Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl? [Listi yfir 144Hz og Freesync skjái]

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl? [Listi yfir 144Hz og Freesync skjái]

Pósturaf Viktor » Sun 23. Apr 2017 23:43

Ég hef eitthvað verið að gúggla mig til um hver munurinn er á 1ms LCD skjá og 5ms LCD skjá.

Hef komist að þeirri niðurstöðu að flestir framleiðendur sýna G2G(gray to gray) millisekúndur vegna þess að þær eru alltaf lægri tala en upprunalega mælieiningin sem var B2W (black to white) - sem sagt - sölubrella.

Sem leiðir okkur að því, samkvæmt sem ég hef lesið, að þessar tölur sem framleiðendur gefa upp er bara einhver tala sem er í raun ekki mark á takandi og hefur ekkert að segja hvort skjár með 1ms G2G sé betri en skjár með 5ms G2G þar sem talan sem við eigum í raun að vera skoða er input lag, þ.e. hvað það líður langur tími frá því að eitthvað gerist í tölvunni þangað til að það er komið upp á skjáinn þinn - sem framleiðendur gefa ekki upp sjálfir. Sem er skiljanlegt, því G2G talan er lægri og söluvænlegri.

Hér er linkur á gagnagrunn fyrir input lag: https://displaylag.com/display-database/

Takið eftir því að skjáir með 144Hz og 1ms á pappír eru ekki með lægsta input laggið. Efst á lista er 60Hz 4ms Acer skjár með 09ms input lag.

Maður hefur oft heyrt umræðuna um að augað skynji ekki meira en 30-60fps en þeir sem spila competetive tölvuleiki fullyrða auðvitað allir að það er munur á því að spila í 30fps og 100fps. En þarf maður að fara yfir 100fps? Ég veit að það þarf hátt refresh rate á skjá fyrir 3D en ég er að tala um í venjulega CS:GO spilun til dæmis.

Er einhver ástæða fyrir því að fara í 144Hz? Ætti maður að stilla fps_max í refresh rate á skjánum sínum? Langflestir skjáir eru að keyra á 60Hz.

Svo að efninu, langar í budget 24" skjá eða stærri fyrir CS:GO, einhver tips á það? Með lágu input lag, að sjálfsögðu :lol:

Tek fram að ég er bara rétt að byrja að skoða þetta, ekki taka þessu sem einhverjum heilögum sannleik, heldur pælingum.

edit: Langflestir 144Hz skjáir á displaylag.com eru með lágu input lag(10-13ms) svo það eru yfirleitt góðir kostir, en þó eru nokkrir með um 30ms svo það er ágætt að skoða það fyrst.

edit2:

niðurstaða:

Minni upplausn, færri litir = Lægra input lag.
Fyrir competetive gaming eins og CS:GO þar sem snerpan skiptir mestu máli þá er TN panel FullHD 1920x1080 100Hz+ með lágu input lag 10-30ms málið. Einnig ef þú ætlar að uppfæra í betri skjá með lágt budget, um 50þ.

Hærri upplausn, betri litir = Hátt input lag.
Fyrir upplifun í single-player og less-competetive leikjum þar sem input lag skiptir minna máli eins og Crysis, Far Cry, GTA osfrv. þá er IPS 2560 X 1440 eða 4K klárlega málið, en það er töluvert dýrari panell með betri litum en í dag eru þeir skjáir að kosta 100k+.

Freesync og G-sync er svo alltaf plús, svo það séu ekki fleiri en einn rammi á skjánum í einu, en venjulegt fólk kemur ekki til með að taka eftir mun á Nvidia G-Sync og AMD Freesync, og Freesync er alltaf ódýrari kostur.


144Hz:
https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-xr350 ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/acer-xb271 ... ar-svartur
https://www.att.is/product/aoc-24-g2460pf-skjar
https://www.att.is/product/aoc-27-g2770pf-skjar
https://www.att.is/product/asus-27-mg279q-ips-skjar
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=3212
https://kisildalur.is/?p=2&id=2336
https://www.tl.is/product/27-mg279q-144 ... -2560x1440
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/27-led-tolvus ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/24-mg248q-144 ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/24-242g5djeb- ... -1920x1080
https://www.computer.is/is/product/skja ... ekkanlegur
https://www.computer.is/is/product/skja ... mi-dv-d-dp
https://odyrid.is/vara/benq-zowie-xl241 ... ar-svartur
https://odyrid.is/vara/benq-zowie-xl272 ... ar-svartur
https://odyrid.is/vara/benq-zowie-xl273 ... ar-svartur
https://odyrid.is/vara/benq-zowie-xl273 ... ar-svartur
https://elko.is/samsung-28-4k-uhd-tolvuskjar
https://elko.is/aoc-27-tolvuskjar-g2770pf

27" Freesync:
https://odyrid.is/vara/benq-zowie-xl273 ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.att.is/product/aoc-27-g2770pf-skjar
https://www.att.is/product/asus-27-mg279q-ips-skjar
https://www.tl.is/product/27-mg279q-144 ... -2560x1440
https://www.tl.is/product/27-led-tolvus ... -1920x1080
https://www.computer.is/is/product/skja ... mi-dv-d-dp
https://elko.is/aoc-28-60hz-amd-freesyn ... c28u2879vf
https://elko.is/samsung-28-4k-uhd-tolvuskjar
https://elko.is/aoc-28-60hz-amd-freesyn ... c28u2879vf

24" Freesync:
https://www.att.is/product/aoc-24-g2460pf-skjar
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080
G-Sync:
https://tolvutek.is/vara/acer-xb271hu-2 ... ar-svartur
https://tolvutek.is/vara/acer-x34a-34-i ... ar-svartur
https://elko.is/lenovo-27-144hz-nvidia- ... 65c1gac1eu
https://elko.is/acer-skjar-34-predator-ac34predx34a
https://elko.is/acer-27-wqhd-skjar-144h ... 7xb271hubm
https://elko.is/acer-predator-28-uhd-tolvuskjar
https://elko.is/acer-27-skjar-nvidia-g-sync
Síðast breytt af Viktor á Þri 09. Maí 2017 13:12, breytt samtals 13 sinnum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


agust1337
Gúrú
Póstar: 514
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf agust1337 » Mán 24. Apr 2017 00:35

Ég hef eitthvað verið að gúggla mig til um hver munurinn er á 1ms LCD skjá og 5ms LCD skjá.

Hérna er 1ms (144 hz) vs 6ms (60hz)

En þarf maður að fara yfir 100fps?



Ég veit að það þarf hátt refresh rate á skjá fyrir 3D en ég er að tala um í venjulega CS:GO spilun til dæmis.

Já, það er betra, sérstaklega fyrir CSGO þar sem þú þarft að geta brugðist við hratt, meira fps gefur þér kleift á því að hindrast ekki.

Er einhver ástæða fyrir því að fara í 144Hz?

Já, once you go 144hz you don't go back.
Það er ekki hægt að lýsa því hversu gott 144hz er miðað við 60hz



Ætti maður að stilla fps_max í refresh rate á skjánum sínum?

Nei, alltaf að fara í það hæsta sem hægt er, meira FPS gefur mjúkari upplifun.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf upg8 » Mán 24. Apr 2017 00:51

Mikilvægara en að eltast við hátt refresh rate er að skjárinn styðji við VESA Adaptive Sync sem er opinn staðall sem bæði Display Port og HDMI notast við þar sem það er framtíðin. Fólk verður að taka sig saman og þrýsta á nVIDIA að hætta með þetta G-Sync lock-in. Jafnvel sjónvörp og næstu kynslóðir af leikjatölvum munu nostast við VESA Adaptive Sync. Best að kalla þetta svona formlegu nafni því nVIDIA aðdáendur fara alveg í kerfi þegar þeir heyra að FreeSync sé staðall...

Þessi myndbönd hér að ofan eru gott dæmi þar sem breytilegt refresh rate myndi hjálpa ekki síður ef ekki betur en 144Hz skjár. Það er ekkert eðlilegt við svona mikið tearing. Annars er kannski bara best fyrir ykkur að fá gamla rykfallna túbuskjái ef input lag er svona mikið issue fyrir ykkur
:guy


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Viktor » Mán 24. Apr 2017 00:54

agust1337 skrifaði:
Ég hef eitthvað verið að gúggla mig til um hver munurinn er á 1ms LCD skjá og 5ms LCD skjá.

Hérna er 1ms (144 hz) vs 6ms (60hz) [youtube]https://www.youtube.com/watch?v=Ax8NxWn48tY

En þarf maður að fara yfir 100fps?



Ég veit að það þarf hátt refresh rate á skjá fyrir 3D en ég er að tala um í venjulega CS:GO spilun til dæmis.

Já, það er betra, sérstaklega fyrir CSGO þar sem þú þarft að geta brugðist við hratt, meira fps gefur þér kleift á því að hindrast ekki.

Er einhver ástæða fyrir því að fara í 144Hz?

Já, once you go 144hz you don't go back.
Það er ekki hægt að lýsa því hversu gott 144hz er miðað við 60hz
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=928VyYQxKKo


Ætti maður að stilla fps_max í refresh rate á skjánum sínum?

Nei, alltaf að fara í það hæsta sem hægt er, meira FPS gefur mjúkari upplifun.


Dálítið missing the point. Myndirðu frekar taka 144Hz skjá með 30ms input lag frekar en 60Hz skjá með 9ms input lag?

Auðvitað sést munur á 144Hz og 60Hz þegar það er búið að setja video í slo-mo, en það er ekki það sem ég er að tala um.

edit: Eftir nánari skoðun þá er 144Hz klárlega málið eins og þú talar um, en mælt með því að skoða input lag fyrir þá líka og kaupa ekki skjái með meira en 10-20ms input lag.
Síðast breytt af Viktor á Mán 24. Apr 2017 11:47, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Viktor » Mán 24. Apr 2017 00:57

upg8 skrifaði:Mikilvægara en að eltast við hátt refresh rate er að skjárinn styðji við VESA Adaptive Sync sem er opinn staðall sem bæði Display Port og HDMI notast við þar sem það er framtíðin. Fólk verður að taka sig saman og þrýsta á nVIDIA að hætta með þetta G-Sync lock-in. Jafnvel sjónvörp og næstu kynslóðir af leikjatölvum munu nostast við VESA Adaptive Sync. Best að kalla þetta svona formlegu nafni því nVIDIA aðdáendur fara alveg í kerfi þegar þeir heyra að FreeSync sé staðall...

Þessi myndbönd hér að ofan eru gott dæmi þar sem breytilegt refresh rate myndi hjálpa ekki síður ef ekki betur en 144Hz skjár. Það er ekkert eðlilegt við svona mikið tearing. Annars er kannski bara best fyrir ykkur að fá gamla rykfallna túbuskjái ef input lag er svona mikið issue fyrir ykkur
:guy


Gott point. Hvaða skjáir og skjákort styðja Freesync? Eitthvað til hér? Eru það rándýrir skjáir?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf upg8 » Mán 24. Apr 2017 01:13

Intel tilkynntu það 2015 að þeir ætla að styðja FreeSync, AMD styðja að sjálfsögðu FreeSync og nVIDIA er frjálst að gera það líka sem og öllum sem það dettur í hug. nVIDIA eru hinsvegar að treysta á vendor lock-in.
Xbox Scorpio sem kemur væntanlega í sölu fyrir næstu jól styður FreeSync.

Það er þónokkuð af FreeSync skjám á landinu, t.d. í Tölvutek og þeir virðast almennt kosta minni pening en G-Sync skjáir þó ég hafi ekki gert neinn samanburð á þeim. Það er samt ekki nóg að skjáir styðji FreeSync til að vera með lágt input lag, latency kröfur eru ekki skilyrtar fyrr en með FreeSync 2.

G-Sync er auðvitað mjög góð tækni þó ég sé á móti henni þar sem hún heftir frelsi neytenda


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


tonycool9
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 12. Okt 2005 23:04
Reputation: 7
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf tonycool9 » Mán 24. Apr 2017 10:44

Síðustu 2 ár hef ég notast við 2720 skjá frá benq sem er 144hz 1ms TN skjár.. aldrei upplifað jafn gott response time, og ég get ekki notað 60hz skjá án þess að fá hausverk í dag. það er það mikill munur imo



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Viktor » Mán 24. Apr 2017 10:59

tonycool9 skrifaði:Síðustu 2 ár hef ég notast við 2720 skjá frá benq sem er 144hz 1ms TN skjár.. aldrei upplifað jafn gott response time, og ég get ekki notað 60hz skjá án þess að fá hausverk í dag. það er það mikill munur imo


Já, það er dæmi um fullkominn skjá hvað varðar input lag og er 144Hz, svo hann hefur "the best of both worlds" :happy
Er að spá í að kaupa mér hann í sumar eftir þessa umræðu hér.

Kóði: Velja allt

Year   Size   Brand   Model   HD Res   Refresh   Screen   Display      Lag   Rating
2014   27"    BenQ   XL2720Z   1080p   144hz   3D LED   Monitor      10ms   Excellent


https://displaylag.com/display-database/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 18
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf tveirmetrar » Mán 24. Apr 2017 11:22

http://www.tftcentral.co.uk/reviews_index.htm

Hérna færðu allar þær upplýsingar sem þú þarft til að taka réttar ákvarðanir þegar kemur að over all input laggi, gray to gray (margt sem spilar þar inní), backlight bleeding, panel uniformity ofl sem skiptir máli við kaup á nýjum skjá og við leikjaspilun.

Þeir eru sjálfstæðir og eru með lang bestu samanburðina.

En þetta eru góðir punktar, þá sérstaklega hversu mikið bull er oft hennt í sölu textana á þessum skjáum.


Hardware perri

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf ZiRiuS » Mán 24. Apr 2017 14:04

Sallarólegur skrifaði:Dálítið missing the point. Myndirðu frekar taka 144Hz skjá með 30ms input lag frekar en 60Hz skjá með 9ms input lag?

Auðvitað sést munur á 144Hz og 60Hz þegar það er búið að setja video í slo-mo, en það er ekki það sem ég er að tala um.

edit: Eftir nánari skoðun þá er 144Hz klárlega málið eins og þú talar um, en mælt með því að skoða input lag fyrir þá líka og kaupa ekki skjái með meira en 10-20ms input lag.


Honestly já, ég myndi taka frekar skjá með 144hz og háu input laggi frekar en öfugt. Munurinn sést ekki bara í slo-mo, ég er mikið í CS:GO (erum að tala um 4 tíma á dag-ish) og ég þurfti einu sinni að setja 144hz skjáinn minn í viðgerð og fór yfir í gamla BenQ skjáinn minn (G2420HDB) og ég varð bara veikur á að spila, ég fékk sjóveiki, mér varð flökurt og ég bara honestly gat lítið sem ekkert spilað á meðan skjárinn var í viðgerð. Mér fannst þetta fáránlegt, en staðreynd er staðreynd, 144hz er ALLT ANNAÐ fyrir tölvuleikjaspilun, sérstaklega í hröðum leikjum eins og CS, Overwatch, Battlefield og svo framvegis.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf ZoRzEr » Mán 24. Apr 2017 14:26

ZiRiuS skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Dálítið missing the point. Myndirðu frekar taka 144Hz skjá með 30ms input lag frekar en 60Hz skjá með 9ms input lag?

Auðvitað sést munur á 144Hz og 60Hz þegar það er búið að setja video í slo-mo, en það er ekki það sem ég er að tala um.

edit: Eftir nánari skoðun þá er 144Hz klárlega málið eins og þú talar um, en mælt með því að skoða input lag fyrir þá líka og kaupa ekki skjái með meira en 10-20ms input lag.


Honestly já, ég myndi taka frekar skjá með 144hz og háu input laggi frekar en öfugt. Munurinn sést ekki bara í slo-mo, ég er mikið í CS:GO (erum að tala um 4 tíma á dag-ish) og ég þurfti einu sinni að setja 144hz skjáinn minn í viðgerð og fór yfir í gamla BenQ skjáinn minn (G2420HDB) og ég varð bara veikur á að spila, ég fékk sjóveiki, mér varð flökurt og ég bara honestly gat lítið sem ekkert spilað á meðan skjárinn var í viðgerð. Mér fannst þetta fáránlegt, en staðreynd er staðreynd, 144hz er ALLT ANNAÐ fyrir tölvuleikjaspilun, sérstaklega í hröðum leikjum eins og CS, Overwatch, Battlefield og svo framvegis.


Verð að vera sammála þar. Ég varð betri í Overwatch um leið og ég færði mig yfir í 144hz skjá.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Viktor » Mán 24. Apr 2017 18:13

Spurning hvort það verði bætt við 144Hz+ dálki í verðvaktina í ljósi umræðunnar? :)

Listi færður í upphafsinnlegg
Síðast breytt af Viktor á Þri 09. Maí 2017 11:10, breytt samtals 6 sinnum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Xovius » Mán 24. Apr 2017 18:35

Hef verið á 144hz síðustu 2 árin og finn algjörlega fyrir því þegar ég dett niður í 60, sérstaklega í CS. Það sem vantar hinsvegar á minn skjá er freesync/gsync sem þýðir að í nýjum og þyngri leikjum þegar ég er að detta niður fyrir 144fps dett ég alla leið niður í 60 á skjánum.
Ef ég væri að kaupa skjá í dag væru þetta þeir factorar sem ég myndi semsagt helst leita eftir, 144hz og free/g-sync.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Frost » Mán 24. Apr 2017 18:44

Ég er með 144hz G-Sync skjá og þegar ég spila Rocket League á 60hz skjá þá get ég ómögulega hitt boltann.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Viktor » Mán 24. Apr 2017 20:47

Það er hægt að fara í fína Freesync AOC skjái fyrir 50-60k, með undir 30ms í input lag.
En þá þarf að skipta í AMD skjákort, er það þess virði?
Eru það ekki töluvert færri FPS fyrir hverja krónu á móti?

https://www.tl.is/product/27-led-tolvus ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Emarki » Þri 25. Apr 2017 01:11

Bara svo það sé á hreinu, þá er " input lag " og "response time" ekki sami hluturinn ekki bera það saman.




agust1337
Gúrú
Póstar: 514
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf agust1337 » Þri 25. Apr 2017 04:18

Sallarólegur skrifaði:Það er hægt að fara í fína Freesync AOC skjái fyrir 50-60k, með undir 30ms í input lag.
En þá þarf að skipta í AMD skjákort, er það þess virði?
Eru það ekki töluvert færri FPS fyrir hverja krónu á móti?

https://www.tl.is/product/27-led-tolvus ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080



FreeSync og G-Sync er bara gimmick sem virkar bara ef þú ert að fá lærra fps heldur en 60, 75, 100, 120, 144, ... etc
G-Sync er betra því það lækkar eftir fps en í minni töktum, s.s 60 hz : 60 fps, 50 hz : 50 fps
FreeSync er aðeins verra og tekur til dæmis ef þú færð minna en 60 fps þá ferðu í 30 fps á 30 hz, en ef þú ert að spila leiki eins og csgo eða eitthvað þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

MeanGreen
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Sun 05. Okt 2008 17:46
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf MeanGreen » Þri 25. Apr 2017 09:07

agust1337 skrifaði:FreeSync og G-Sync er bara gimmick sem virkar bara ef þú ert að fá lærra fps heldur en 60, 75, 100, 120, 144, ... etc
G-Sync er betra því það lækkar eftir fps en í minni töktum, s.s 60 hz : 60 fps, 50 hz : 50 fps
FreeSync er aðeins verra og tekur til dæmis ef þú færð minna en 60 fps þá ferðu í 30 fps á 30 hz, en ef þú ert að spila leiki eins og csgo eða eitthvað þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur.

Þetta er ekki bara gimmick, ef fps droppar undir refresh rateið hjá skjánum þá er þetta snilld. FreeSync er heldur ekkert verra en G-Sync. Hér er dæmi um skjá með 30-144Hz FreeSync range. Það þýðir að þú ef þú ert með 42 fps þá ertu með 42 fps án tearing - þetta er ekki eins og vsync.



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Viktor » Þri 25. Apr 2017 09:41

agust1337 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er hægt að fara í fína Freesync AOC skjái fyrir 50-60k, með undir 30ms í input lag.
En þá þarf að skipta í AMD skjákort, er það þess virði?
Eru það ekki töluvert færri FPS fyrir hverja krónu á móti?

https://www.tl.is/product/27-led-tolvus ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080



FreeSync og G-Sync er bara gimmick sem virkar bara ef þú ert að fá lærra fps heldur en 60, 75, 100, 120, 144, ... etc
G-Sync er betra því það lækkar eftir fps en í minni töktum, s.s 60 hz : 60 fps, 50 hz : 50 fps
FreeSync er aðeins verra og tekur til dæmis ef þú færð minna en 60 fps þá ferðu í 30 fps á 30 hz, en ef þú ert að spila leiki eins og csgo eða eitthvað þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur.


Þú ert að lýsa Vsync en notar orðið Gsync. Freesync er ekki verra heldur en G-sync, og þarf ekki sér tölvubúnað í skjáinn frá nVIDIA. Aðal munurinn er að Gsync styður frá allt refresh rate sem skjárinn býður upp á t.d. 0-167Hz en Freesync styður 30-144Hz og allt þar á milli, ekki þessi skref sem þú talar um, sem er Vsync ekki Freesync.

Freesync og G-sync eru ekki gimmicks =;

V-sync
V-sync is the solution that most people are aware of. It solves tearing but at the cost of both latency and fixed refresh cycles (30,60,90,120, etc) V-sync uses double or triple buffering. V-sync introduces a large amount of input lag.

AMD Free-Sync
FreeSync allows your monitor to sync its refresh rate to your GPU while inside the VRR window of your monitor. VRR window is very important for spec that often times is not listed in marketing materials. An example VRR window is 48hz-75 hz. It varies widely between monitors and some are as good as 30-144hz.

FreeSync falls back onto V-sync when the FPS goes above the refresh rate of the monitor or anything above the VRR window.

Nvidia G-sync
G-sync is a hardware and software solution to allow tear free gaming through the entire refresh rate range of the monitor regardless of the VRR window(example 0-165hz). It uses a custom FPGA to store frame buffers (independently of the GPU) and uses logic to re-display some frames in order to fix tearing. PCper has a good article where they use an oscilloscope to show what is happening behind the scenes.
G-sync falls back onto either Fast-sync or V-sync when the FPS goes above the refresh rate of the monitor.


https://www.reddit.com/r/buildapc/comme ... ptivesync/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

hoaxe
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 00:06
Reputation: 9
Staðsetning: Interweb
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf hoaxe » Mið 26. Apr 2017 08:10



Ryzen 5 5800X3D - CM ML360R AIO - Asus ROG Strix x570-e - Trident Z 32gb 3200mhz CL14 - RedDevil 6900XT - Seasonic Focus+ Gold 850w - Corsair iCue QL120 - BeQuiet! 500dx - Samsung Odyssey G7 32" 240hz - Logitech G-Pro Ultralight - Custom built keyboard - Astro A50 ver 4


tonycool9
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 12. Okt 2005 23:04
Reputation: 7
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf tonycool9 » Mið 26. Apr 2017 10:19




Skjámynd

hoaxe
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 00:06
Reputation: 9
Staðsetning: Interweb
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf hoaxe » Mið 26. Apr 2017 17:45

Uff, hljómar mjög vel, en djöfulsins verð seta þeir á þetta... slap on gsync sticker og 20-60k


Ryzen 5 5800X3D - CM ML360R AIO - Asus ROG Strix x570-e - Trident Z 32gb 3200mhz CL14 - RedDevil 6900XT - Seasonic Focus+ Gold 850w - Corsair iCue QL120 - BeQuiet! 500dx - Samsung Odyssey G7 32" 240hz - Logitech G-Pro Ultralight - Custom built keyboard - Astro A50 ver 4

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Viktor » Mið 26. Apr 2017 18:40

hoaxe skrifaði:Þá er ég með spurningu í kjölfar þessara umræðu ;)
Hverjir af þessum skjáum eru "LEGIT" gaming skjár fyrir nvidia kort?


Ef ég væri að pæla í þessum sync málum þá myndi ég klárlega skipta yfir í AMD kort, ekki spurning. Rosalega dýrir þessu örfáu Gsync skjáir, en mikið úrval af Freesync á fínu verði. Finnst einhvernvegin gáfulegra að kaupa sér dýrara AMD kort heldur en dýrari Gsync skjá.

TN panelarnir eru með lágt ms og input lag, en lélega liti og viewing angle.
IPS panelarnir eru með örlítið hærra ms og input lag yfirleitt, en miklu betri liti og viewing angle, og miklu dýrari.

Svo fyrir fröggin í multiplayer ferðu í TN panel FullHD.
Fyrir singleplayer upplifun eða "fönnið" er það klárlega IPS með hærri upplausn, en það er dýrara líka.

Með Freesync og 100Hz+ að sjálfsögðu.

Ef peningar eru ekki vandamálið þá er high-end nVidia kort og Gsync skjár top of the line eins og er - en það er þá pakki upp á 200þ.

tonycool9 skrifaði:Þú reyndar taldir ekki upp þennan skjár,en mitt svar til þín er ÞESSI: https://tolvutek.is/vara/acer-xb271hu-2 ... ar-svartur

var að uppfæra úr Benq 2720z of þvílíkur munur að vera í 1440p IPS. er varla að trúa því hversu mikill munur er á IPS og TN í myndgæðum.


Komið! Djö væri ég til í þennan...


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

hoaxe
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 00:06
Reputation: 9
Staðsetning: Interweb
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf hoaxe » Mið 26. Apr 2017 22:14

Takk fyrir innleggið :happy


Ryzen 5 5800X3D - CM ML360R AIO - Asus ROG Strix x570-e - Trident Z 32gb 3200mhz CL14 - RedDevil 6900XT - Seasonic Focus+ Gold 850w - Corsair iCue QL120 - BeQuiet! 500dx - Samsung Odyssey G7 32" 240hz - Logitech G-Pro Ultralight - Custom built keyboard - Astro A50 ver 4

Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Skjár fyrir tölvuleiki - Er þetta 1ms og 144Hz komið út í rugl?

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 27. Apr 2017 09:43

tonycool9 skrifaði:
hoaxe skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Spurning hvort það verði bætt við 144Hz+ dálki í verðvaktina í ljósi umræðunnar? :)

https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-zowie ... ar-svartur
https://www.tolvutek.is/vara/benq-xr350 ... ar-svartur
https://www.att.is/product/aoc-24-g2460pf-skjar
https://www.att.is/product/aoc-27-g2770pf-skjar
https://www.att.is/product/asus-27-mg279q-ips-skjar
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=3212
https://kisildalur.is/?p=2&id=2336
https://www.tl.is/product/27-mg279q-144 ... -2560x1440
https://www.tl.is/product/24-led-tolvus ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/27-led-tolvus ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/24-mg248q-144 ... -1920x1080
https://www.tl.is/product/24-242g5djeb- ... -1920x1080
https://www.computer.is/is/product/skja ... ekkanlegur
https://www.computer.is/is/product/skja ... mi-dv-d-dp


Þá er ég með spurningu í kjölfar þessara umræðu ;)
Hverjir af þessum skjáum eru "LEGIT" gaming skjár fyrir nvidia kort?


Þú reyndar taldir ekki upp þennan skjár,en mitt svar til þín er ÞESSI: https://tolvutek.is/vara/acer-xb271hu-2 ... ar-svartur

var að uppfæra úr Benq 2720z of þvílíkur munur að vera í 1440p IPS. er varla að trúa því hversu mikill munur er á IPS og TN í myndgæðum.



Þessi skjár er alltof dýr samt. Er ekki til ódýrari 27" 1440p 144hz skjár?



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video