Bestu tölvustóllinn?

Heitustu uppfærslurnar, hvernig móðurborð/hdd/cpu/gpu er best að kaupa.

Höfundur
eplakongur
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf eplakongur » Sun 05. Ágú 2018 21:06

Hvað er besti tölvustóllinn að ykkar mati?
Mig sárvantar góðan tölvustól, vill fá einhvern sem fer sem best með bakið þitt þar sem ég eyði óhóflega miklum tíma í tölvunni.
Er tæknilega séð á budget en það er alltaf sniðugt að fjárfesta í bakindu held eg, vitið þið hvort það sé t.d. mikill munur á þessum tölvustólum sem kosta 30k eða 70k í tölvutek o.s.frv?
Síðast breytt af eplakongur á Mið 08. Ágú 2018 21:01, breytt samtals 1 sinni.


Intel i7 | nVidia Geforce GTX | Windows | BenQ | Kanye West skór


Sigurður Á
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 13:22
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Sigurður Á » Sun 05. Ágú 2018 21:07

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 933
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 33
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf braudrist » Mán 06. Ágú 2018 16:25

Herman Miller er sennilega besti alhliða tölvustóllinn (sérstaklega fyrir bakið) en þeir kosta sitt. Bestu 'Gaming' stólarnir eru DXRacer og AKRacing. Veit að einhverjir AKRacing fást í Elko en ég veit ekki með DXRacer.


Intel Core-i7 5930K 3.5GHz :: ASUS Rampage V Extreme :: Crucial BallistiX Sport 32GB DDR4 :: GeForce 1080 GTX Ti 11GB :: 1TB Samsung 960 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair 1200W


Dr3dinn
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Dr3dinn » Þri 07. Ágú 2018 11:24

Er búinn að skoða þetta í einhverja mánuði út frá verði, reviews osfr. Budget ca 100þ

Þessir gaming stólar eru flestir að fá hrikalega léleg review/dóma (ef menn fara að skoða þetta af einhverri alvöru).

Margar síður þar sem sjúkraþjálfarar, heilbrigðis starfsmenn og review-erarnir sjálfir mæla frekar með alvöru skrifstofu stólum frekar en fallegum lita stólum (gaming stólar) sem veita lítinn sem enga stuðning við mjóbakið og eru ekki hannaðir með 8klst+ setu á dag. (getur fengið ágætis skrifstofustóla á 40-500þ :) )


Vélin
antec p182 - Intel i5 6600K 3.5 ~ 3.9 GHz - 4 TB. Hdd space - 16 GB (2x8 GB) 3000 MHz Cosair - Geforce GTX 960 4gb - 1x 24" AOC 1x 28" BENQ 1x ASUS ROG Swift PG279Q Gaming Monitor - 27" 2K WQHD (2560 x 1440) IPS, overclockable 165Hz, G-SYNC.

Skjámynd

Njall_L
Gúrú
Póstar: 555
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 92
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Njall_L » Þri 07. Ágú 2018 11:56

Ég skoðaði stóla þónokkuð fyrir nokkrum árum og endaði á að fá mér Herman Miller Mirra 2 - https://www.penninn.is/is/husgogn/herman-miller-mirra-2

Það er ekki hægt að segja að neinn stóll sé "bestur". Þegar þú verslar stól þarftu að fara á millil staða og fá að prófa til að átta þig á hvaða stóll hentar þinni líkamsbyggingu og styður rétt við þig. Get ekki mælt með að kaupa stóla á netinu út frá reviews. Góður stóll er fjárfesting, oft til margra ára, og ekki gaman að kaupa bara út frá því að stóllinn lúkki vel en síðan sé hræðilegt að sitja í honum.


Tölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 512GB SSD | 14"IPS
Lyklaborð: Safn af Ducky mekanískum borðum

Skjámynd

DaRKSTaR
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 14
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf DaRKSTaR » Þri 07. Ágú 2018 12:01

er með arozzi vernezza mjög góður stóll, þreitist ekki í baki á að sitja í honum klukkutímum saman


I7 4790k @4.0Ghz | TT Water Extreme | Gigabyte Z97X G1 Gaming Black edition | Mushkin Blackline 16gb @1866mhz | Gigabyte GTX 980 G1 Gaming | Thermaltake Chaser MK-1 | 120gb Mushkin Chronos | TT 850w Grand | Benq 2765HT | Azio Mech 5 | Logitech G502 | Turtle Beach PX5 | Win 8.1 Enterprise


Höfundur
eplakongur
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf eplakongur » Mið 08. Ágú 2018 21:41

Er búinn að skoða þetta ágætlega núna. Bendir mestallt til þess að það sé best að kaupa einhvern almennilegan skrifstofustól frekar en kúl gaming stól.
Ef ég væri ekki fátækur námsmaður þá myndi ég líklegast kaupa mér Steelcase eða Herman Miller en það er ekki í boði.
Er að pæla í IKEA MARKUS, flestir mjög sáttir með þá og eiga víst að vera mikið fyrir peninginn. Ef einhver hefur einhverja reynslu endilega deilið!

Takk fyrir svörin.


Intel i7 | nVidia Geforce GTX | Windows | BenQ | Kanye West skór

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2204
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 2
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Plushy » Mið 08. Ágú 2018 22:05

Ég keypti geggjaðan skrifborðsstól í Costco. Kostaði um 35.000, frá True Wellness með einhvejru magic lumbar system. Sterkbyggður úr leðri. Mjög sáttur.


i7 2600k | Gigabyte P67A-UD3-B3 | 8 GB Blackline 1600 Mhz CL9 | Gigabyte GTX 560 SOC | Nitrox 750W | OCZ Vertex 3 120 GB SSD Max Iops


Höfundur
eplakongur
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf eplakongur » Fim 09. Ágú 2018 10:01

Plushy skrifaði:Ég keypti geggjaðan skrifborðsstól í Costco. Kostaði um 35.000, frá True Wellness með einhvejru magic lumbar system. Sterkbyggður úr leðri. Mjög sáttur.

Geggjað, ætla að fara eftir vinnu í ikea og costco og bera saman stólana


Intel i7 | nVidia Geforce GTX | Windows | BenQ | Kanye West skór

Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1318
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 7
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf fallen » Fim 09. Ágú 2018 10:06

Ég er búinn að eiga minn Markus í einhver 6-7 ár minnir mig og ég sé enga ástæðu til að skipta honum út. Mæli með.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 5x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Gigabyte Sumo Platinum 1000W | APC Back-UPS Pro 900


Höfundur
eplakongur
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf eplakongur » Fim 09. Ágú 2018 12:14

fallen skrifaði:Ég er búinn að eiga minn Markus í einhver 6-7 ár minnir mig og ég sé enga ástæðu til að skipta honum út. Mæli með.

Já held ég taki hann, hversu týpískt samt að sama dag og ég ákveð að sama dag og ég ákveð að fá mér einn enda útsölurnar, sá í gær að hann væri á útsölu og nú er hann kominn aftur í fullt verð :dissed
Annars verður það Markúsinn þar til ég verð ríkur og fer í Hermaninn.


Intel i7 | nVidia Geforce GTX | Windows | BenQ | Kanye West skór