16:22
af Hogni84
Sælir sjentilmenn (og sjentilkvendi) seinast þegar ég var að uppfæra þá reyndist mér það mjög vel að leita ráða hér þannig að mig langaði að gera það aftur. Seinasta uppfærsla er búin að duga mér þónokkuð en eftir að ég fór að spila Hunt:Showdown og núna seinast The division 2 betuna að þá er það orðið nokkuð ljóst að ég þarf að fara að eyða aðeins í tölvuna. Eins og ég segi að þá er ég bara svona casual gamer sem spila þegar krakkarnir eru sofnaðir og svona þannig að ég ætlaði að reyna að gera þetta eins hóflega og ég gæti og var hugmyndin að uppfæra skjákortið hjá mér í 1070 kort og uppfæra þvínæst jafnvel móðurborð og örgjörvann en mig langaði að fá álit fagmanna áður en ég geri nokkuð.

Mynd

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Sent: Sun 10. Feb 2019 17:25
af DJOli
Sæll og blessaður.
Ef ég væri að uppfæra úr álíka spekkum og þú, og þá fyrir casual gaming, þá myndi ég fara í eitthvað svona:
Örgjörvi: Intel core i5 8400 - 29.900kr. - Tölvutækni
https://tolvutaekni.is/products/intel-c ... -9mb-cache
Móðurborð: Msi Z370-A Pro - 22.950kr. - Att.is
https://att.is/product/msi-z370-a-pro-modurbord
Vinnsluminni: Corsair 1x8gb ddr4 - 11.950kr.- Att.is
https://att.is/product/corsair-val-8gb-2666-minni
SSD: 1TB Samsung 860 QVO drif fyrir OS og tölvuleiki - 26.950kr. - Att.is
https://att.is/product/samsung-860-qvo-1tb-ssd-drif
Skjákort: Gigabyte GeForce GTX 1060 OC 6GB - 42.900kr. - Ódýrið
https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-106 ... -6gb-gddr5

Samtals pakkaverð: 134.650kr.-

Edit:
Og það er ekkert að því að taka þessu bara rólega, og byrja á skjákortsuppfærslu í gömlu tölvuna.

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Sent: Sun 10. Feb 2019 18:18
af Hogni84
Takk kærlega fyrir skjót svör og þessar ráðleggingar , mér líst helvíti vel á þetta en var að velta fyrir mér hvort ég væri betur settur að kaupa notað 1070 kort eða hvort að þetta tiltekna 1060 kort væri bara skynsamlegra. Tek fram að maður er alveg dottinn út úr þessu og hef ekki hundsvit á þessu :D

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Sent: Mán 11. Feb 2019 08:34
af Squinchy
Uppfæra skjákort, googla einhverjar auðveldar leiðbeiningar til að yfirklukka CPU (Það er til tonn af því fyrir þennan CPU), sjá hvað það gerir myndi ég gera

Gerði það sama með mína 3570K vél og hélt áfram að spara fyrir veglegri uppfærslu

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Sent: Mán 11. Feb 2019 09:04
af Alfa
Allavega ekki kaupa annað en notað 1070 kort, því nýtt hefur lítið í 2060 að gera fyrir peninginn.

8gb vinnsluminni er bara of litið í dag, 16gb er lágmark imo.

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Sent: Þri 12. Feb 2019 22:26
af Hogni84
Þetta hljómar eins og plan :D takk kærlega fyrir.