cpu móðurborð og kassi


Höfundur
Raskolnikov
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

cpu móðurborð og kassi

Pósturaf Raskolnikov » Þri 02. Jan 2018 13:11

Sælir,

Mig langar til að uppfæra cpu+móðurborð+kassa í tölvunni minni. Á þegar GTX 1060, harða diska og minni.

Þessi vél mun ekki gera neitt merkilegra en spila tölvuleiki. Er að spá að kaupa 1700x hjá tölvutækni (þeir eru með hann miklu ódýrari en allir aðrir af einhverjum ástæðum https://tolvutaekni.is/products/amd-ryz ... 2173443099).

En ég þarf að fá móðurborð sem passar í þetta. Er að velta því fyrir mér hvað ég kemst upp með að hafa ódýrt móðurborð. Einhverjar tillögur fyrir mann sem veit ekkert um móðurborð?

Svo þarf ég jafnframt nýjan kassa. Mér finnst kassar í dag almennt vera allt of stórir. Einhverjir sem eru sammála því og hafa tillögu um kassa sem er nógu stór til að geyma MSI GTX 1060 3GB GAMING X en er samt ekki eitthvað skelfilegt flykki?

Ef einhver er með tillögu um besta bang-for-buck cpu+mobo+kassa combo á 60-100þ þá væri það vel þegið.

Ég á þegar aflgjafa sem ég keypti í fyrra Xigmatek X-Calibre 600W (https://kisildalur.is/?p=2&id=2454) - þarf ég nokkuð að uppfæra hann?


Allar athugasemdir vel þegnar.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: cpu móðurborð og kassi

Pósturaf DJOli » Þri 02. Jan 2018 13:23

Neðst á þessari síðu vinur :) (AMD AM4)

https://www.vaktin.is/index.php?action= ... lay&cid=16


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: cpu móðurborð og kassi

Pósturaf pepsico » Þri 02. Jan 2018 13:51

i3-8350k er á fáránlega góðu verði, tuttugu þúsund, og stendur sig álíka og 8700k og 7700k í mörgum leikjum t.d. PUBG og CS:GO.

https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... -8mb-cache
https://tolvutaekni.is/collections/modu ... rvakaeling

Hérna ertu kominn með íhluti á 45 þúsund sem munu standa sig furðu vel í tölvuleikjum.

https://www.youtube.com/watch?v=qpXtbRvsPPU
https://www.techspot.com/article/1532-p ... enchmarks/
https://www.youtube.com/watch?v=jrlLgbqqEpQ




Höfundur
Raskolnikov
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: cpu móðurborð og kassi

Pósturaf Raskolnikov » Þri 02. Jan 2018 16:23

Hmm já, samt ansi mikill munur á 8350k og 1700 á t.d. cpubenchmark.net (9509 / 14619 stig) og ég tími alveg að borga aðeins meira fyrir eitthvað sem mun endast mér í nokkur ár. Er að lesa núna að það sé of lítill munur á 1700 og 1700X til að það borgi sig að fara í X. Þá fylgir kæling með 1700 en ekki 1700x.

Er kominn á þetta combo núna. Er eitthvað hægt að setja út á þetta, eða er eitthvað betra til fyrir sömu fjárhæð?

Mynd




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: cpu móðurborð og kassi

Pósturaf pepsico » Þri 02. Jan 2018 19:33

Almenn benchmarks segja meira til um getu örgjörva til að vera workstation tölvur heldur en gaming tölvur.
Enginn leikur í dag að mér vitandi getur nýtt þessa átta kjarna á Ryzen 1700 en samt fær hann stigin fyrir þá alla.
i3-8350k hefur sigurinn í öllum leikjum sem ég hef skoðað og þó að það geti breyst þegar leikir fara að geta nýtt fleiri kjarna
þá er sú bjartsýni ekki eitthvað sem ég myndi miða buildið mitt við í dag.

https://youtu.be/okh7uDPi5Kg?t=70

Skoðaðu endilega betur hver staðan í þessum leik eða leikjum sem þú ætlar að spila.