Skrítið blurry monitor vandamál


Höfundur
addon
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Skrítið blurry monitor vandamál

Pósturaf addon » Fös 07. Des 2018 14:03

Sælir vaktarar... ég er að díla við skrítið vandamál sem ég næ allavega ekki auðveldlega að finna á google
stundum þegar ég vek skjáina hjá mér (ekki hybernation) er annar skjárinn mjög blörraður... eins og annari hverri röð af pixlum hafi verið svissað eða eitthvað... er með 1080p skjá sem viðbótarskjá við 1440p aðalskjá og það er aðalskjárinn sem er að klikka... næ ekki að laga þetta nema með því að restarta tölvunni. ef ég reyni að breyta upplausninni þá lætur skjárinn eins og hann sé ekki lengur með input signal og slekkur á sér
er einhver sem hefur lent í þessu eða lesið um þetta ? það er mjög erfitt að finna eitthvað á google þar sem það eru endalausar aðrar ástæður fyrir "blurry monitor". þið sjáið á myndunum hvernig munurinn á skjáunum er (á sama tíma btw). (ætlaði að taka screenshot en það leit út eins og allt væri í góðu á báðum skjám)
20181207_134929.jpg
20181207_134929.jpg (960.3 KiB) Skoðað 882 sinnum

20181207_134945.jpg
20181207_134945.jpg (986.66 KiB) Skoðað 882 sinnum



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið blurry monitor vandamál

Pósturaf DJOli » Fös 07. Des 2018 15:02

Hvernig skjár er þetta?
Hljómar eins og það gæti verið að skjápanellinn (skjárinn sjálfur, og tölvan á bakvið) geti verið gædd einhversskonar framleiðslugalla.
Ef ekki, hvernig skjákort er í tölvunni, og ertu að nota einhver breytistykki? Hdmi í DP eða öfugt?


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
addon
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið blurry monitor vandamál

Pósturaf addon » Fös 07. Des 2018 16:23

Acer Predator XB271HU
á erfitt með að trúa að þetta sé panellinn... þetta er 100% uniform yfir allann skjáinn... ekki eins og einhver framleiðslugalli sem væri meira staðbundinn (myndi ég halda) þetta er líka bara að byrja núna en er búinn að eiga skjáinn í u.þ.b. 8 mánuði.
hef bara lent í þessu þegar skjárinn er að vakna úr stand by mode, aldrei þegar ég hef setið við tölvuna að gera eitthvað...
er með GTX 980 ti og nýjasta driverinn... grunar að þetta sé frekar eitthvað windows update og vonandi lagast þetta þá bara



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið blurry monitor vandamál

Pósturaf Hnykill » Fös 07. Des 2018 16:33

Prófaðu líka annað HDMI tengi.. kaupa nýjan kapall. gæti verið lélégur kapall.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið blurry monitor vandamál

Pósturaf DJOli » Fös 07. Des 2018 17:35

Ýti undir það sem Hnykill sagði, prófaðu annað hdmi tengi á skjánum, og jafnvel tölvunni líka, og annan kapal.

Framleiðslugalli þarf ekki að vera eitthvað staðbundið, en getur komið út í að varan eins og hún leggur sig sé gölluð. Eitthvað hagi sér vitlaust, t.d. einhversskonar pixel behavior sem tölvukubbur í búnaði skjásins á að sjá um, eða eitthvað þannig tengt, getur verið gallað.

Svo er það, hefur þetta verið að gerast frá því þú fékkst skjáinn, eða gerðist þetta einhverju eftir að þú fékkst hann?

Edit: Fann út að vandamálið virðist vera svokallað "Pixel shifting".
Eins vandamál hér:
https://forums.geforce.com/default/topi ... c-display/
Og hér:
https://community.acer.com/en/discussio ... ixel-shift

Lausn eins einstaklings var að fá sér nýjan kapal, sem í þessu tilfelli, var display port kapall.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
addon
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið blurry monitor vandamál

Pósturaf addon » Fös 07. Des 2018 20:15

DJOli skrifaði:Ýti undir það sem Hnykill sagði, prófaðu annað hdmi tengi á skjánum, og jafnvel tölvunni líka, og annan kapal.

Framleiðslugalli þarf ekki að vera eitthvað staðbundið, en getur komið út í að varan eins og hún leggur sig sé gölluð. Eitthvað hagi sér vitlaust, t.d. einhversskonar pixel behavior sem tölvukubbur í búnaði skjásins á að sjá um, eða eitthvað þannig tengt, getur verið gallað.

Svo er það, hefur þetta verið að gerast frá því þú fékkst skjáinn, eða gerðist þetta einhverju eftir að þú fékkst hann?

Edit: Fann út að vandamálið virðist vera svokallað "Pixel shifting".
Eins vandamál hér:
https://forums.geforce.com/default/topi ... c-display/
Og hér:
https://community.acer.com/en/discussio ... ixel-shift

Lausn eins einstaklings var að fá sér nýjan kapal, sem í þessu tilfelli, var display port kapall.


Nice, takk fyrir þetta !... get þá að minnstakosti googlað mig áfram núna þegar ég veit hvað fólk er að kalla þetta
ég skipti um display port á skjákortinu og ætla að sjá hvort það geri eitthvað... á svo aðra snúru sem ég prófa ef þetta gerist aftur
þetta gerist svona 1x til 2x á viku svo það á eftir að taka smá stund að troubleshoot'a þetta