Síða 1 af 1

Vantar aðstoð með partaval

Sent: Sun 11. Mar 2018 22:36
af Geirisk8
Sæl veriði, ég er að setja saman hackintosh tölvu sem er ætluð í hljóðvinnslu og þarf að vera mjög öflug. Ég er kominn með flesta hlutina á hreint en ég er aðeins að vandræðast því ég þarf 2x Firewire tengi og það er eiginlega úrelt, nema að kaupa PCI kort með firewire tengingum. Er það besta lausnin eða vita menn um eitthvað sniðugara?

Takk!

Re: Vantar aðstoð með partaval

Sent: Mán 12. Mar 2018 10:47
af pepsico
Það er auðveldasta og einfaldasta lausnin í uppsetningu en kannski ekki auðveldast frá notkunar sjónarmiði.
Getur skoðað FW hub sem sest í 5.25" plássin framan á turnkassanum, eða USB-tengdan utanáliggjandi FW hub.

Re: Vantar aðstoð með partaval

Sent: Mán 12. Mar 2018 16:41
af Opes
Engin Thunderbolt tengi á móðurborðinu? Ættir að geta notað Thunderbolt to Firewire Adapter.