Ástand mining korta?


Höfundur
Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 611
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Ástand mining korta?

Pósturaf Dr3dinn » Þri 14. Ágú 2018 13:30

Góðan daginn.

Nú virðist vera kominn tími þar sem notuð skjákort fara að flæða inn á markaðinn, sérstaklega þau sem hafa verið í minning. :-"
Líklegast er það í framhaldi af umræðunni um nýju skjákorts línurnar.

Maður hefur séð 1080+ti og 1070 verið að koma mikið inn á vaktina og oft á mjög flottum verðum. :money

Nú skal ég bara spyrja eins og jólasveinn, hvernig eigum við að meta gæði vs verð á þessum kortum. Því þetta hefur verið runnað 24/7 frá kauptíma og oft í vafasömum aðstæðum/kössum með litla kælingu og lítið loftflæði.

Fyrir mig persónulega er verið að bjóða manni 1080ti á 50þ (samt bara turbo) sem hefur verið runnað í meira en ár í 80°C í minning eru þetta góð kaup ef/þegar þessi nýja lína sem við bíðum allir eftir er að koma. Væntanleg notkun verður bara gaming en engu að síður er svolítið verið að kaupa virkilega mikið notaða vöru. Þetta er svolítið eins og að kaupa bílaleigubíll.

Við vitum náttúrulega ekkert hvenær/hvort þessi lína komi eða hvort þetta sé bara rumors enn einu sinni en þessi umræða verður eiginlega að eiga sér stað þar sem haugur af skjákortum er að fara flæða á markaðinn og í misgóðu ástandi. ](*,)

Öll umræða er vel þeginn og ég er persónulega ekkert involved í minning og hef því engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta nema að mig langar sjálfum í alvöru gaming kort :roll:


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf Klemmi » Þri 14. Ágú 2018 13:47

Erfitt að segja.

Maður hefur heyrt rökin með því að kaupa bílaleigubíla, því þeir séu eknir að mestu í langtímaakstri sem sé betra fyrir búnað bílsins heldur en margar stuttar vegalengdir.

Það eru svipuð rök fyrir því að mining kort geti verið góð kaup, þ.e. að sveiflur/cycles á hitastigi fara verr með ákveðinn búnað í kortinu heldur en stöðugur hærri hiti. Í því samhengi má svo nefna að 80°C er ekkert voðalega heitt, þó að mannslíkaminn sé viðkvæmur fyrir þeim hita :)
Á móti kemur að þéttar verða lélegri með aldri, og að hærri hiti hraðar á öldruninni.

Persónulega hefði ég ekki áhyggjur af því að þessi kort séu verri en önnur, þ.e. ég leyfi mér að efast um að þetta hafi einhver umtalsverð slæm áhrif á endingu kortanna ef horft er til nokkura ára. Sem sagt, ef þú ert að kaupa kort sem þú áætlar að þú munir nota/getir afskrifað á næstu 3-4 árum, þá held ég að það séu ekki miklar auknar líkur á því að mining kort myndi bila innan þess tímaramma heldur en annað kort sem hefur verið notað reglulega í tölvuleiki/aðra tímabundið þunga vinnslu.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf appel » Þri 14. Ágú 2018 13:50

Góð pæling.

https://www.howtogeek.com/342079/is-it- ... cy-miners/
https://www.pcgamer.com/is-it-safe-to-b ... ining-247/

Sýnist svarið vera "kannski" eða "já, með fyrirvörum". Þeir mæla með að skipta um viftur, prófa kortið í álagstesti, athuga hvort það sé enn í ábyrgð.


*-*


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf pepsico » Þri 14. Ágú 2018 14:08

Mining umræðan er flókin og erfið. Það er ekkert sem segir þér hvort að kort var undirvoltað og vel kælt í eitt ár eða yfirklukkað og illa kælt í tvö ár. Ekkert sem segir manni hvort að fimm af sex kortunum hjá seljanda hafi nú þegar dáið og þetta sé það seinasta. Það tekur margar klukkustundir að stress prófa kort til að skoða hvort það er ennþá í góðu standi sem gerir einkasölur flóknar og asnalegar.

Ég væri ekkert hræddur sjálfur við að kaupa 1080 Ti á 50 þúsund ef ég treysti því að það hafi verið keyrt á 80°C á góðum aflgjafa. Væri ansi hræddur ef ég vissi að það hefði verið yfirklukkað eða keyrt heitara eða keyrt á ómerkilegum aflgjafa.




Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf Haflidi85 » Þri 14. Ágú 2018 14:14

Eins misjafnt og þau eru mörg, en yfirhöfuð ættu þau að vera í lagi.


Fyrir mér snýst þetta svolítið bara um hvernær þau eru keypt og hvort þau séu í ábyrgð, en 10 serían frá Nvidia er t.d. orðinn tveggja ára gömul og því eitthvað af þessum kortum til sölu sem eiga lítið eða ekkert eftir af ábyrgð. Svo er náttúrulega helling af kortum keyptum erlendis þar sem erfitt getur verið að ná ábyrgðinni framm.

en 1080ti á 50k er alltaf steal myndi ég halda :D



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf rapport » Þri 14. Ágú 2018 14:25

Held að það sé ágætis regla að kaupa ekki af nýstofnuðum notanda hér á Vaktinni, heldur einhverjum sem vil halda í orðsporið ef allt fer á versta veg.



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf tanketom » Þri 14. Ágú 2018 14:52

Ef sá aðili sem er að mina veit hvað hann er að gera, kann að tweeka kortin rétt bara fyrir mining því þú þarft ekki að nota allt þetta afl í mining, þetta er bara ákveðinn stilling sem þarf að setja upp þá keyrir kortið á mjög sparnaðan átt og min 1070 kort hafa verið að fara max 68°c


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf jonsig » Þri 14. Ágú 2018 17:56

Flestir rafeinda-componentar endast í tugi ára undir miklu álagi. Ég hefði áhyggjur af stöðunni á kælikreminu og thermal pöddunum á þessum kortum og mundi líklega skipta þeim út.

Mikil notkun þarf ekki endilega að vera alslæm, þessi langa þunga keyrsla hefur gefið kortinu næg tækifæri til að floppa á földum framleiðslugalla. Svona uppá tilfinningarökin þá hef ég sjálfur hef vanið mig á að vera með flagg skip kort í tölvunni minni, hvort sem ég nota það mikið eða lítið í leiki virðist endingin ekki endurspeglast af notkunninni hjá mér af einhverri ástæðu.

Svo finnst mér í umræðunni mikið talað um lélega spennugjafa, en þeir hafa mun minna að segja uppá endingu heldur en það sem markaðsdeildin hjá PSU fyrirtækinu lætur uppi. Það er þá aðallega því þau ódýru eru líklegtri til að kúka uppá bak og taka sjákortið með sér í gröfna, og getur hugsanlega skemmt 0.1% fyrir þér í einhverju þungu overclock.




sigxx
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf sigxx » Mið 15. Ágú 2018 09:46

Ég veit ekki um aðra, en ég er búinn að vera að mine-a í rétt tæpt ár.
Ég er með 24 kort núna.

Þegar ég var að byrja þá var ég að nota mikið af eldri kortum R9 Fury, R9 290, 980i og álíka.
Þar var ég að lenda í hita vandamálum og þau voru að keyra uppí 85-89 ish. R9 kortin að vísu keyra best í ~86-87° en það fer ekki vel með þau í lengri tíma.

Svo hef ég algjörlega skipt út fyrir RX570/RX580 og er búin að losa mig við öll hin. Þessi kort eru aldrei að keyra yfir 70° og er það automatic í minernum að láta þau slökkva á sér þegar þau fara í 75°og far aftur í gang þegar þau eru komin niður í 55°

Einnig eru flestir sem eru að mine-a að underclock-a og undervolt-a eins og þeir geta, til að spara rafmagn og halda hita niðri.

Það er í hag þeirra sem eru að mine-a að fara vel með kortin sín, bæði til að geta selt þau á betra verði eftir á sem og til að þau endist sem allra lengst.

Eina sem ég mynda hafa áhyggjur af að kaupa notuð mining kort, er að vifturnar séu í lagi. Þær eru yfirleitt það fyrsta sem klikkar.
T.d hafa tvær viftur klikkað, ég hef tekið þau kort beint úr umferð og skipt um vifturnar.

Point-ið mitt er það að þeir sem eru að mine-a af einhverri alvöru og eru að gera þetta "rétt" fara vel með kortin sín og því myndi ég ætla að það væri í fínu lagi að kaupa þau kort notuð.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf jonsig » Fim 16. Ágú 2018 20:04

Ef ég væri með svaka keyrslu á kortunum væri ég ekki að láta það keyra sig niður um 20°c framm og til baka. Oft betra að keyra þau á jöfnum hita. Þetta RoHs compliant tin notað í prentplötur hefur ekki góða hitaþenslu eiginleika eins og blý blöndurnar. Spurning með mining kort sé hægt að Load plotta þau frekar en að keyra þau upp og niður ?

Annars geta margir kíslanir keyrt stöðugt um og yfir 90c° 24/7 ef þeir eru þokkalega hannaðir.




ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf ingibje » Fim 16. Ágú 2018 20:38

ég er með 1070 kort og 1060 kort, þau eru stöðug í 56c, fara stundum í 57c, hef ekki enn séð þau fara frá því viðmiði.

ég nota afterburner og lækka tpd í c.a 70% eftir korti og overclocka, fan speed c.a 60 %.

svo átti ég reyndar 980ti það var töluvert heitara, enn ég hef alltaf verið með mín mining rig á opnum grindum, ekki í kassa.
ég þekki fá amd kort, enn þau sem ég hef átt hafa alltaf verið í kringum 50 - 60 gráður.

held þetta fari bara eftir eigandanum, hvort hann hafi verið að stilla þetta rétt og haft gott loftflæði.
undantekningarnar eru auðvita að það eru til týpur af kortum sem keyra einfaldlega á mjög háum hita.


i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D


sigxx
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Ástand mining korta?

Pósturaf sigxx » Þri 21. Ágú 2018 16:45

jonsig skrifaði:Ef ég væri með svaka keyrslu á kortunum væri ég ekki að láta það keyra sig niður um 20°c framm og til baka. Oft betra að keyra þau á jöfnum hita. Þetta RoHs compliant tin notað í prentplötur hefur ekki góða hitaþenslu eiginleika eins og blý blöndurnar. Spurning með mining kort sé hægt að Load plotta þau frekar en að keyra þau upp og niður ?

Annars geta margir kíslanir keyrt stöðugt um og yfir 90c° 24/7 ef þeir eru þokkalega hannaðir.


Það er undantekningar tilfelli sem kortin hjá mér fer yfir 65°c
En ef það er mjög heitt úti eða eitthvað stoppar loft flæðið þá geta þau ekki farið yfir 75°c

Það að kort hafi farið uppí 75°c hefur gerst kanski max 5 sinnum hjá mér.

Þetta er bara notað sem varnagli, ekki að þetta er að gerast reglulega