Tölva postar ekki

Skjámynd

Höfundur
Frost
Besserwisser
Póstar: 3170
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Tölva postar ekki

Pósturaf Frost » Fim 25. Maí 2017 18:53

Sælir. Þannig er mál með vexti að vinur minn uppfærði tölvuna sína og seldi vini okkar gömlu íhlutina sína (MB, RAM, GPU og CPU). Allir hlutirnir virkuðu fullkomnlega áður en eftir að við fluttum þá yfir þá postar ekki tölvan.

Það sem ég er búinn að prófa að gera:
Herða á CPU kælingu
Prófa mismunandi RAM
Prófa annað skjákort
Aftengja og tengja allt aftur
Prófa annan aflgjafa
Resetta CMOS

Móðurborðið sýnir alltaf 22 debug kóða en hann er ekki í manualinum.

Íhlutir:
i7 2600k
EVGA P67 SLI
16GB DDR3 1600Mhz
GTX 970
Antec 750w aflgjafi

Næsta skref (þegar ég nenni) er að taka allt úr tölvukassanum til að athuga hvort móðurborðið sé að short-a einhversstaðar.
Eruð þið með einhverjar uppástungur? Ég stend alveg á gati með þetta...


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Tölva postar ekki

Pósturaf pepsico » Fim 25. Maí 2017 19:15

EVGA debug kóði 22 er vandamál við að ræsa vinnsluminnið.

Spurning um að prófa aftur að setja stök vinnsluminni í og prófa þá líka öll vinnsluminnis slottin.

Næst myndi ég prófa að taka allar viftur sem eru tengdar við móðurborðið úr sambandi, láta þær í önnur tengi á móðurborðinu, eða tengja þær beint við aflgjafann.



Skjámynd

Höfundur
Frost
Besserwisser
Póstar: 3170
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Tölva postar ekki

Pósturaf Frost » Lau 27. Maí 2017 23:41

Vandamálið er komið í ljós (held ég). Tók allt úr kassanum og prófaði að kveikja á öllu utan kassa, virkaði þá. Setti allt saman og tók eftir að það vantaði einn stand hjá honum, setti nýjan í og allt í lagi eftir það.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól