Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu


Höfundur
sveitalubbinn
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 09:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Pósturaf sveitalubbinn » Fim 13. Des 2018 15:59

Góðan daginn.

Langaði að fá álit og hugmyndir á uppfærslu sem ég er að spá í. Hef ekki verið að fylgjast með þróuninni í íhlutum lengi svo ég er alveg dottinn út úr þessu. Vélin er aðalega notuð í tölvuleikjaspilun og vefráp. Vill helst ekki eyða mikið meira í uppfærslu heldur en það sem ég er að telja upp hér. (finnst það eiginlega þegar of mikið miðað við hvað ég spila lítið :japsmile )
Hér er allavega hugmyndin mín:

Móðurborð:
Asus Z390-A PRIME, LGA1151, 4xDDR4, 2xM.2, SLI
https://tolvutaekni.is/products/asus-z3 ... -2xm-2-sli

Örgjörvi:
Intel Core i5-8600K 4.3GHz, Coffee Lake, 6-kjarna, 9MB cache
https://tolvutaekni.is/products/intel-c ... -9mb-cache

Minni:
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, Vengeance LPX
https://tolvutaekni.is/products/corsair ... 9107996699

Skjákort:
Nvidia GTX-1070 Dual 8GB Palit
http://kisildalur.is/?p=2&id=3189#




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Pósturaf Dr3dinn » Fös 14. Des 2018 09:43

8700K er málið - 1070 er kannski orðið frekar gamalt, getur fengið á 70k mjög gott notað kort sp að velja það frekar.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Pósturaf pepsico » Fös 14. Des 2018 10:26

Var innlegginu mínu eytt eða gleymdi ég að senda það? Þetta er mjög flott uppfærsla en ég myndi kaupa notað 1070, mörg til sölu á hálfvirði og oft enn í ábyrgð. Engin ástæða til að kaupa nýtt á þessu verði, það er tómt rugl í rauninni.




Höfundur
sveitalubbinn
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 09:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Pósturaf sveitalubbinn » Fös 14. Des 2018 11:17

Þakka þessar ábendingar.
Ætli þú hafir ekki gleymt að senda inn innleggið, allavega sá ég það ekki.
Ætla að athuga með notuð 1070 en velti þá fyrir mér hvort ég hafi eitthvað með meira en 8600k örgjörva að gera með því korti. Fengi 8700k einhverntímann að njóta sín?
Svo er reyndar alveg spurning hvort maður eigi að leita að notuðu 1080 líka og blæða þá í 8700k.



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á leikjatölvu uppfærslu

Pósturaf Alfa » Fös 14. Des 2018 13:43

Varðandi CPU, þá er 8600K betri peningalega séð en 8700K, er með 8600K og hann flengir allt sem ég hendi í hann leikjalega séð. 8700K er kannski meira future proof þó, en ég hef ekki áhyggjur af því þegar ég uppfæri á 2 ára fresti kannski.

1070 er mjög fínt kort, persónulega á budget tæki ég AMD 580 en það er reyndar ekki jafn öflugt en fínt 1080p kort. Ef þú finnur notað 1070 eða 980ti kort þá myndi ég hoppa á það á milli 30-40 frekar.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight