Síða 1 af 1

Ultrawide 35" vs 2X27" á skrifstofu ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 11:59
af vesi
Sælir, þarf að endurnýja skjá-i á skrifstofu og spurning kom með hvort hentaði betur 1Xultrawide 34-35" eða 2X 27" skjái.
Nú hef ég aldrei notað UW skjái og gætið þegið smá ráð.

Hér eru Ekki spilaðir leikir. þarf ekki 100+hz

Það sem við notum og þá oft á sama tíma póstur,bókhald,word,excel og vefráp.

Eru einhverjir með smá reynslu og geta bent mér í rétta átt.

Þessi https://tolvutek.is/vara/benq-ex3501r-3 ... ar-svartur kom nokkuð sterkur til greina en er ekki til í dag.

kv. Vesi

Re: Ultrawide 35" vs 2X27" á skrifstofu ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 12:14
af hagur
Í augnablikinu er ég með tvö mismunandi vinnusetup, annars vegar 3x24" skjái og hinsvegar 1x34" Ultra wide. Að vera með 1stk Ultra wide er mikið þægilegra að mínu mati.

Re: Ultrawide 35" vs 2X27" á skrifstofu ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 12:57
af Viktor
Ultra wide allan daginn...

Re: Ultrawide 35" vs 2X27" á skrifstofu ?

Sent: Þri 08. Jan 2019 14:58
af AntiTrust
Er með þennan 35" Benq heima og svo 3x24" í vinnunni. Ég hugsa að ég taki alltaf Ultrawide framyfir 2x en 3x framyfir Ultrawide.

Fíla samt mest að vera með USB-C skjá og get hoppað auðveldlega á milli Makkans míns og Dell vinnutölvunnar án neins hassle.

Re: Ultrawide 35" vs 2X27" á skrifstofu ?

Sent: Þri 29. Jan 2019 21:04
af jonno
Hef bæði verið með 2x30" og 2x27" og finnst þægilegast að vera með 1x Ultrawide 34"
er með minn á armi á veggnum

myndi mæla með Ultrawide