Aðstoð við val á íhlutum í borðtölvu/Plex server


Höfundur
steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Aðstoð við val á íhlutum í borðtölvu/Plex server

Pósturaf steinarorri » Mán 20. Ágú 2018 10:30

Þar sem það er ansi langt síðan ég var að pæla mikið í tölvuíhlutum langaði mig að óska eftir smá aðstoð. Ég á enga borðtölvu svo ég þyrfti að kaupa kassann líka.

Helsta verkefni téðrar tölvu yrði almennt vefráp, PLEX server (fyrir heimili og fjölskyldu, max 1-3 notendur í einu) en svo þætti mér gaman að geta nýtt hana í tölvuleikjaspilun (þarf ekki endilega að keyra allra nýjustu leiki, en t.d. Civilization og e.t.v. CS:GO.

Ég veit ekki alveg hvernig budgetið er, er hægt að komast upp með þetta fyrir 80-100k? Fær maður ekki meira fyrir peninginn með AMD örgjörva sbr við intel?
Ég datt t.d. inn á þennan pakka hjá Kísildal - hvernig væri þetta? (http://kisildalur.is/?p=2&id=3424)

Þakklátur fyrir ráðleggingar/ábendingar/gagnrýni :)




MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við val á íhlutum í borðtölvu/Plex server

Pósturaf MrIce » Þri 21. Ágú 2018 02:09

Sem plex vél fyrir 1-3 notendur í einu og ekki mikið background load þá ætti þessi CPU allveg að virka. Fær 7505 í score á CPUBenchmark
( https://www.cpubenchmark.net/cpu.php?cp ... 0X&id=3057 ) en viðmiðið sem ég hef heyrt að sé "gullna reglan" er 2000 score per user.


-Need more computer stuff-


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við val á íhlutum í borðtölvu/Plex server

Pósturaf Klemmi » Þri 21. Ágú 2018 09:19

M.v. verðið á i3-8100 hér heima, sem er by the way frábært, þá myndi ég taka hann framyfir AMD Ryzen 5 1300X :)

Skilar betri afköstum í flestri vinnslu og er umtalsvert ódýrari, 8.900kr. ódýrast.




Höfundur
steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við val á íhlutum í borðtölvu/Plex server

Pósturaf steinarorri » Fim 23. Ágú 2018 10:46

Klemmi skrifaði:M.v. verðið á i3-8100 hér heima, sem er by the way frábært, þá myndi ég taka hann framyfir AMD Ryzen 5 1300X :)

Skilar betri afköstum í flestri vinnslu og er umtalsvert ódýrari, 8.900kr. ódýrast.


Takk fyrir þetta :-) , þessi örgjörvi hljómar mjög góður mv peninginn.




Quemar
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 13:29
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við val á íhlutum í borðtölvu/Plex server

Pósturaf Quemar » Fim 23. Ágú 2018 12:30

Ég myndi líka íhuga Ryzen 2200G, hann er á svipuðu verði og i3 8100 en Ryzen mobo eru mun ódýrari en Intel og hann er með mun betra innbyggðu GPU. Gætir jafnvel notað það í smá tíma og fengið þér alvöru skjákort seinna ef þér finnst þess þurfa.