AMD Ryzen

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf chaplin » Mið 01. Mar 2017 23:50

GuðjónR skrifaði:
chaplin skrifaði:Það kemur í ljós á morgun! ;)

Búinn að panta þér eintak?


Haha, nei. Ég er búinn að lofa sjálfu mér að klára önnina og stökkva svo kannski á vél í sumar. :happy

Ég lofaði líka sjálfum mér að ég myndi ekki borða annan líter af Vesturbæjarís þessa vikuna og hér sit ég með tómt ís box.. :snobbylaugh


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf chaplin » Fim 02. Mar 2017 11:16

Boys. Um 15 leitið koma út reviews, sjáum loksins hvort orðrómarnir standist eða um annan bulldozer sé að ræða!


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Tonikallinn
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Tonikallinn » Fim 02. Mar 2017 14:04

chaplin skrifaði:Boys. Um 15 leitið koma út reviews, sjáum loksins hvort orðrómarnir standist eða um annan bulldozer sé að ræða!

https://www.youtube.com/watch?v=9wJQEHNYE7M



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2236
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Moldvarpan » Fim 02. Mar 2017 14:28

Flott review.

Frábær lína að koma, en veit ekki með allt hype-ið.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf chaplin » Fim 02. Mar 2017 15:05

Ho-ly-shit.

Virðist vera að mikið af orðrómunum séu sannir. Í Multi-Thread vinnslu er Ryzen á sama caliberi og i7 6900K sem kostar 2.5x meira.

Í leikjum er hann um um 20% hægari en i7 7700K, það er þó mikill munur á klukkuhraða (sem skiptir engu máli ef AMD geta ekki jafnað þann hraða) og á meðan leikir geta ekki nýtt 8 kjarna, þá mun 7700K líklegast ennþá vera sá öflugasti fyrir leiki. Ef menn vilja hinsvegar geta tekið upp og stream-að gameplays (mjög fáir notendur) að þá er Ryzen king.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf jonsig » Fim 02. Mar 2017 16:32

Af hverju eru kísildalur svona slow á því?

Munaði ekki 100$ á 1700x og 1800x? 11þús? En munurinn er 20k hjá att.is

Hvað kemur til að aðeins ATT hafa samböndin á hreinu ? Ætli ég þurfi ekki að fara þangað,því ég þarf tölvu fyrir helgina!



Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Skaz » Fim 02. Mar 2017 17:46

Eftir að hafa rennt í gegnum flesta vinsælu síðurnar, fyrstu viðbrögð:

Miðað við fyrstu benchmarks þá virðist i7-7700k vera aðalkeppinautur Ryzen 7 1800X þegar kemur að leikjum.
Líklega er 1800X ekkert mikið betri þegar kemur að leikjaspilun en 1700X og 1700, þannig að þá ertu komin í aðeins samkeppnishæfari verðlag ef að single thread frammistaðan er svipuð á milli Ryzen örgjörvanna.

En 7700k er ódýrari hérlendis en allir Ryzen örgjörvarnir. Sýnist sem að það sé svolítið nýjabrums tollur hérlendis á Ryzen, virðist vera hægt að ná 1800Xfyrir 65-70k með flutningi hingað til lands. Sem að er samt dýrara en 7700k. En ódýrara en I7-6900 og 6800 sem að AMD miðar við sem samkeppni.
1700X virðist vera hægt að ná fyrir 55-60k og 1700 fyrir 45-50k sem að er nærri lagi en samt dýrara nema með 1700. Sem að er svolítið ekki það sem að þessi örgjörvi átti að vera.

Multithreaded er samt eitthvað sem að AMD virðist ætla að eigna sér núna, það er þá spennandi að sjá hvort að leikjaframleiðendur fari þá að drattast til að nýta sér þann fítus í leikjum. Intel hefur ekki gert það aðlaðandi með því að verðleggja þannig örgjörva út af mainstream markaðnum og bara fókusa á video og 3d iðnaðinn.

Annað mál er verðið á móðurborðum sem að mér sýnist vera smurt á hérlendis sem og erlendis, spurning hvort að það eigi ekki eftir að koma skárri "no-frills" útgáfur sem að kannski slappa af í RGB deildinni og kosta kannski aðeins minna.

Það sem að sárlega vantar benchmarks á er yfirklukkun, AMD er með þessa örgjörva ólæsta og það er spurning hvort að þar leynist getan til að ná í 7700k þegar kemur að single thread frammistöðunni.

En mér sýnist á öllu að þetta sé ekki leikjaörgjörvi og að Intel eigi þann markað ennþá. Og að AMD viti það.

En sem vinnustöðva t.d. videovinnu eða 3D render örgjörvi þá er AMD búið að ná þeim markaði heldur betur, eru að bjóða upp á sambærilega eða betri getu fyrir helminginn af verðinu!




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf linenoise » Fim 02. Mar 2017 18:03

Skv. þeim ótrúlega preliminary OC reviews sem ég hef séð, virðist ekki vera auðvelt OC-a 1800X mikið yfir 4 Ghz. Sem eru frekar mikil vonbrigði. Þannig að single threaded performance er bara alls ekki nógu gott ef maður er að bera saman við 7700K. Vona að það verði auðveldara að OC-a 4 kjarna Ryzen sem kemur út væntanlega í sumar. Hugsanlega eru þetta líka bara byrjunarörðuleikar.

Góðu fréttirnar eru að ég hef séð tvö review þar sem er verið að OC-a 1700 (ekki X) upp í 3.9 á öllum kjörnum. Það þýðir að maður getur fengið klikkað multithreaded performance fyrir $330

B350 móðurborðin eru á fínu verði, styðja 3200 mhz og OC. Þannig að ég sé ekki pointið með X370, þar sem ég er ekki að fara að nota tvö skjákort.

Ég held að þetta sé alveg nógu góður leikjaörgjörvi fyrir mig og þar sem tölvan verður aðallega notuð í tónlistarsköpun og forritun þá er þetta no-brainer.




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf linenoise » Fim 02. Mar 2017 18:13

Þetta er áhugavert review. Það virðist auðveldara að yfirklukka 1700 heldur en X. 1700 er að vinna benchmarks á móti 1700X og 1800X þegar allir eru yfirklukkaðir. Kannski er þetta samt bara OC-lottery.

http://www.overclockersclub.com/reviews ... 700x_1700/




davidsb
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf davidsb » Fim 02. Mar 2017 19:33

Reviews virðast vera ansi mismunandi, sum koma vel út en önnur ekki jafn vel. Spurning hvort það sé eitthvað bios dæmi, einhverjar uppfærslur fyrir móðurborð sem sumir hafa sett inn en aðrir ekki. Annars virðist 1700 týpan ætla að verða besta bettið þegar kemur ða leikjum, allavegna þangað til R5 og R3 koma.




Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf chaplin » Fim 02. Mar 2017 19:50

Skaz skrifaði:Multithreaded er samt eitthvað sem að AMD virðist ætla að eigna sér núna, það er þá spennandi að sjá hvort að leikjaframleiðendur fari þá að drattast til að nýta sér þann fítus í leikjum. Intel hefur ekki gert það aðlaðandi með því að verðleggja þannig örgjörva út af mainstream markaðnum og bara fókusa á video og 3d iðnaðinn.

Nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Intel gefur gott sem átt markaði sl. 10 ár og síðan Sandy Bridge kom út, hefur tæknin lítið sem ekkert þróast. Quad core hefur verið standard-inn fyrir high-end.

Núna þegar AMD eru að pressa á 8 alvöru kjarna (Bulldozer eru 4 kjarna með 8 þræði, seldir sem 8 kjarna) að þá er loksins tækifæri fyrir þróunaraðila að taka næsta skref og gera þróa leiki sem geta nýtt 8 kjarna.

Það tók smá tíma fyrir leiki að styðja 2 kjarna, og svo 4, löngu kominn tími að 8 verði the next big thing.

Skaz skrifaði:Það sem að sárlega vantar benchmarks á er yfirklukkun, AMD er með þessa örgjörva ólæsta og það er spurning hvort að þar leynist getan til að ná í 7700k þegar kemur að single thread frammistöðunni.

Efa það. Hugsa að Intel verði áfram single thread champion. Og yfirklukkun á 17-1800 línunni virðist vera mest í kringum 4.0GHz.

Stærsta vandamálið núna er þó að fá vinnsluminni til að virka eðlilega því infastructure-ið er byggt í kringum mikinn vinnsluminnis hraða. Á meðan margir eru fastur í 2667 MHz þá erum við lítið að fara sá bætingar. Firware update á að koma á næstu 2 mánuðum fyrir þau móðurborð sem eru í vandræðum.

Skaz skrifaði:En sem vinnustöðva t.d. videovinnu eða 3D render örgjörvi þá er AMD búið að ná þeim markaði heldur betur, eru að bjóða upp á sambærilega eða betri getu fyrir helminginn af verðinu!

Eða 1/3 ef farið er í R7 1700 sem mér finnst vera lang mest spennandi af allri línunni.

linenoise skrifaði:Ég held að þetta sé alveg nógu góður leikjaörgjörvi fyrir mig og þar sem tölvan verður aðallega notuð í tónlistarsköpun og forritun þá er þetta no-brainer.

Overclock og single thread performance er allan daginn hjá Intel. Það munar þó mismiklu, fer eftir vinnslu.

Intel Broadwell voru fyrstu 14nm örgjörvarnir hjá Intel og voru ekkert sérstaklega vinsælir hjá yfirklukkurum. Sama sagan virðist vera hjá AMD með sýna fyrstu 14nm örgjörva.

En sama hér, ef ég kaupi mér vél þá er Ryzen algjör no-brainer. Ef ég fer að spila leiki að þá er skjákortið eftir að vera flöskuhálsinn. Ég mun í raun aldrei nýta allt aflið í R7 1700, en það er eitthvað spennandi við að það sé loksins komin samkeppni og hver veit nema aflið verði bara betur nýtt ef leikir og fleiri hugbúnaðir nýta fleiri kjarna/þræði.

Sigurvegararnir í lok dagsins eru neytendur. :happy


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf jonsig » Fim 02. Mar 2017 20:17

Mér sýnist kaby lake vera hagstæðara. En ég vill ekki styðja einokun.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf chaplin » Fim 02. Mar 2017 21:07

Eitt sem menn voru að tala um á OCN sem ég var ekkert búinn að pæla í, og það eru server mál.

AMD er með 0.4% markaðshlutfall í dag þegar litið er til þjóna.

En ef þessar niðurstöður frá ServeTheHome eru réttar að þá gæti það breyst mjög fljótt.

https://www.servethehome.com/amd-ryzen- ... enchmarks/


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf linenoise » Fim 02. Mar 2017 22:37

Úbbs, ég pantaði mér Ryzen 1700.



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1046
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 27
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Nördaklessa » Fim 02. Mar 2017 22:51

Ég pantaði mér i7 7700k setup í dag frá Att.is, virðist vera betri kostur uppá leikjaspilun


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k@1,21GigaWatts! | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus |


linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf linenoise » Fim 02. Mar 2017 22:55

Nördaklessa skrifaði:Ég pantaði mér i7 7700k setup í dag frá Att.is, virðist vera betri kostur uppá leikjaspilun

Vertu úti, vondi kall!

En jú, fyrir ansi marga leiki er 7700K betri kostur.



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1046
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 27
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Nördaklessa » Fim 02. Mar 2017 23:03

linenoise skrifaði:
Nördaklessa skrifaði:Ég pantaði mér i7 7700k setup í dag frá Att.is, virðist vera betri kostur uppá leikjaspilun

Vertu úti, vondi kall!

En jú, fyrir ansi marga leiki er 7700K betri kostur.


jú rétt, er búinn að vera AMD maður í tæpan áratug núna og kominn tími til skoða Intel


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k@1,21GigaWatts! | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus |

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf GuðjónR » Fim 02. Mar 2017 23:46

Nördaklessa skrifaði:Ég pantaði mér i7 7700k setup í dag frá Att.is, virðist vera betri kostur uppá leikjaspilun

hahahahaha góður! nota AMD Ryzen fanboy þráðinn til að upplýsa um það! Færð alveg 10 nördastig! :megasmile



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1046
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 27
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Nördaklessa » Fim 02. Mar 2017 23:56

GuðjónR skrifaði:
Nördaklessa skrifaði:Ég pantaði mér i7 7700k setup í dag frá Att.is, virðist vera betri kostur uppá leikjaspilun

hahahahaha góður! nota AMD Ryzen fanboy þráðinn til að upplýsa um það! Færð alveg 10 nördastig! :megasmile


ÁN DJÓKS! er búinn að vera AMD maður í Áratug! :megasmile


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k@1,21GigaWatts! | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus |

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf GuðjónR » Fös 03. Mar 2017 00:05

Nördaklessa skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Nördaklessa skrifaði:Ég pantaði mér i7 7700k setup í dag frá Att.is, virðist vera betri kostur uppá leikjaspilun

hahahahaha góður! nota AMD Ryzen fanboy þráðinn til að upplýsa um það! Færð alveg 10 nördastig! :megasmile


ÁN DJÓKS! er búinn að vera AMD maður í Áratug! :megasmile

Búinn að hanga á ónýtu AMD drasli allan þennan tíma og loksins þegar það kemur eitthvað alvöru frá þeim þá að fara yfir? :D
Perfect timing! :D :D :D



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1046
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 27
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Nördaklessa » Fös 03. Mar 2017 00:25

HEY :D Ég er gamer! ég nota PC í að spila tölvuleiki og að surfa internetið, þá er bara i7 7700k bara málið og hann er ódýrari :D , ekki flókið :8)


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k@1,21GigaWatts! | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus |

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf chaplin » Fös 03. Mar 2017 01:42

GuðjónR skrifaði:
Nördaklessa skrifaði:Ég pantaði mér i7 7700k setup í dag frá Att.is, virðist vera betri kostur uppá leikjaspilun

hahahahaha góður! nota AMD Ryzen fanboy þráðinn til að upplýsa um það! Færð alveg 10 nördastig! :megasmile


Held það sé voða lítið um AMD fanboys á Vaktinni haha, sjálfur hafa síðustu 3-4 vélar hjá mér allar verið Intel, en að fá samkeppni er mjög spennandi. :)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Skaz » Fös 03. Mar 2017 02:46

Samkeppni er alltaf góð, manni var farið að finnast sem að Intel var að sætta sig við bara smá framfarir ef slíkar skildi kalla með Kaby Lake. Munurinn á milli síðustu 3 releases hjá þeim réttlætti varla kaup á neinu nýju hjá þeim, sérstaklega þegar að þeir eru alltaf að flakka með sökklana.

Þegar þeir hættu með Tick-Tock módelið þá eiginlega áttaði maður sig á því að þeir voru eins og liðið sem að er orðið þreytt á vinnunni og mætir bara til þess að fá launaseðilinn. Þetta var orðið of auðvelt að koma með max 5-10% framför og segja það stórkostlega breytingu.

Vonandi að þeir séu nógu logandi hræddir við AMD og ZEN til þess að fara að taka alvöru stökk í þróun örgjörva aftur.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf Hnykill » Fös 03. Mar 2017 04:50

I-JohnMatrix-I skrifaði:
vesley skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
jonsig skrifaði:Hvenar kemur sílikónið í verslanir hérna hjá okkur sveitaköllunum?

Var að bæta þessum flottu CPU á Vaktina, fór yfir búðirnar og so far þá er att.is eina búðin sem hefur birt þá með verðum:
https://www.vaktin.is/


Duglega smurt á þetta hjá þeim miðað við að i7 7700k kostar 6 þúsund krónum minna en Ryzen 7 1700 þrátt fyrir að vera $10 dýrari úti.


Kemur ekki á óvart fyrstu vikur eftir útgáfu, bæði er ekki farið strax í lægstu álagningu sem þú vilt bjóða upp á þar sem þú vilt leyfa samkeppninni að keyra þetta eitthvað niður ásamt því að verðin erlendis frá eru líklega líka dýrari í upphafi.


Já það er líklega rétt hjá þér. Vonandi munu eitthvað af minni búðunum eins og Tölvutækni, Kísildalur eða Start veit þeim einhverja samkeppni. Ef að Tölvulistinn/att.is verða þeir einu með Ryzen til að byrja með geta þeir auðvitað smurt á þetta eins og þeir vilja.

EDIT: Getur fengið Ryzen 7 1700x á 60k heim kominn með sendingu og VSK frá amazon.co.uk og overclockers.co.uk. Ef það er raunin myndi ég alltaf panta að utan og spara mér 10 þúsund kr frekar en að fara í gegnum verslanir hér heima.


Já en veistu. ég kaupi oftast hlutina hérna á klakanum bara ábyrgðinar vegna. bara auðveldara að eiga við local tölvuverslun og útskýra hlutina fyrir þeim en að RMA drasl eitthvað útí heim :/ ..það tekur smá tíma að fá almennilega verðlagningu á þetta. en ég í langflestum tilvikum vill frekar eiga við íslenskar tölvuverslanir en að reyna flytja hluti inn sjálfur. ég kaupi bara helling af tölvuíhlutum reglulega og íslenskar tölvuverslanir eru ótrúlega viðmótsþýðar. það er ákveðið öryggi að versla innanlands. Verðlagninginn er auðvitað oft bara í rugli ! .. en það virðist vera gott og heiðvirt fólk á bakvið þetta allt saman. sem mætti lækka verðið á öllu saman auðvitað :Þ .. allavega. ég kýs að tala persónulega við fólk og hafa ábyrgð á hlutum frekar en að skrapa smá verð af hlutunum.

Ég hef líka í alvörunni aldrei átt slæm viðskipti eða átt í útistöðum við neitt tölvufyrirtæki hér á landi. CE vottaðir einstaklingar bakkaðir upp með ábyrgð af birgjum. ég hef oft séð góð verð á hlutum á Amazon eða einhverju en bara keypt hlutina heima. annars er heimurinn ekkert það hræðilegur að það skipti máli frá hvaða landi þú pantar skjákortið þitt..


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


zurien
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen

Pósturaf zurien » Fös 03. Mar 2017 08:44

Þrælfín yfirferð: