Kaup á heima server


Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Kaup á heima server

Pósturaf Zorba » Þri 04. Apr 2017 13:57

Sælir kæru nördar.
Er að leita eftir að kaupa mér servertölvu til að hafa hér heimavið. Langar að láta hana keyra esxi og nokkrar virtual vélar sem keyra m.a. vefþjón, fileserver, plex torrent ofl þar sem tölvan sem ég er að nota núna er komin til ára sinna.

Er ekki sniðugt að smíða hana sjálfur frá grunni? Var að pæla að panta íhlutina utanfrá og setja hana saman sjálfur.
Langar að hafa hana svolítið pro með xeon örgjörva og ecc minni og mögulega raid1 líka.

Hvaðan haldið þið að sé best að panta þetta? Var búinn að skoða nokkrar síður en þær sendu ekki til íslands :(
Var að pæla að hafa þetta bara í venjulegum atx kassa þar sem það sparar nokkuð og hún verður niður í bílskúr þannig lætin skipta ekki miklu máli.

Hugmyndir, ráðleggingar og umræður væru vel þegnar :)



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2018
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf hfwf » Þri 04. Apr 2017 14:10

Færð fína xeon örgjörva á ebay ásamt mobo þar á góðu verði.
/r/plex eru með sér build þræði þar fyrir nákvæmlega þína huxun.
Fínt að skoða þá þræði, hef séð servera þar í kringum 500 dollara af ebay.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 04. Apr 2017 14:12

Þetta PDF skjal gæti hugsanlega hjálpað þér : http://www.napp-it.org/doc/downloads/na ... amples.pdf

Þ.e hvaða Móðurborð/Raid controller-ar/ATX kassar gætu hentað.


Just do IT
  √


Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Zorba » Þri 04. Apr 2017 14:16

Takk fyrir þetta. En vitið þið um einhverja síðu aðra en ebay til að kaupa þetta? Væri fínt að geta keypt t.d. móbo minni og cpu og kannski harða diska á sama stað og reddað svo psu og kassa heima?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 04. Apr 2017 14:18

T.d http://www.wiredzone.com/

Svipað verð og á Amazon (stundum betra verð).


Just do IT
  √


Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Zorba » Þri 04. Apr 2017 14:26

Hjaltiatla skrifaði:T.d http://www.wiredzone.com/

Svipað verð og á Amazon (stundum betra verð).


prófaði að setja saman íhluti þarna og shippingið kostar uþb 400 dollara (ouch)



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 04. Apr 2017 14:30

Zorba skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:T.d http://www.wiredzone.com/

Svipað verð og á Amazon (stundum betra verð).


prófaði að setja saman íhluti þarna og shippingið kostar uþb 400 dollara (ouch)


jebb æ nó. Gætir athugað hvort TL geti sérpantað fyrir þig og athugað hvað það kostar (þ.e ef þú villt supermicro Móðurborð).


Just do IT
  √

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1876
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf emmi » Þri 04. Apr 2017 14:36





arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf arons4 » Þri 04. Apr 2017 17:29

Var að panta þennan

Mynd

Rétt tæpur 75þ kall heimkominn í gegnum http://pantadu.is/ með vsk og slíku.
pantað í gegnum http://orangecomputers.com/, einnig hægt að finna mjög marga góða díla á ebay.

Sá einhverstaðar að natex.us voru nýverið að hækka öll verð hjá sér.




Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Zorba » Þri 04. Apr 2017 20:55

arons4 skrifaði:Var að panta þennan

Mynd

Rétt tæpur 75þ kall heimkominn í gegnum http://pantadu.is/ með vsk og slíku.
pantað í gegnum http://orangecomputers.com/, einnig hægt að finna mjög marga góða díla á ebay.

Sá einhverstaðar að natex.us voru nýverið að hækka öll verð hjá sér.


Hvað er þetta gamall server?




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf arons4 » Þri 04. Apr 2017 21:09

Zorba skrifaði:
arons4 skrifaði:Var að panta þennan

Mynd

Rétt tæpur 75þ kall heimkominn í gegnum http://pantadu.is/ með vsk og slíku.
pantað í gegnum http://orangecomputers.com/, einnig hægt að finna mjög marga góða díla á ebay.

Sá einhverstaðar að natex.us voru nýverið að hækka öll verð hjá sér.


Hvað er þetta gamall server?

Ekki kominn með hann en þetta er sennilega 2009-2012 ish miðað við wikipedia(generation 11 poweredge)

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_D ... eration_11



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf MatroX » Mið 05. Apr 2017 00:37



Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf asgeireg » Mið 05. Apr 2017 08:45

Svo er það líka kaupa bara hér heima hjá t.d OK, sem er þá nýr úr kassanum og í ábyrgð.

https://okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/vie ... 837829-421

þessi er 90 þús m.vsk


Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1355
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf nidur » Mið 05. Apr 2017 09:37

Ég myndi fá mér Supermicro móðurborð, Xeon og ECC Minni.
Og vera með tvær tölvur, önnur Fileserver og hin Vmware.
Síðast breytt af nidur á Mið 05. Apr 2017 13:58, breytt samtals 1 sinni.




davida
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mið 20. Jan 2010 20:49
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf davida » Mið 05. Apr 2017 12:12



Hvernig hefur reynslan á þessu verið? Hvernig configuration keyptirðu þér og hvað kostaði þetta heim komið? Einn forvitinn hér! :-k




Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Zorba » Mið 05. Apr 2017 14:12

asgeireg skrifaði:Svo er það líka kaupa bara hér heima hjá t.d OK, sem er þá nýr úr kassanum og í ábyrgð.

https://okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/vie ... 837829-421

þessi er 90 þús m.vsk


Hmm ekki svo slæmt verð á þessum. Spurning að skella sér bara á einn svona.

Lýst persónulega ekkert á að kaupa notaðann server.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf arons4 » Mið 05. Apr 2017 18:46


Gastu fengið hann með loki? Las einhvernstaðar að það kæmi almennt ekki lok með þessum serverum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 05. Apr 2017 21:44

Zorba skrifaði:
asgeireg skrifaði:Svo er það líka kaupa bara hér heima hjá t.d OK, sem er þá nýr úr kassanum og í ábyrgð.

https://okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/vie ... 837829-421

þessi er 90 þús m.vsk


Hmm ekki svo slæmt verð á þessum. Spurning að skella sér bara á einn svona.

Lýst persónulega ekkert á að kaupa notaðann server.



Pældu samt aðeins í uppsetningunni , það eru 4 minnisraufar á þessum server og það fylgir einn kubbur sem er 1 X 8 gb UDIMMs,2133 MHz (mest 64GB, 4 raufar) og 1x1TB SATA 6Gb/s Hdd. Ef þú ætlar að keyra Vmware á servernum þá myndi ég alla daga fara í SSD fyrir datastore fyrir VM.

Hugsanlega allt í lagi ef þú ætlar eingöngu að nota 32 gb ram og vera í sata diskum.

Annars er alltaf skemmtilegra að vera með Fileserver og share-a NFS yfir í Esxi serverinn ( Ef þú ert með budget í það).


Just do IT
  √


Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Zorba » Fim 06. Apr 2017 14:35

Hjaltiatla skrifaði:
Zorba skrifaði:
asgeireg skrifaði:Svo er það líka kaupa bara hér heima hjá t.d OK, sem er þá nýr úr kassanum og í ábyrgð.

https://okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/vie ... 837829-421

þessi er 90 þús m.vsk


Hmm ekki svo slæmt verð á þessum. Spurning að skella sér bara á einn svona.

Lýst persónulega ekkert á að kaupa notaðann server.



Pældu samt aðeins í uppsetningunni , það eru 4 minnisraufar á þessum server og það fylgir einn kubbur sem er 1 X 8 gb UDIMMs,2133 MHz (mest 64GB, 4 raufar) og 1x1TB SATA 6Gb/s Hdd. Ef þú ætlar að keyra Vmware á servernum þá myndi ég alla daga fara í SSD fyrir datastore fyrir VM.

Hugsanlega allt í lagi ef þú ætlar eingöngu að nota 32 gb ram og vera í sata diskum.

Annars er alltaf skemmtilegra að vera með Fileserver og share-a NFS yfir í Esxi serverinn ( Ef þú ert með budget í það).


Hmm já ég bara held að þessi server sé ekkert að fara að nota neitt brjálæðislega mikið minni, held að 16GB myndu duga mér fyrir nokkrar virtual vélar? Er annars eitthvað must að hafa þær á ssd?
Er ekkert með svakalega háann budget og vil hafa þetta helst um 100 kallinn og svo bætt við seinna meir hdd's og minni.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 06. Apr 2017 14:51

Zorba skrifaði:Hmm já ég bara held að þessi server sé ekkert að fara að nota neitt brjálæðislega mikið minni, held að 16GB myndu duga mér fyrir nokkrar virtual vélar? Er annars eitthvað must að hafa þær á ssd?
Er ekkert með svakalega háann budget og vil hafa þetta helst um 100 kallinn og svo bætt við seinna meir hdd's og minni.


Ef þú ert að keyra vefþjón með gagnagrunni, keyra torrent client og plex server þá tel ég það skipta máli. En fer að sjálfsögðu eftir álagi og þess háttar hvað þú kemst upp með að keyra mikið Read/Write þjónustum á sata disk/unum án þess að finna fyrir því.


Just do IT
  √


Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Zorba » Fim 06. Apr 2017 15:36

Hmm okei góðar pælingar takk fyrir þetta. Það er svosem lítið mál að henda einum sdd í hana líka




Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Zorba » Fös 14. Apr 2017 21:48

Eftir frekari pælingar er ég farinn að hallast að því að kaupa notaðann server með meira minni og nota gamla tölvu sem FreeNAS server.

Held að það sé alveg rétt hjá þér Hjaltiatla að ég þarf mun meira minni en 16 GB er núna að pæla að kaupa einhvern notaðann server með allavega 32GB minni.
Eina sem ég er hræddur við er að vita ekkert um þessar tölvur á ebay og spurning hvaða server maður eigi að taka. :-k Dell vs HP, Rack vs Turn(hallast að turntölvu) o.s.frv. :-k




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Klemmi » Fös 14. Apr 2017 23:14

Blessaður,

ég hef verið að dunda mér að panta frá birgja og setja saman servera bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki hér heima :)

Þetta er svolítið annar verðflokkur en það sem hefur komið fram hérna, en ég ákvað allavega að láta þig vita af möguleikanum. Ég hef tök á því að fá Intel P4308CP4MHEN server, sem er pedastal turnkassi.

Serverana og vinnsluminnin panta ég ónotað að utan en kaupi örgjörvana notaða. Með 2x Intel Xeon E5-2670 8 kjarna 2,4GHz C2 stepping og 32GB af Micron ECC 1333MHz DD3 vinnsluminni gæti ég selt á 190þús, 210þús með 64GB af vinnsluminni.
Sem sagt 16 kjarnar, 32 þræðir ef þú kveikir á hyper-threading. Quad 1GbE nettengi og alls kyns lúxus.

Hann tekur við 8x 2,5/3,5" SATA diskum í hot-swap að framan :)

Ég seldi öðrum vaktara eins turn á síðasta ári, get athugað hvort hann vilji gefa uppi reynsluna af honum ef þú vilt skoða þetta eitthvað nánar.
Serverana sel ég í árs ábyrgð en þar sem þetta er ónotaður búnaður að örgjörvunum undanskyldum ætti þetta að lifa talsvert lengur en það. Ef eitthvað kemur upp á innan 2-3 ára, þá myndum við leysa það í sameiningu ;)



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Kaup á heima server

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 14. Apr 2017 23:23

Já, það er smá gamble að versla af Ebay , samt væri gott að skoða rating og review hjá þeim sem er að selja (ættir að vera nokkuð safe ef aðili er með 99% jákvæða umsögn).

Er mjög oft að skipta um Virtual umhverfi og er í dag með MS Server 2016 sem heima serverinn og keyri 3 vélar í virtualbox (það er t.d að taka 17 gb + í Ram).Mjög gott að geta haft gögnin miðlægt á Freenas servernum svo maður er ekkert of bundinn við að halda sig í ákveðnu umhverfi t.d er ég með Active Directory tengingu frá Freenas servernum við Domain controllerinn til að einfalda aðgangstýringu að Folderum (mjög þæginlegt).

Mynd


Just do IT
  √