Gallað skjákort ?


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Gallað skjákort ?

Pósturaf capteinninn » Fim 03. Ágú 2017 22:51

Er með nokkurra mánaða gamalt GTX 1070 kort og ég er allt í einu að lenda í því að kortið drepur HDMI outputtið þegar ég er að spila leiki.

Þegar þetta gerist heyri ég miklu meira í GPU viftunni en ég er ekki að sjá hitastigið í neitt rosalegum tölum (65-85°c).
Er ekki búinn að prófa að nota önnur outputs til að athuga hvort þetta sé bara bundið við HDMI en miðað við hávaðann sem kemur alltaf í gang held ég að það sé eitthvað funky í gangi með kortið.

Er búinn að reinstalla driverum en reyndar ekki strauja Win10 því ég held að það sé bara ekki vandamálið.

Kannast einhver við þetta?