PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Heitustu uppfærslurnar, hvernig móðurborð/hdd/cpu/gpu er best að kaupa.
Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf Nemesis » Fös 26. Jan 2018 13:49

Daginn,

Mig vantar vél fyrir myndvinnslu/klippivinnu/kvikmyndagerð og er að hugsa um að skipta úr Mac yfir í PC.

Besti kosturinn Mac megin virðist vera 5K iMac 27" sem kostar 380k með 512GB SSD drifi, þ.e. þessi hér:

https://www.epli.is/mac/imac-2017/imac- ... d2017.html

Mig vantar hins vegar ekki nýjan skjá, er með tvo fína, stóra skjái með DVI tengjum, svo þá væri ég farinn að borga ansi mikið bara fyrir að halda mig við Mac.

Ég er því að íhuga að færa mig yfir í PC turn. Myndi vilja taka fyrirfram samsettan turn til að spara fyrirhöfn. Skoðaði hjá helstu söluaðilunum og líst ágætlega á þennan hér:

https://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-d ... vutilbod-4

Hann virðist vera með svipaða specca í GPU og SSD, meira vinnsluminni, og aðeins betri örgjörva.

Þrennt sem væri gagnlegt að heyra álit ykkar á:

1) Væri þessi PC turn besti/mest "future-proof" valkosturinn fyrir mig, miðað við budget upp á 200k?

2) Þarf ég að pæla í Meltdown/Spectre, er AMD kannski orðinn betri kostur núna eftir þessa Intel patcha?

3) Hefur einhver reynslu af því að færa sig yfir úr Final Cut? Eru flestir sem nota PC í klippivinnu að nota Premiere?Skjámynd

AndriPetur
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 19. Júl 2014 15:24
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf AndriPetur » Fös 26. Jan 2018 14:01

Pæling kannski að byggja sinn eigin turn sem er meira miðaður að betri Örgjörva (helst fleiri cores) og svipað gpu.
Meltdown/Spectre er ennþá smá óljóst en þó örgjörvar sem eru í nýrri kantinum eru almennt betur settir fyrir það vandamál.
Ég get talað við þig í pm til þess að mæla með specs í klippi tölvu. Er sjálfur að vinna við að klippa tónlistarmyndbönd og fleira.Skjámynd

AndriPetur
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 19. Júl 2014 15:24
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf AndriPetur » Fös 26. Jan 2018 14:10

https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... 4-8-kjarna
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... geance-lpx
https://www.att.is/product/msi-gtx1060- ... x10603gtoc
https://tolvutaekni.is/collections/hard ... -0gb-s-ssd
https://tolvutaekni.is/products/asus-pr ... 4xddr4-m-2
https://www.att.is/product/corsair-cx75 ... hljodlatur
https://www.tl.is/product/silencio-550-hljodeinangradur


Hérna er mega næs build sem endar í sirka 180k
Er með mikið betra performance að klippa síðan er auka 2 pláss fyrir 2 auka ram stick ef þú vilt stækka það í framtíðinni.
Síðan restin af peningnum getur farið í fínan harðan disk fyrir öll stóru projectin.
;)Skjámynd

AndriPetur
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 19. Júl 2014 15:24
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf AndriPetur » Fös 26. Jan 2018 14:14

Síðan er ég að nota einmitt final cut pro og premiere pro á sama tíma pc og mac semsagt.
Premiere er mikið einfaldara en maður á von á, Final cut er auðvitað samt fyrsta val mitt ef ég er að reyna að bomba einhverju út á 5 min en allt annað set ég í premiere að því það er með svo rosalega kröftug tools.
Btw ég var að taka eftir að þú vilt samsetta tölvu, ég get alveg tekið það að mér að setja hana saman. Tekur enga stund.
blitz
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 53
Staða: Ótengdur

Re: PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf blitz » Fös 26. Jan 2018 14:50

AndriPetur skrifaði:https://tolvutaekni.is/collections/orgjorvar/products/amd-ryzen-7-1700x-3-4ghz-am4-8-kjarna
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... geance-lpx
https://www.att.is/product/msi-gtx1060- ... x10603gtoc
https://tolvutaekni.is/collections/hard ... -0gb-s-ssd
https://tolvutaekni.is/products/asus-pr ... 4xddr4-m-2
https://www.att.is/product/corsair-cx75 ... hljodlatur
https://www.tl.is/product/silencio-550-hljodeinangradur


Hérna er mega næs build sem endar í sirka 180k
Er með mikið betra performance að klippa síðan er auka 2 pláss fyrir 2 auka ram stick ef þú vilt stækka það í framtíðinni.
Síðan restin af peningnum getur farið í fínan harðan disk fyrir öll stóru projectin.
;)


Fínt build en er þetta PSU ekki overkill?

Nokkrir þúsundkallar sparaðir með því að taka þetta: https://att.is/product/corsair-cx500-af ... hljodlatur

Annars væri eflaust fínt fyrir OP að fara í att eða tölvutækni og láta þá henda saman Ryzen 1700 vél með 16gb ddr4 og SSD.


PS4


IM2PRO4YOU
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Fim 13. Sep 2012 19:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf IM2PRO4YOU » Fös 26. Jan 2018 15:05

Tölvutilboðin hjá Tölvutek eru bara hugmyndir í raun og veru, Ekkert mál að breyta íhlutum í tilboðinu :D


Gigabyte Z370 AORUS Gaming 7 • i5-8600K @ 5Ghz • GeForce GTX 1070 • 2x8GB Corsair Vengeance RGB 3600Mhz • Samsung 850 Evo 250gb • Plextor 512gb S3C • Seasonic Prime Platinum 750W • Phanteks Enthoo Pro M Special Edition • Arctic Freezer 33 eSports Edition White • BenQ XL2411p 144Hz • AOC G2460P 144Hz

Lyklaborð - Ducky Shine 6 • Ducky Year Of The Dog • Ducky One 2 Mini

Sími - OnePlus 6T 8+256GB

Skjámynd

AndriPetur
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 19. Júl 2014 15:24
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf AndriPetur » Fös 26. Jan 2018 15:18

blitz skrifaði:
AndriPetur skrifaði:https://tolvutaekni.is/collections/orgjorvar/products/amd-ryzen-7-1700x-3-4ghz-am4-8-kjarna
https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... geance-lpx
https://www.att.is/product/msi-gtx1060- ... x10603gtoc
https://tolvutaekni.is/collections/hard ... -0gb-s-ssd
https://tolvutaekni.is/products/asus-pr ... 4xddr4-m-2
https://www.att.is/product/corsair-cx75 ... hljodlatur
https://www.tl.is/product/silencio-550-hljodeinangradur


Hérna er mega næs build sem endar í sirka 180k
Er með mikið betra performance að klippa síðan er auka 2 pláss fyrir 2 auka ram stick ef þú vilt stækka það í framtíðinni.
Síðan restin af peningnum getur farið í fínan harðan disk fyrir öll stóru projectin.
;)


Fínt build en er þetta PSU ekki overkill?

Nokkrir þúsundkallar sparaðir með því að taka þetta: https://att.is/product/corsair-cx500-af ... hljodlatur

Annars væri eflaust fínt fyrir OP að fara í att eða tölvutækni og láta þá henda saman Ryzen 1700 vél með 16gb ddr4 og SSD.Já algjörlega er alveg sammála. :DSkjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Lau 27. Jan 2018 11:29

Svo má ekki gleyma því að Tölvutek er með dýrustu tölvuverslunum landsins, getur fengið mun betri tilbúna turna með því að leita annað. Myndi einmitt skoða Ryzen vélarnar fyrir myndvinnslu þar sem þú ert að fá rosalega marga kjarna fyrir peninginn.

Þessar hér t.d.

https://kisildalur.is/?p=2&id=3503

https://www.att.is/product/amd-turn-5-1aamd-turn-5

Svo er þessi góð líka, gætir látið þá breyta tilboðinu með aflminna skjákorti og þannig auðveldlega dottið niður í kringum 200 þús.

https://tolvutaekni.is/collections/mynd-og-hljodvinnsla/products/52572Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1171
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 240
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PC turnkassi fyrir myndvinnslu?

Pósturaf kiddi » Lau 27. Jan 2018 11:48

Heilt yfir þá er Intel 8700K að standa betur en Ryzen 1800x í nær allri myndvinnslu, nema í 3D, en þar er ekki mikill munur. Klukkuhraði trompar kjarnafjölda í flestum real-life tilfellum. Öflugasta "all-round" myndvinnslu- og leikjatölvan í dag sem er á viðráðanlegu verði væri 8700K með 32GB RAM og t.d. 1070GTX. Adobe svítan græðir hlutfallslega mjög lítið á því að uppfæra í 1080 eða Titan kort, en DaVinci Resolve hinsvegar syngur með öflugri kortunum. Ég á sjálfur 960, 1070, 1080 og 1080 Ti kort í mínum mörgu tölvum og hef verið að gera samanburðar test t.d. á Media Encoder & Premiere exportum með CUDA stuðningi og munur á milli korta er sáralítill og í engu samhengi við verðmun.

Á Pugetsystems.com er hægt að finna mjög mörg vönduð samanburðarpróf þar sem þessir helstu örgjörvar eru bornir saman í nær öllum forritum sem eru notuð í dag í myndvinnslu- & CAD heiminum.

Mynd
Mynd
Mynd