Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf Nemesis » Mið 03. Maí 2017 17:04

Ég er með Mac Pro 1,1 (2006 árgerð) sem ég nota til að gera sjónvarpsþætti í Final Cut Pro.

Ég er farinn að finna fyrir því að vélin sé mjög hæg. Hörðu diskarnir eru farnir að skrölta, marglitaði sundboltinn birtist reglulega, gluggar í Finder opnast seint og vélin á erfitt með að spila myndefni í Final Cut án þess að það hökti.

Hér eru upplýsingar um vélbúnaðinn:
2x 2.66GHz Dual-Core Intel Xeon örgjörvar
4x 2GB 667MHz DDR2 ECC vinnsluminni
NVIDIA GeForce 7300 GT 256MB skjákort

Upphaflega planið var að kaupa bara nýja vél. En Apple hefur verið mjög lélegt að uppfæra Mac Pro og það virðist ekki vera von á nýrri vél fyrr en einhverntíman á árinu 2018. Mig langar því til að uppfæra núverandi vél til að fá 1-2 ár í viðbót út úr henni, amk þar til ný vél kemur í sölu.

Ég er búinn að panta 240GB SSD drif og PCI express kort til að setja í vélina. Planið mitt er að installa stýrikerfinu upp á nýtt á það drif til að hún verði hraðari. Þetta er það sem ég pantaði: https://eshop.macsales.com/item/OWC/SSDACL6GE240/

Til viðbótar er ég að velta fyrir mér nokkrum hlutum í viðbót:

* Mér sýnist ég hafa gert mistök þegar ég pantaði PCIe kortið með SSD drifinu. Hraðinn er limitaður við 200MB/s því Mac Pro 1,1 notar gamla útgáfu af PCI express. Ég get hins vegar náð nær 300MB/s ef ég set SSD-drifið í 3,5 slott. Er hægt að kaupa millistykki á Íslandi til að láta 2,5 tommu SSD passa í pláss fyrir 3,5 tommu drif?
* Þegar ég vinn í sjónarpsþáttum þarf ég að nota annan disk því skrárnar eru stærri en SSD drifið ræður við. Ætti ég að skipta út 3,5 tommu diskunum líka fyrir nýjan stóran 3,5 tommu disk? Eða skiptir ekki máli fyrir frammistöðu þótt diskarnir séu farnir að skrölta?
* Ætti ég að skipta út skjákortinu líka? Sýnist af netinu að það geti verið svolítið flókið. Get ég keypt skjákort hér heima á ca. 5-15k sem myndi hjálpa mikið fyrir Final Cut?
* Borgar sig fyrir mig að fara framhjá 32-bita takmörkuninni og installa nýrra stýrikerfi en Lion? Mun það gera tölvuna mína hraðari - eða kannski hægari?
* Vélin er farin að hitna óvenjulega mikið. Er eitthvað viðhald sem ég get framkvæmt á vélbúnaðinum, í ljósi þess að hún er 11 ára gömul?

Ef einhver hefur reynslu eða þekkingu á þessum atriðum væri öll ráðgjöf vel þegin.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf upg8 » Mið 03. Maí 2017 17:11

Það er margt sem þú getur gert en þú værir líklega betur settur með og minni útgjöld að kaupa þér notaða PC íhluti og útbúa þér Hackintosh vél ef þú ert háður því að nota macOS


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf Viktor » Mið 03. Maí 2017 17:20

Ég myndi bara fá mér almennilega PC vél og nota Premiere þangað til að Apple hysjar upp um sig buxurnar. Það er allt brjálað í "Pro" samfélaginu út í Apple, og flestir að færa sig yfir í PC.

Tóm steypa að eyða fullt af pening til að fá lélega uppfærslu á 11 ára gamalli vél.

Eða eins og bent er á - Hackintosh dedicated vél.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf Nemesis » Mið 03. Maí 2017 17:35

Þetta eru ekki gagnleg svör.

Það er grunnforsenda hjá mér að halda áfram í Final Cut. Ég er með stór verkefni í gangi og það væri óraunhæft að færa þau yfir í nýtt platform á þessu stigi. Planið mitt er þess vegna að fá meiri tíma út úr núverandi vél með hagkvæmum hætti.

Sá vélbúnaður sem ég spurði út í er 2,5 í 3,5 umbreytir, harður diskur og skjákort. Enginn af þessum íhlutum er Mac-specific.




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf linenoise » Mið 03. Maí 2017 17:52

Nemesis skrifaði:Þetta eru ekki gagnleg svör.

Það er grunnforsenda hjá mér að halda áfram í Final Cut. Ég er með stór verkefni í gangi og það væri óraunhæft að færa þau yfir í nýtt platform á þessu stigi. Planið mitt er þess vegna að fá meiri tíma út úr núverandi vél með hagkvæmum hætti.

Sá vélbúnaður sem ég spurði út í er 2,5 í 3,5 umbreytir, harður diskur og skjákort. Enginn af þessum íhlutum er Mac-specific.


Þú minnist á að þú viljir uppfæra í nýja Pro vél eftir 1-2 ár. Það er verið að benda þér á að þú getir eignast mun ódýrari Pro vél núna strax ef þú ferð yfir í Hackintosh. Sami platform, ný vél.

Varðandi skjákort. Hvaða útgáfu af Final Cut? Notar sú útgáfa yfirhöfuð GPU accelleration? Annars ættirðu að geta keypt skjákort sem er MUN betra en það sem þú ert með hér á vaktinni á 10K. Ef þú vilt nýtt þá er það ódýrasta sem þú ættir að eyða peningi í kringum 20-25K. Nýtist nýtt skjákort þér ef PCI er svona lélegt?

Varðandi SSD. Þú mátt láta SSD diskinn rjátla í vélinni. Hann skemmist ekki við það. Þú ættir líka að geta fest hann í 3.5 slot, en kannski ekki á gamalli vél. En svo ég svari spurningunni, jú þetta stykki er til. https://www.computer.is/is/product/grin ... 5-ib-ac643

Kauptu nýjan HDD áður en þú missir gögnin þín. Í guðanna bænum. Hvað segir SMART um diskinn þinn?

Hiti. Er hún rykug? Hreinsa. Er hitinn bara í örgjörva? Þarf kannski að skipta um kælikrem?

Fáðu þér nýja tölvu! Þetta er vinnutækið þitt og ef þú setur saman Hackintosh þá verðurðu með þúsund sinnum betra tæki í höndunum. Þú gætir jafnvel farið yfir í nýja mac mini og hún væri hraðvirkari að öllu leyti.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf Viktor » Mið 03. Maí 2017 18:02

Nemesis skrifaði:Þetta eru ekki gagnleg svör.


Truth hurts :fly

Þú færð ekkert út úr þessari vél með hagkvæmum hætti.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3838
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf Tiger » Mið 03. Maí 2017 19:43

Nemesis skrifaði:Þetta eru ekki gagnleg svör.

Það er grunnforsenda hjá mér að halda áfram í Final Cut. Ég er með stór verkefni í gangi og það væri óraunhæft að færa þau yfir í nýtt platform á þessu stigi. Planið mitt er þess vegna að fá meiri tíma út úr núverandi vél með hagkvæmum hætti.

Sá vélbúnaður sem ég spurði út í er 2,5 í 3,5 umbreytir, harður diskur og skjákort. Enginn af þessum íhlutum er Mac-specific.



Er ánægður með þennan metnað í þér að vilja halda þessari fram að 2018 MacPro uppfærslu og sammála þér að svörin eru ekki mjög gagnleg en við því er að búast hérna þegar rætt er um Apple.....been there done that.

Því miður hef ég ekki mikið umfram það sem Nemesis hafði um málið að segja. Veit heldur ekki hvort Hachintosh sé kostur, hef oft hugsað það en ekki þorað þá leið ennþá, jú mun koma vélinni upp á vandræða en skíthræddur við öll update ofl.

Vona að Frú 1.1 lifi rúmt ár í viðbót.


Mynd


linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf linenoise » Mið 03. Maí 2017 19:49

Tiger skrifaði:Því miður hef ég ekki mikið umfram það sem Nemesis hafði um málið að segja.


Aftur. Ný Mac Mini er að mér sýnist betri að öllu leyti en þessi fornaldargripur. Væri ráð að skella sér á iMac?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf kiddi » Mið 03. Maí 2017 21:27

Ég starfa við kvikmyndagerð og eftirvinnslu og hef gert síðastliðin 20+ ár, hef unnið á Mac & PC til skiptis,er umkringdur mökkum af öllum stærðum á skrifstofunni, ásamt Windows vélum og Hackintosh vélum. Ég tek undir með strákunum að það er ekkert vit í því að reyna að uppfæra þessa Mac Pro 1.1 vél því vélin sjálf er svo takmörkuð, að þú ert í raun að henda pening með því að kaupa í hana íhluti til að hnoða lífi í hana. Tiltölulega nýleg Mac Mini sem styður USB3 væri hagkvæmasta millilendingin þar til næsta kynslóð Mac Pro kemur. Með Mac Mini + USB3 getur þá fengið þér hraðvirka stóra harða diska fyrir hráefnið, og Mac Mini vélarnar fást með SSD diskum. iMac er auðvitað frábær kostur líka, jafnvel betri kostur þar sem hann býr yfir öflugra skjákorti en Mac Mini sem myndi gagnast vel í nútíma klippiforritum - allar þessar vélar munu standa sig betur en þessi gamla Mac Pro 1.1, enda er hún komin til ára sinna og löngu búin að vinna inn fyrir laununum sínum.

Hafandi sett upp nokkrar Hackintosh vélar, þá eru þær tvímælalaust langmesta aflið fyrir peninginn en þær geta verið algjör martröð í umgengni fyrir fólk sem nennir ekki eða hefur ekki tíma fyrir bilanagreiningu þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Kauptu nýlega eða nýja Mac Mini eða iMac, sérð ekki eftir því :)
Síðast breytt af kiddi á Mið 03. Maí 2017 21:38, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf kiddi » Mið 03. Maí 2017 21:34

En svo til að vera gagnlegur, þá eru nokkur svör hér við nokkrum af upprunalegu spurningunum.

Millistykki til að festa 2.5" drif í eitt af þessum 4 slottum:
https://eshop.macsales.com/item/OWC/MMP35T25/

Ef efnisdiskurinn er farinn að skrölta þá ætla ég rétt að vona að þú eigir afrit :) En já þú getur grætt afköst með því að uppfæra í nýjan disk, stórir diskar eru að öllu jöfnu hraðvirkari en minni diskar sökum meiri þéttni af upplýsingum per X flatarmál. Mæli með 4TB 7200rpm diskum.

Þú færð ekkert skjákort út úr búð á Íslandi í dag sem mun virka í Mac Pro 1.1 vélinni, ekki nema sem secondary skjákort. Mac Pro þurfa custom firmware í skjákortin til að geta ræst sig upp á þeim, þarft að kaupa Mac útgáfu af skjákorti einhversstaðar frá - hvaðan veit ég ekki.

Varðandi 32-bit vs 64-bit, þá reikna ég með að þú ert að nota gamla FCP7 en ekki nýja FCPX - með gamla FCP ertu ekkert að græða því forritið sjálft er ekki 64-bit. Gamla FCP7 er líka skelfilega hægvirkt í dag því það notast eingöngu við CPU afl en notar enga reiknigetu frá skjákortunum. Bæði FCPX nýja og Premiere eru mörgum sinnum öflugri og fljótari að vinna með myndefni sökum stuðnings við nútíma skjákort.

Varðandi hita, þá er eina ráðið að rykhreinsa aflgjafa og viftur held ég og vona það besta.

Eitt að lokum - það er ekkert mál að yfirfæra risastór verkefni frá FCP yfir í Premiere í dag, við gerum það reglulega í vinnunni þegar við tökum við sjónvarpsþáttum, heimildamyndum og kvikmyndum héðan og þaðan svo við getum klárað eftirvinnslu, þeas. litaleiðréttingu, samsetningu og hljóðvinnslu. En þeim fer ört fækkandi sem nota FCP7 :)



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á Mac Pro 1,1: ráðleggingar?

Pósturaf Viktor » Þri 23. Maí 2017 01:18





I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB