Ný vél, MB hugleiðingar.


Höfundur
ormurinnlangi
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 13. Júl 2010 14:30
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf ormurinnlangi » Mán 04. Júl 2016 17:40

Sælir,

ég er búinn að vera að reyna að koma mér inn í íhluti og samsetningar aftur eftir langa pásu og hef verið að setja saman í huganum nýja vél.

Hugmyndin er að þurfa ekki að uppfæra næstu 5+ árin.

Mig langar helst til að versla vélina í heild sinni á sama stað og er að stranda svolítið þar.

Verðhugmyndin er undir 450 þúsund fyrir alla vélina.

Kassinn Fractal Design Define R5, hvítan. Til að passa inn í stofuna, langar ekki í kassa með glugga eða led ljósum, er að hugsa eins low profile kassa og ég kemst upp með en samt kassa sem getur kælt vel. 30 þúsund.
Kassinn er undantekningin frá regluni að versla alla íhluti á sama stað, fyrst hann er bara til hjá Start.is (afaik)

Minni Corsair 16gb kit (2x8gb) DDR4 3200MHz CL16, Vengeance LPX
Aflgjafi Corsair RM750x, 80+ Gold
Geymsla Samsung 950 Pro, M.2, 256gb fyrir stýrikerfi
Crucial BX100 500gb 2.5" Solid-State Sata 6 Gb/s fyrir leiki
Seagate 2TB SATA3 7200sn, misc storage.
CPU Intel Core i7 - 6700K LGA1151 Skylake 4 kjarna.
Örgjörvakæling Noctua NH-D15, hef enga reynslu af vatnskælingu og er skeptískur með það að hún sé hljóðlátari.
Móðurborð Gigabyte Z170X-Gaming 5, LGA 1151 Skylake.

Þessir íhlutir eru til hjá Tölvutækni, og kosta samtals 235'790 kr skv vefsíðunni.

Er svakalega spenntur fyrir 1080 kortunum og hef verið að skoða EVGA 1080 FTW en Tölvutækni búast ekki við því að fá þeir fái það á næstu mánuðum. Hef lítinn áhuga á FE frá Nvidia.

Þá fór ég að skoða aðrar verslanir og att búast við því að fá ASUS 1080 STRIX á næstu 2 vikum. (157.950 kr)

Ef ég tek vélina hjá þeim þarf ég að fá þá til að panta inn minnið (þeir eiga bara 3000MHz af sömu týpu), skipta út Crucial 500Gb SSD fyrir Samsung 850 EVO 500Gb SSD, og velja mér nýtt móðurborð. Mögulega geta þeir pantað inn Noctua NH-D15 viftuna, annars er það 16.490kr sem ég verð að versla hjá Tölvutækni.

Móðurborð MSI Z170A Gaming M7 -eða- MSI Z170A-G45 Gaming.
Skv reviews hefur verið eitthvað um vandamál með Z170A-G45.

Nú veit ég ekki nægilega mikið um móðurborð til þess að geta séð almennilega hvaða MB er að fara að fullkomna vélina fyrir mig. Gigabyte borðið frá tölvutækni var valið því ég held að það sé besti valkosturinn frá þeim. Vill ekki að annað M.2 slottið sé frátekið fyrir WiFi, vill hafa möguleikann á því að setja annann M.2 SSD í seinna.
Eins vill ég hafa möguleikann á því að fjárfesta í öðru 1080 korti og keyrt 2way SLI

Ef íhlutir eru keyptir inn frá att.is eru það 219.200 kr + um 7000 kr ofaná fyrir minnið + áætlaðar 17.000 kr fyrir örgjörvakælinguna. Heildark. 243.200 kr uþb.

Niðurstaðan

Íhlutir frá Tölvutækni - 236 þúsund + 30 þúsund fyrir kassann + 1080 Strix frá att á 158 þúsund = 424 þúsund kr, fullt verð.

Íhlutir frá att.is - Um 384 þúsund með 1080 STRIX og MSI Z170A-G45 / 396 þúsund með MSI Z170A M7 + 17 þúsund fyrir Noctua frá Tölvutækni (nema þeir geti pantað hana fyrir mig á sambærilegu verði) + 30 þúsund fyrir kassann = 431 eða 443 þúsund, fullt verð.

Hvort móðurborðið teljið þið henta betur?

Edit: Nú þegar ég hugsa út það og hef lesið mig meira til, styður i7 6700 örgjörvinn og skylake móðurborðin aðeins RAM upp að 2133MHz og til að fá virknina yfir það þarf að yfirklukka örgjörvann yfir 4.4 GHz og kveikja á XMP í BIOS stillingum. Miðað við það sem ég hef lesið, hefur fólk lent í vandræðum með að ná minninu yfir 2800 MHz. Er það þá sóun að fjárfesta í 3200MHz minni ?

Ég leik mér aðallega í tölvunni, vill geta spilað nýjustu titlana í hæðstu gæðum, spilað í 4k og leikið mér að VR á næsta ári.

Fyrirfram þakkir!
Síðast breytt af ormurinnlangi á Mán 04. Júl 2016 21:43, breytt samtals 2 sinnum.


ASUS P8H61, Intel i5 - 2500k 3.3 GHz, GTX 560 Ti, 8Gb Ram.


einarbjorn
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf einarbjorn » Mán 04. Júl 2016 20:06

uff flott vél, mikið vildi eiga pening núna fyrir svona vél


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar


Höfundur
ormurinnlangi
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 13. Júl 2010 14:30
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf ormurinnlangi » Fim 07. Júl 2016 22:53

Enginn með skoðun á því hvaða móðurborð hentar vel?


ASUS P8H61, Intel i5 - 2500k 3.3 GHz, GTX 560 Ti, 8Gb Ram.

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf HalistaX » Fim 07. Júl 2016 23:04

Er ekki alltaf þetta dýrasta best? :guy


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Höfundur
ormurinnlangi
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 13. Júl 2010 14:30
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf ormurinnlangi » Fim 07. Júl 2016 23:53

Nei því miður =/ Ekki ef það er aldrei notað eða vinnur ekki saman.

Þessvegna er ég að reyna að lesa mig til og leita ráða m.a. með hvaða móðurborð ,yndi duga og að reyna að halda mig innan við sömu verslun til að hafa ábyrgðina á vélini í heild á einum stað ef einhvað fer úrskeiðis.

Vélin sem ég er að nota núna fer að syngja sitt síðasta og keyrir á Sandy bridge, hörðu diskarnir eru orðnir þreyttir og 800Mhz minni fer aldrei í nýja vél. Treysti ekki aflgjafanum fyrst hann er orðinn 5-6 ára og félagi min lenti í því í seinustu viku að hans (svipað gamall) sprakk meðan hann spilaði Heartstone.

Hugmyndin bakvið vélina er að kaupa gæði sem eru enn að virka eftir 5+ ár.


ASUS P8H61, Intel i5 - 2500k 3.3 GHz, GTX 560 Ti, 8Gb Ram.

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf emmi » Fös 08. Júl 2016 10:31

Ég var með M7 í minni vél og það svínvirkaði, ekkert vesin og 2 M.2 raufar.
Síðast breytt af emmi á Fös 08. Júl 2016 17:51, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf HalistaX » Fös 08. Júl 2016 12:42

En svona for realsies þá eru vatnskælingar hljóðlátari en þær viftur sem ég hef heyrt í, töluvert hljóðlátari en stock örgjörva viftan allavegana, svo mikið get ég sagt þér.

Það virðist vera bara öðruvìsi hljóð í þeim yfir höfuð. Í minni til dæmis á það til að koma svona surg en það er ekkert sem truflar og er mikið skárra en viftu hávaðinn í stock viftuni sem var á undan :)

Mæli með að þú kíkir í heimsókn til félaga sem getur leyft þér að heyra hljóðið í vökvakælinguni sinni :)


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Höfundur
ormurinnlangi
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 13. Júl 2010 14:30
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf ormurinnlangi » Fös 08. Júl 2016 18:58

HalistaX skrifaði:En svona for realsies þá eru vatnskælingar hljóðlátari en þær viftur sem ég hef heyrt í, töluvert hljóðlátari en stock örgjörva viftan allavegana, svo mikið get ég sagt þér.

Það virðist vera bara öðruvìsi hljóð í þeim yfir höfuð. Í minni til dæmis á það til að koma svona surg en það er ekkert sem truflar og er mikið skárra en viftu hávaðinn í stock viftuni sem var á undan :)

Mæli með að þú kíkir í heimsókn til félaga sem getur leyft þér að heyra hljóðið í vökvakælinguni sinni :)


Hefði áhuga á því að prufa vatnskælingu en ef ég veit ekki hvernig ég ætti að snúa mér að því, hef ekki aðgang að neinum turn með vökvakælingu og hef aldrei fiktað í því.

Ef ég athuga db þá eru stock vifturnar á H100i að gefa frá sér max 35db en Noctuah D15 rétt undir 25db.

Þarf ekki að skipta um vökvan í vökvakælingum og eru engar líkur á lekum?

Eru þessar kælingar að kæla betur við yfirklukkun og mikla notkun?


ASUS P8H61, Intel i5 - 2500k 3.3 GHz, GTX 560 Ti, 8Gb Ram.

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf HalistaX » Fös 08. Júl 2016 19:15

ormurinnlangi skrifaði:Hefði áhuga á því að prufa vatnskælingu en ef ég veit ekki hvernig ég ætti að snúa mér að því, hef ekki aðgang að neinum turn með vökvakælingu og hef aldrei fiktað í því.

Ef ég athuga db þá eru stock vifturnar á H100i að gefa frá sér max 35db en Noctuah D15 rétt undir 25db.

Þarf ekki að skipta um vökvan í vökvakælingum og eru engar líkur á lekum?

Eru þessar kælingar að kæla betur við yfirklukkun og mikla notkun?

Já ókei, hef náttúrulega ekki hundsvit á db tölum. En mín Fractal Design Kelvin 120mm vatnskæling er afar hljóðlát og við mikla áreynslu á vélinni eru það aðallega vifturnar á skjákortunum sem gefa frá sér all mest hljóð.

Ég hef hingað til ekki þurft að skipta um vökva í minni, getur samt vel verið að það sé betra á einhvern hátt að skipta mep reglulegu millibili. Stöðurafmagn og eitthvað álíka stöff :P

Annars segja þessar tölur allt sem segja þarf :)

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

http://www.corsair.com/en-us/blog/2015/ ... rms-better

Þannig að, já, ég ímynda mér að vökvakælingar kæli betur við yfirklukkun og þessháttar. :)


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Höfundur
ormurinnlangi
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 13. Júl 2010 14:30
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf ormurinnlangi » Fös 08. Júl 2016 22:05

Áhugavert, ætla að melta þetta.

Alltaf gott að melta meira.


ASUS P8H61, Intel i5 - 2500k 3.3 GHz, GTX 560 Ti, 8Gb Ram.


Höfundur
ormurinnlangi
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 13. Júl 2010 14:30
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf ormurinnlangi » Fös 08. Júl 2016 23:26

ormurinnlangi skrifaði:Áhugavert, ætla að melta þetta.

Alltaf gott að melta meira.


Eftir meltinguna og góðvininn google er niðurstaðan að ég veit ekki hverju ég á að trúa.

Hér er Noctua að slá út kælinguna og hávaðann í H100i
Mynd

Hér er hún aðeins kaldari en H100i en aðeins heitari en H105i
Mynd

Hér stendur hún jöfn í Intel Burn Test en keyrir heitar en H100i í BF 4
Mynd

Hér er situr hún á toppinum.
Mynd

Ætli þetta fari ekki bara eftir kassanum, umhverfinu, umhverfishita, rykmagni, stöðugleika á yfirklukkun, staðsetningu á jarðkringluni, stöðu himintunglana og hversu miklu ég tími að eyða.. hmm.

Hversu heitt er hægt að leifa örgjörva að fara áður en hann poppar ?


ASUS P8H61, Intel i5 - 2500k 3.3 GHz, GTX 560 Ti, 8Gb Ram.

Skjámynd

EOS
has spoken...
Póstar: 192
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 19:38
Reputation: 37
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf EOS » Fös 08. Júl 2016 23:54



Turn: Intel i5 6500 - ASRock Z170M Pro4S - 16gb Kingston DDR4 HyperX Black Fury 2666 - Samsung Evo 850 250gb - EVGA GTX970SSC 4gb - CoolerMaster Silencio 352 - EVGA 500B 80+ Bronze - Windows 10
Skjár: AOC 27" LED 144Hz
Annað: Trust GXT 285 - Corsair M65 Pro RGB


nonnzz98
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Lau 05. Júl 2014 18:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf nonnzz98 » Lau 09. Júl 2016 00:10

Ef hljóð er mjög mikilvægt priority fyrir þig þá myndi ég kaupa NH-D15 viftuna, eitt af bestu, ef ekki allra besta loftkælingin sem til er, slær marga aio vatnskælingar samkvæmt reviews. Og Noctua er þekkt fyrir ótrúlega hljóðlátar viftur, eina drawbackið er að það er risastórt miðað við aio vatnskælingar, en það er vandamálið með loftkælingar yfir höfuð.


R7 1700, 32GB RAM, 250GB SSD+3TB HDD, GTX 1070, Enthoo Eclipse P400S TG. PS4 Pro


Myro
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 27. Okt 2011 18:45
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf Myro » Lau 09. Júl 2016 01:33

nonnzz98 skrifaði:Ef hljóð er mjög mikilvægt priority fyrir þig þá myndi ég kaupa NH-D15 viftuna, eitt af bestu, ef ekki allra besta loftkælingin sem til er, slær marga aio vatnskælingar samkvæmt reviews. Og Noctua er þekkt fyrir ótrúlega hljóðlátar viftur, eina drawbackið er að það er risastórt miðað við aio vatnskælingar, en það er vandamálið með loftkælingar yfir höfuð.


Verð að taka undir þetta. Á sértaklega við hjá þér þar sem að þú vilt hafa lokaðan nettan kassa. Passaðu bara að gera ráð fyrir stærðinni á kælingunni bæði í kassanum og í tengslum við minnin.
Ég er hrifnari af aio vatnskælingum einfaldlega vegna þess að þær eru nettar í kassanum. Það fylgja samt oft frekar slappar viftur með þeim og oft pirrandi pumpu hljóð í þeim.
NH-D15 er samt alveg kóngurinn í hefðbundnum loftkælingum og virkar mjög hljóðlát ef loftflæði og ryk eru í lagi.
Varðandi móðurborðið þá virðist þú hafa góða hugmynd um fídusa sem þú vilt svo að reviews og budget er líklegast það sem hjálpar þér hvað mest við ákvörðunina.




Höfundur
ormurinnlangi
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 13. Júl 2010 14:30
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf ormurinnlangi » Lau 09. Júl 2016 02:02

Myro skrifaði:
nonnzz98 skrifaði:Ef hljóð er mjög mikilvægt priority fyrir þig þá myndi ég kaupa NH-D15 viftuna, eitt af bestu, ef ekki allra besta loftkælingin sem til er, slær marga aio vatnskælingar samkvæmt reviews. Og Noctua er þekkt fyrir ótrúlega hljóðlátar viftur, eina drawbackið er að það er risastórt miðað við aio vatnskælingar, en það er vandamálið með loftkælingar yfir höfuð.


Verð að taka undir þetta. Á sértaklega við hjá þér þar sem að þú vilt hafa lokaðan nettan kassa. Passaðu bara að gera ráð fyrir stærðinni á kælingunni bæði í kassanum og í tengslum við minnin.
Ég er hrifnari af aio vatnskælingum einfaldlega vegna þess að þær eru nettar í kassanum. Það fylgja samt oft frekar slappar viftur með þeim og oft pirrandi pumpu hljóð í þeim.
NH-D15 er samt alveg kóngurinn í hefðbundnum loftkælingum og virkar mjög hljóðlát ef loftflæði og ryk eru í lagi.
Varðandi móðurborðið þá virðist þú hafa góða hugmynd um fídusa sem þú vilt svo að reviews og budget er líklegast það sem hjálpar þér hvað mest við ákvörðunina.


FD Define R5 á að rúma 180mm cpu viftu skv heimasíðuni þeirra, og 170mm skv start.is. Noctua NH D15 er 165mm skv specs.

Corsair Vengeance er ekki svo high profile minni. En ég las í dag að G.Skill Ripjaw V væri gert fyrir Skylake seríuna og að Vengeance væri betra fyrir x99. Hvað finnst ykkur vökturum um það, eitthvað til í því?

Ripjaw eru aðeins hærri fyrir miðju, en ég held samt að það myndi passa, eins er hægt að hækka ytri viftuna ef maður kýs að hafa hana hægrameginn ef horft er beint inn í kassann, um sirka.. give or take 1cm og kassinn á að rúma það.

Er búinn að vera að reyna að kynna mér negative og positive airflow með turnkælingar, held að ég sé nokkurnveginn með skilninginn réttann þar.

Varðandi móðurborðin þá held ég að M7 sé mögulega borðið fyrir mig, en þessi easy overclock takki hljómar einsog tifandi tímasprengja fyrir mér, hef verið að skoða benchmark muninn á MSI z170A M7 og ASRock Extreme6+. Þau eru í sambærilegum verðflokki.

Hef helgina til að skoða þetta nánar. Er búinn að senda tölvupóst með fyrirspurnum um verð, tilboð (sem virðist óalgengara í dag en fyrir 5+ árum) og hvort þeir geti ekki sérpantað suma hluti til að versla sem mest á einum stað og hvað verð verður og búinn að senda inn staðfesta pöntun fyrir Kassanum FD Define R5 hvítur, verður vonandi algjör sleeper.


ASUS P8H61, Intel i5 - 2500k 3.3 GHz, GTX 560 Ti, 8Gb Ram.


nonnzz98
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Lau 05. Júl 2014 18:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél, MB hugleiðingar.

Pósturaf nonnzz98 » Mán 11. Júl 2016 16:35

ormurinnlangi skrifaði:
Myro skrifaði:
nonnzz98 skrifaði:Ef hljóð er mjög mikilvægt priority fyrir þig þá myndi ég kaupa NH-D15 viftuna, eitt af bestu, ef ekki allra besta loftkælingin sem til er, slær marga aio vatnskælingar samkvæmt reviews. Og Noctua er þekkt fyrir ótrúlega hljóðlátar viftur, eina drawbackið er að það er risastórt miðað við aio vatnskælingar, en það er vandamálið með loftkælingar yfir höfuð.


Verð að taka undir þetta. Á sértaklega við hjá þér þar sem að þú vilt hafa lokaðan nettan kassa. Passaðu bara að gera ráð fyrir stærðinni á kælingunni bæði í kassanum og í tengslum við minnin.
Ég er hrifnari af aio vatnskælingum einfaldlega vegna þess að þær eru nettar í kassanum. Það fylgja samt oft frekar slappar viftur með þeim og oft pirrandi pumpu hljóð í þeim.
NH-D15 er samt alveg kóngurinn í hefðbundnum loftkælingum og virkar mjög hljóðlát ef loftflæði og ryk eru í lagi.
Varðandi móðurborðið þá virðist þú hafa góða hugmynd um fídusa sem þú vilt svo að reviews og budget er líklegast það sem hjálpar þér hvað mest við ákvörðunina.


FD Define R5 á að rúma 180mm cpu viftu skv heimasíðuni þeirra, og 170mm skv start.is. Noctua NH D15 er 165mm skv specs.

Corsair Vengeance er ekki svo high profile minni. En ég las í dag að G.Skill Ripjaw V væri gert fyrir Skylake seríuna og að Vengeance væri betra fyrir x99. Hvað finnst ykkur vökturum um það, eitthvað til í því?

Ripjaw eru aðeins hærri fyrir miðju, en ég held samt að það myndi passa, eins er hægt að hækka ytri viftuna ef maður kýs að hafa hana hægrameginn ef horft er beint inn í kassann, um sirka.. give or take 1cm og kassinn á að rúma það.

Er búinn að vera að reyna að kynna mér negative og positive airflow með turnkælingar, held að ég sé nokkurnveginn með skilninginn réttann þar.

Varðandi móðurborðin þá held ég að M7 sé mögulega borðið fyrir mig, en þessi easy overclock takki hljómar einsog tifandi tímasprengja fyrir mér, hef verið að skoða benchmark muninn á MSI z170A M7 og ASRock Extreme6+. Þau eru í sambærilegum verðflokki.

Hef helgina til að skoða þetta nánar. Er búinn að senda tölvupóst með fyrirspurnum um verð, tilboð (sem virðist óalgengara í dag en fyrir 5+ árum) og hvort þeir geti ekki sérpantað suma hluti til að versla sem mest á einum stað og hvað verð verður og búinn að senda inn staðfesta pöntun fyrir Kassanum FD Define R5 hvítur, verður vonandi algjör sleeper.


Svo lengi sem bæði Vengeance og Ripjawz minnin eru bæði sama gerð (DDR4) þá passa þau í bæði z170 og x99 móðurborð. Gæti verið að Vengeance minnið sé meina "enthusiast" minni og overclockar betur. M7 móðurborðið hljómar mjög solid, og MSI er eitt af topp merkjum þegar kemur að móðurborðum, þótt að ég sjálfur er die hard fyrir Asus móðurborð :D


R7 1700, 32GB RAM, 250GB SSD+3TB HDD, GTX 1070, Enthoo Eclipse P400S TG. PS4 Pro