Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Pósturaf kiddi » Þri 17. Jan 2017 22:07

Ég er með Intel i7 6800K örgjörva á borðinu hjá mér og ekkert annað. Ég er með nokkuð góða hugmynd um hvaða vél ég vil byggja utan um þennan örgjörva en þætti rosa gaman að heyra hvaða hugmyndir þið hafið. Eins og margir vita þá vinn ég við kvikmyndagerð og er lengi búinn að fullyrða það að 4kjarna CPUs eru bestir fyrir þau forrit sem ég nota, og ég er enn á þeirri skoðun - en mig hefur lengi langað að prófa 2011 socketið svo ég ætla að byggja mér eina vél. Eins og stendur er ég með örgjörvann nú þegar í höndum, og það sem mig langar að kaupa er:

ASUS x99 Deluxe II móðurborð
64GB Crucial Ballistics 4x16GB 2400Mhz kit
Samsung 960 M.2 512GB Pro
Corsair Carbide 600C Inverse
Corsair H100vII vatnskæling
Corsair HX750i aflgjafi

- Ég á fyrir ASUS ROG STRIX 1080GTX og mun setja slatta af stórum diskum í vélina sem ég á fyrir, og mun einnig setja diskadokkur í 5.25" slottin svo það verður að vera aðgengi fyrir þannig á kassanum.

Ég mun panta suma hluti af bhphoto.com þar sem ég hef góða reynslu af því og sumt er næstum helmingi ódýrara þar, og sumt mun ég kaupa hér heima eins og t.d. tölvukassann sjálfan. Budget er ekki beint fyrirstaða þannig en ég vil ekki eyða pening bara til þess að eyða pening, þetta þarf að vera alveg pínu skynsamlegt :) Ég veit ég get fengið mun ódýrari móðurborð en ég er spenntur fyrir öllum aukahlutunum sem fylgja ASUS x99 Deluxe II.

Langar einhverjum að hafa álit og koma með aðrar uppástungur?
Síðast breytt af kiddi á Mið 18. Jan 2017 17:27, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16272
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf GuðjónR » Þri 17. Jan 2017 22:35

Ég myndi taka Samsung 960 M.2 1TB Pro í stað 512GB ...
Ertu spenntari fyrir ASUS x99 Deluxe II móðurborði en Gigabyte S2011 GA-X99-Ultra Gaming móðurborði?



Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf kiddi » Þri 17. Jan 2017 22:51

GuðjónR skrifaði:Ég myndi taka Samsung 960 M.2 1TB Pro í stað 512GB ...
Ertu spenntari fyrir ASUS x99 Deluxe II móðurborði en Gigabyte S2011 GA-X99-Ultra Gaming móðurborði?


1TB er bruðl fyrir O.S. disk, væri til í 1TB fyrir verkefnamöppu en ég þyrfti þá að bæta honum við 512GB diskinn, og tími því ekki :) Kostar ennþá handlegg

ASUS x99 Deluxe II finnst mér vera aðeins meira fullorðins en hitt.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 17. Jan 2017 23:41

Persónulega hefði ég frekar valið Fractal Design Define R5 ATX turninn. Kemur slatta af diskum fyrir í hann vs Corsair Carbide 600C


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf kiddi » Mið 18. Jan 2017 00:12

Takk fyrir þetta :) Góður punktur!



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf Njall_L » Mið 18. Jan 2017 12:20

Ég persónulega myndi ekki fara í vökvakælingu. Færi í Noctua NH-D15 fyrir þetta setup. Hljóðlátari kæling með svipaða kæligetu


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 18. Jan 2017 12:46

Bara svona smá Future proof pæling ,ASUS X99-E-10G WS móðurborðið er með 10GbE networking :)


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf kiddi » Mið 18. Jan 2017 14:42

Njall_L skrifaði:Ég persónulega myndi ekki fara í vökvakælingu. Færi í Noctua NH-D15 fyrir þetta setup. Hljóðlátari kæling með svipaða kæligetu


Já alveg rétt hjá þér, ég á tvær eins vélar í dag (4790K), önnur er með Noctua NH-D15 og hin með Corsair H110 vatnskælingunni. Noctuan er sjúklega áhrifarík en það sem hræðir mig aðeins er að hún er ógeðslega þung og fyrirferðamikil, drepur allt pláss í kassanum, og svo er Noctua alls ekki fyrir bling-bling kalla eins og mig sem hafa gaman að glerhurðum og LED ljósum 8-) Ég hef ekki enn séð töff Noctua tölvu. Þessi nýja vél verður í opinni stórri skrifstofu þar sem ég er umkringdur Apple-fanatics, og mig langar að stuða þá eins mikið og ég get.

Hjaltiatla skrifaði:Bara svona smá Future proof pæling ,ASUS X99-E-10G WS móðurborðið er með 10GbE networking :)


Snilld! Skoða þetta líka :) Takk!
EDIT: F%$K! $650 :dontpressthatbutton



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf Njall_L » Mið 18. Jan 2017 14:50

kiddi skrifaði:
Njall_L skrifaði:Ég persónulega myndi ekki fara í vökvakælingu. Færi í Noctua NH-D15 fyrir þetta setup. Hljóðlátari kæling með svipaða kæligetu


Já alveg rétt hjá þér, ég á tvær eins vélar í dag (4790K), önnur er með Noctua NH-D15 og hin með Corsair H110 vatnskælingunni. Noctuan er sjúklega áhrifarík en það sem hræðir mig aðeins er að hún er ógeðslega þung og fyrirferðamikil, drepur allt pláss í kassanum, og svo er Noctua alls ekki fyrir bling-bling kalla eins og mig sem hafa gaman að glerhurðum og LED ljósum 8-) Ég hef ekki enn séð töff Noctua tölvu. Þessi nýja vél verður í opinni stórri skrifstofu þar sem ég er umkringdur Apple-fanatics, og mig langar að stuða þá eins mikið og ég get.


Skil þig mjög vel, spurning hvort að þú myndir skoða NZXT Kraken X62. Var með Kraken X61 hjá mér og hún var einstaklega hljóðlát og kældi vél. Mér persónulega finnst X62 allavega vera mun meira bling bling en H110


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16272
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf GuðjónR » Mið 18. Jan 2017 14:50

kiddi skrifaði:...ég er umkringdur Apple-fanatics, og mig langar að stuða þá eins mikið og ég get.
Göfugt markmið!! :happy



Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf jericho » Mið 18. Jan 2017 15:07

Af fyrirsögninni að dæma hélt ég að þú værir að tala um árið 2011 og vildir nota íhluti síðan þá...

... I'll show myself out



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


slapi
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf slapi » Mið 18. Jan 2017 16:52

kiddi skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Bara svona smá Future proof pæling ,ASUS X99-E-10G WS móðurborðið er með 10GbE networking :)


Snilld! Skoða þetta líka :) Takk!
EDIT: F%$K! $650 :dontpressthatbutton


Ætlaði einmitt að linka þetta móðurborð á þig. Það er alveg Apple verðmiðinn á því

Reyndar myndi henta mjög vel með nýja Asus Pro-sumer switchinum þá gætirðu pluggað báðum 10Gb linkum í switchinn og trunkað.
https://www.asus.com/Networking/XG-U2008/



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf Hnykill » Mið 18. Jan 2017 17:03

Njall_L skrifaði:
kiddi skrifaði:
Njall_L skrifaði:Ég persónulega myndi ekki fara í vökvakælingu. Færi í Noctua NH-D15 fyrir þetta setup. Hljóðlátari kæling með svipaða kæligetu


Já alveg rétt hjá þér, ég á tvær eins vélar í dag (4790K), önnur er með Noctua NH-D15 og hin með Corsair H110 vatnskælingunni. Noctuan er sjúklega áhrifarík en það sem hræðir mig aðeins er að hún er ógeðslega þung og fyrirferðamikil, drepur allt pláss í kassanum, og svo er Noctua alls ekki fyrir bling-bling kalla eins og mig sem hafa gaman að glerhurðum og LED ljósum 8-) Ég hef ekki enn séð töff Noctua tölvu. Þessi nýja vél verður í opinni stórri skrifstofu þar sem ég er umkringdur Apple-fanatics, og mig langar að stuða þá eins mikið og ég get.


Skil þig mjög vel, spurning hvort að þú myndir skoða NZXT Kraken X62. Var með Kraken X61 hjá mér og hún var einstaklega hljóðlát og kældi vél. Mér persónulega finnst X62 allavega vera mun meira bling bling en H110


Sammála með þessa NZXT Kraken X62. hún er hljóðlát, rosalega flott og kælir vel. töff ljósin á henni.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf Halli25 » Mið 18. Jan 2017 17:05

Ef þú vilt stunna þessa apple menn í kringum þig hvernig væri þá að fara í Corsair 570x? :)
http://www.corsair.com/en/crystal-serie ... tower-case


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf kiddi » Mið 18. Jan 2017 17:26

Halli25 skrifaði:Ef þú vilt stunna þessa apple menn í kringum þig hvernig væri þá að fara í Corsair 570x? :)
http://www.corsair.com/en/crystal-serie ... tower-case


Ég er grínlaust búinn að kynna mér þennan aðeins :) Finnst hann geggjaður, en hvernig er hann uppá hljóðeinangrun að gera?




slapi
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf slapi » Mið 18. Jan 2017 17:33

kiddi skrifaði:
Halli25 skrifaði:Ef þú vilt stunna þessa apple menn í kringum þig hvernig væri þá að fara í Corsair 570x? :)
http://www.corsair.com/en/crystal-serie ... tower-case


Ég er grínlaust búinn að kynna mér þennan aðeins :) Finnst hann geggjaður, en hvernig er hann uppá hljóðeinangrun að gera?


Ég held að hljóðeinangrun sé ekkert tipp topp miðaðvið að glerin á báðum hliðum standa aðeins útfyrir. En ég myndi ekki setja það fyrir mig flottur kassi
https://youtu.be/qWhexZ7UjLA?t=26m2s Hérna sést það betur byrjar 26:11



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16272
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf GuðjónR » Mið 18. Jan 2017 17:40

Halli25 skrifaði:Ef þú vilt stunna þessa apple menn í kringum þig hvernig væri þá að fara í Corsair 570x? :)
http://www.corsair.com/en/crystal-serie ... tower-case


Þessir kassar eru OF sexy!
Eins gott að raða fallegum íhlutum og köplum í svona gegnsægja gaura.
Ekki fyrir litblinda að kaupa. :happy



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 527
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða 2011 vél

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 18. Jan 2017 17:59

slapi skrifaði:
kiddi skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Bara svona smá Future proof pæling ,ASUS X99-E-10G WS móðurborðið er með 10GbE networking :)


Snilld! Skoða þetta líka :) Takk!
EDIT: F%$K! $650 :dontpressthatbutton


Ætlaði einmitt að linka þetta móðurborð á þig. Það er alveg Apple verðmiðinn á því

Reyndar myndi henta mjög vel með nýja Asus Pro-sumer switchinum þá gætirðu pluggað báðum 10Gb linkum í switchinn og trunkað.
https://www.asus.com/Networking/XG-U2008/


Ef ég væri t.d að tengjast við Fileserver yfir 10 gbE nic þá myndi ég persónulega tengjast beint við NIC á fileserver (sem væri einnig með 10 gbE nic) og spara mér switch kostnaðinn,btw þá er líka hraðvirkari flutningshraðinn á gögnum við að sleppa því að tengjast við switch (maður er í rauninni rosa takmarkað að nýta sér þennan hraða nema t.d fyrir gagnaflutning innanhúss og þau device sem eru með 10gbE).
edit: myndi heldur ekki vilja share-a nic-i á fileserver ef ég væri á annaðborð að tengjast yfir 10gbE

Annars myndi ég sjálfur bæta þessum switch ef ég myndi nota hitt 10gbE nic á móðurborðinu til að tengjast við networkið.


Just do IT
  √

Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Pósturaf Hnykill » Fim 19. Jan 2017 00:00

http://www.gamersnexus.net/guides/2272- ... g-round-up

Efsti kassinn, þessi In Win, ásamt Kraken X62 væri það flottasta sem ég gæti ýmindað mér saman.

Ekki viss um að hann fáist á landinu samt. en þetta ætti að sýna þessum Apple gaurum hver á flottasta dótið ;)

https://www.inwin-style.com/en/gaming-chassis/805i


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3839
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Pósturaf Tiger » Fim 19. Jan 2017 00:51

Caselabs og það verður síðasti turnkassinn sem þú kaupir næstu 15 árin (sakna minna tveggja ennþá).....Eini kassinnn sem ég mun kaupa ef ég myndi einhverntíman fara úr OS-X aftur í windows.

Þetta er eins og með uppþvottavélina hans Guðjóns, borga smá meira fyrir vél sem dugar í 20ár og gerir allt 100% eða spara og þurfa að endurnýja reglulega.


Mynd


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Pósturaf rbe » Fim 19. Jan 2017 01:34

sá að þú ætlar að taka 64GB Crucial Ballistics 4x16GB 2400Mhz kit
sem sagt 4 raufar af átta. ef þú ætar að fara í 8 kubba er held ég official stuðningurinn sé 2400Mhz fyrir þennan cpu ? er líka með hann
er með 8 kubba 8gb hver. þeir eru 3000Mhz en keyra núna á 2400.
var með fjóra fyrst sem voru stilltir á 3000 en bætti fjórum við og þá kúplaði vélin sig sjálfkrafa á 2100.
lét snillingana í kisildal prófa vélina hún gekk ekki vel á 3000Mhz en gengur núna fínt á 2400 sem er opinber stuðningur.
bara smá vangaveltur í sambandi við þetta.




snakkop
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Mán 07. Júl 2014 20:50
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Pósturaf snakkop » Lau 04. Feb 2017 13:09

ertu búinn að velja móðurborð ? ég er með svona þetta er svakalegt komið heim um 57.000kr með tolli og var flótari að koma enn hluti sem ég pantaði sama tíma frá tölvulistanum :D https://www.overclockers.co.uk/msi-x99a ... 1a-ms.html


[url]<a href="https://www.passmark.com/baselines/V10/display.php?id=130428749474"><img src="https://www.passmark.com/baselines/V10/images/130428749474.png" alt="PassMark Rating" border="0" /></a>[/url]

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Pósturaf kiddi » Lau 04. Feb 2017 17:34

Já vélin er komin í hús :)

ASUS x99 Deluxe II
Intel 6800K 3.4@4Ghz (á eftir að prófa að fara hærra)
Corsair AX860i PSU
Corsair 64GB DDR4-2666mhz (4x16GB)
Corsair H100v2
Samsung 960 EVO 512GB m.2
ASUS 1070 GTX Dual (hvítt GPU, lúkkar geðveikt flott á hvítu móbói í hvítum kassa)
Fractal Design R5 hvítur með glugga

Helmingurinn af ofantöldu var keypt hér heima, verðmunurinn var það lítill að það svaraði ekki kostnaði að kaupa erlendis og þá kýs ég íslensku ábyrgðina fram yfir, jafnvel þó það sé stundum erfitt að sækja ábyrgðina þegar þess þarf.

*slurp*




MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Pósturaf MrIce » Lau 04. Feb 2017 22:43

Og hva.. áekkert að sýna myndir af skepnuni? :P


-Need more computer stuff-

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálpið mér að smíða socket 2011v3 vél

Pósturaf kiddi » Lau 04. Feb 2017 23:29

Haha jú, þegar hún er tilbúin :) Í augnablikinu er hún opin í báðar hliðar með 10x SATA kapla og power hangandi út bíðandi eftir að ég færi gögnin yfir úr gömlu vélinni.