AMD RX480 á 200 dollara


Höfundur
skrattinn
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Lau 30. Maí 2009 01:07
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

AMD RX480 á 200 dollara

Pósturaf skrattinn » Mið 01. Jún 2016 06:44

Ég veit ekki með ykkur ég held að þessar fréttir frá AMD eru eitt það besta fyrir PC/VR markaðinn í langan tíma.

Fólk getur sett saman "budget" tölvu og fengið VR upplifun

Það verður líka gaman að sjá Fury kortið þeirra og hvaða verð þeir munu hafa á því

http://www.forbes.com/sites/jasonevange ... 91a3b455a9



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Tengdur

Re: AMD RX480 á 200 dollara

Pósturaf Njall_L » Mið 01. Jún 2016 07:28

Þetta lýtur spennandi út fyrir fólk sem að er að smíða eins og þú segir "budget" vélar. Verður gaman að sjá Benchmarks og þá raunverulegt performance þegar að kortin lenda


Löglegt WinRAR leyfi


KristinnK
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: AMD RX480 á 200 dollara

Pósturaf KristinnK » Mið 01. Jún 2016 11:55

Helmingur af krafti Geforce GTX 1080 fyrir þriðjung verðsins. Það verður spennandi að sjá hvernig Nvidia svara með GTX 1060 kortinu.

Ef þessar yfirlýsingar reynast réttar í prófunum verður mikil pressa á Nvidia.


Intel Core i7-4770 | 2x8GB DDR3 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580