Síða 1 af 1

Stilla tölvuskjái

Sent: Sun 21. Jan 2018 20:04
af Dúlli
Hvernig er best að stilla skjáina ?

Mér finnst ég aldrei ná að stilla þetta rétt, oft virðist stillingar henta vel á einum staða en koma illa á öðrum.

Er líka í vandræðum með að stilla 3x skjái sem eru af mismunandi gerð. Hvað stillingar eru bestar eða algengastar ?

Re: Stilla tölvuskjái

Sent: Mán 22. Jan 2018 13:23
af Benzmann
hvaða stillingar ertu að tala um ?

Re: Stilla tölvuskjái

Sent: Mán 22. Jan 2018 13:58
af kiddi
Besta leiðin til að stilla skjái er að notast við skjákvarða, en það er búnaður sem mælir birtu og lit frá skjám og núllstillir svo allt sé rétt.

https://www.beco.is/spyder-skjakvardar/
https://www.netverslun.is/Hljod-og-mynd ... 220.action

Svo er líka hægt að gera þetta með aðstoð hugbúnaðar og það er innbyggt calibration tól innan í Windows 10, opnaðu Start menu og skrifaðu "Calibrate display color" og þá kemur upp tól sem hjálpar þér að finna bestu stillinguna. Ég mæli samt eindregið með alvöru skjákvarða ef þér er alvara með þetta.

Re: Stilla tölvuskjái

Sent: Mán 22. Jan 2018 14:38
af Haukursv
Best er eins og Kiddi segir að splæsa í svona Skjákvarða, ef þú tímir því ekki er bara að nota svona online eða windows calibratora. Finnst það alveg nægilega gott fyrir basic vefráp og tölvuleiki. Skjákvarðinn er samt möst ef þú ert að vinna ljósmyndir eða vídeo og þess háttar finnst mér.

Re: Stilla tölvuskjái

Sent: Mán 22. Jan 2018 17:22
af Dúlli
Akkurat, Þarf nefnilega ekki svona pro, bara eitthvað eins og @haugursv var að nefna.

@kiddi, er búin að reyna að nota þetta color dæmi í windows 10 en fæ alltaf villumeldingu.

Re: Stilla tölvuskjái

Sent: Mán 22. Jan 2018 17:35
af kiddi
Þetta er eitthvað skrítið, prófaðu að reinstalla GPU driverum? Þetta tól svínvirkar hjá mér.

Re: Stilla tölvuskjái

Sent: Mán 22. Jan 2018 17:37
af Dúlli
Ég var nefnilega búin að prufa það.

Gæti skjákortið verið of gamalt ? er að keyra á 5770 :face sem ég er búin að vera að reyna að uppfæra í dágóðan tíma.