Hvaða vél sem VEEAM backup server ?


Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 6
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf fedora1 » Þri 08. Mar 2016 21:27

Sælir Vaktarar
Ég þarf að finna vél til að sinna backupi í meðal fyrirtæki. Erum með 3 esx þjóna og 20-40 20-30 virtual vélar í afritun. Veeam keyrir á windows og því eru kröfunar sem mér kemur til hugar:
1. windows samhæft.
2. sæmilega öflug
3. minni 16-24G
4. 8+ diskar, raid5. Datt í hug 4x WD-Red 3TB til að byrja með, geta svo bætt við örðu raid5 setti
5. verð helst undir 500k

Er betra að fókusa á móðurborð með stuðningi við raid eða skoða diskastýringu, td. http://tl.is/product/highpoint-rocketra ... 3-pci-e-20 ?
Datt í hug kassi eins og http://tl.is/product/obsidian-750d-svartur-m-glugga
Backup þjónn er blanda af db þjóni og nas server, datt í hug 2x http://tl.is/product/512gb-850-pro-5-ar ... ic-kit-ssd sem spegil fyrir c: disk en það er kanski overkill ?

Ef ég er á villigötum, eða þið hafið skoðun á málinu, endilega pósta. Ég væri alveg til í stærri/ódýrari kassa, en vil gjarnan koma sem flestum diskum í hann þannig að ég hafi pláss til að stækka. Móðurborð fer væntanlega eftir því hvort ég reyni að finna með eða án raid stuðningi. Örgjörfi væri best bang for buck.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf AntiTrust » Þri 08. Mar 2016 21:44

Þú vilt ekki fara í rack setup frekar?




Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 6
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf fedora1 » Þri 08. Mar 2016 21:58

AntiTrust skrifaði:Þú vilt ekki fara í rack setup frekar?

Það er í sjálfu sér ekkert verra, en þetta verður á hillu í "prentara" kompu/geymslu. Vill ekki hafa þetta í vélarsalnum.




Nolon
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Lau 13. Feb 2016 12:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf Nolon » Þri 08. Mar 2016 22:03

Ég yrði ekki ánægður að borga þér fyrir að backa upp fyrirtækinu mínu ef þú ætlaðir að nota samsett, dót héðan og þaðan.
ekkert öryggi, engin ábyrgð, ekkert support, þeir í TL munu ekki aðstoða þig þegar þetta dót fer í gólfið..
Það er ástæða fyrir því að fyrirtæki kaupa ekki samsettar vélar eða servera fá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í Ódýrum íhlutum og leggja allt sitt í það að vera sem ódýrastir.




Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 6
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf fedora1 » Þri 08. Mar 2016 23:16

Nolon skrifaði:rant.


Ok, Ertu að segja að það sé ekki hægt að setja saman tölvu sem keyrir windows og helst í sæmilegu lagi ? Eru að segja að TL standi ekki við ábyrgð á því sem þeir selja ?
Ég hef svo sem ekkert sagt að þetta þurfi að vera ódýrir íhlutir, er að óska eftir ráðleggingum með að fá eins ódýra vél sem gerir það sem hún þar.
Ég veit ekki hvaða reynslu þú hefur í IT málum fyrirtækja en ég held að flest fyrirtæki kaupi vélar og tæki við hæfi en horfi jafnframt í aurinn.




Nolon
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Lau 13. Feb 2016 12:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf Nolon » Þri 08. Mar 2016 23:32

"Ert þú að segja að TL standi ekki við ábyrgð á því sem þeir selja ?"

Nei, það var ég ekki að gera..
heldur að þegar vélin fer í gólfið, og þú með onboard raidcontroler, battery og cache lausann og backup fyrirtækisins farið, þá færð þú þá þjónustu sem þú borgaðir fyrir ;-)




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf AntiTrust » Mið 09. Mar 2016 00:43

fedora1 skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Þú vilt ekki fara í rack setup frekar?

Það er í sjálfu sér ekkert verra, en þetta verður á hillu í "prentara" kompu/geymslu. Vill ekki hafa þetta í vélarsalnum.


Nú ertu aðeins búinn að týna mér.. Afhverju myndiru ekki vilja hýsa backup server í vélarsal sé hann til staðar?




Höfundur
fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 290
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 6
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf fedora1 » Mið 09. Mar 2016 07:42

AntiTrust skrifaði:
fedora1 skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Þú vilt ekki fara í rack setup frekar?

Það er í sjálfu sér ekkert verra, en þetta verður á hillu í "prentara" kompu/geymslu. Vill ekki hafa þetta í vélarsalnum.


Nú ertu aðeins búinn að týna mér.. Afhverju myndiru ekki vilja hýsa backup server í vélarsal sé hann til staðar?


Ég vil hafa smá aðskilnað á milli vélarsals og backup, ef það væri smá eldur í vélarsal væri betra að afritin væri á öðrum stað. Með Veeam er hægt að replicate-a hluta af afritunum yfir í skýið, en ég vil samt hafa backup serverinn aðskilinn just in case. :-"

Nolon skrifaði:Nei, það var ég ekki að gera..
heldur að þegar vélin fer í gólfið, og þú með onboard raidcontroler, battery og cache lausann og backup fyrirtækisins farið, þá færð þú þá þjónustu sem þú borgaðir fyrir ;-)


Ég er ekki að sjá þetta sem svona mikið disaster og þú, þó backup vél fari niður, í rafmangsleysi þá ræsir þú hana bara upp aftur. Ef þú hefur rekið backup veistu að þau mistakast öðru hvoru. onboard raidcontroler er meira vesen, en það er eitthvað sem þú getur lent í hvort sem þú raðar saman vél eða kaupir "fyrirtækja" grade server. þetta er spurning um áhættu vs peninga. Ef þú velur sæmilega algenga componenta, þá er þetta ekki stórt vandamál.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf AntiTrust » Mið 09. Mar 2016 10:19

Ég skil 'eld' partinn af rökhugsuninni á bakvið að vera með vélina ekki á sama stað, en eins og þumalputtareglan segir, ef það er ekki til á þrem stöðum, þá er ekki til backup ;)

Ég er samt alveg á því að whiteboxes eigi alveg rétt á sér í svona hlutverkum, sérstaklega þar sem við erum í raun ekki að tala um mission critical kerfi - fyrirtækið liggur ekkert á hliðinni þótt backup þjónninn detti út í smátíma.

Ef ég væri að fara í whitebox setup myndi ég ekkert endilega heldur vera að fara í HW RAID fyrst að peningar eru concern til að byrja með. Nota jafnvel bara Storage Spaces í Mirror eða Parity m. dual resiliency mode, með SSD disk sem WriteBack Cache til að höndla betur random I/O bursts. Ef ég ætlaði að fara í HW RAID myndi ég alltaf kaupa tvö kort, eitt til að eiga til að geta 'hotswappað' ef kortið myndi feila. Aldrei myndi ég samt fara í onboard FakeRAID, það er og hefur alltaf verið crap.

SSD fyrir DB er e-ð sem ég myndi líka gera, ég sé talsverðan mun á því þegar ég er að flytja DB'a af RAID0 HDD stæðum yfir á single SSD'a. Þú gætir samt jafnvel bara sett upp SSD Tier í Storage spaces og látið DB'inn keyra eingöngu af SSD Tier'inum en samt haldið SSDunum í heildarpoolinu og það yrði þá notað fyrir hot files (þ.e. mikið notaðar skrár.)

Annað smáatriði, ég myndi aldrei fara í turnkassa með glugga. Fyrir mig öskrar það bara hobby/amatör feel - ekki er ég að fara að vatnskæla eða LED'a upp backup server í fyrirtæki amk. Ég myndi líka vilja auðvelt aðgengi að diskunum svo ég myndi alltaf vilja fara í 5'25 -> 3.5' bracket með aðgengi að framan til að geta skipt snögglega út diskum.

Svona í fljótu bragði yrði kæmi þetta kassa+bracket combo til greina hjá mér:

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2398
https://www.tolvutek.is/vara/inter-tech ... -st3051-bk

Ef ég ætlaði að sleppa bracketinu þá væri þessi líklegur:

https://tolvutek.is/vara/fractal-design ... si-svartur

Já og UPS. Alltaf UPS á bakvið fileserver. Það er ekkert sem hefur stútað jafn mörgum diskum hjá mér í gegnum tíðina heldur en rafmagnsflökt/leysi.




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 658
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 109
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf Televisionary » Mið 09. Mar 2016 14:53

HP DLXXX netþjón og diskahillu(r) var mín leið.

Ég var í vandræðum að fá samþykkta afritun í 300+ véla uppsetningu sökum annmarka frá birgjum, þannig að ég tók afrit á Linux vél með diskahillu með RaidZ(1) uppsetningu einn diskur undir parity og hafði 1 hot spare disk með ZFS skráakerfi uppsettu. Diskarnir settir upp sem JBOD og þetta tengt með SAS tengingum.

Þannig að við áttum "snapshot" af öllum tölvum/tækjum:
Síðustu 30 daga
Síðustu X vikur (Geymdar 52 vikur s.s. 1 vikulegt snapshot)
1 x mánaðarlegt (geymdir 12 mánuðir)

Þannig að hægt var að rollbacka gögnum hratt og örugglega án þess að þurfa raunverulega að fá "recovery" frá "platform" deildinni, því þegar að þig vantar gögn sem einhver hefur yfirskrifað eða eytt þá er tíminn oft lítill. Hvað geturðu beðið lengi eftir að endurheimta gögn án þess að þú tapir peningum í rekstri? Í þessu tilviki gátum við ekki beðið lengi.

Öll Linux tæki voru afrituð með rsync s.s. vélin með diskahillunum dró til sín gögnin. Windows vélarnar ýttu þessu frá sér. Allir gagnagrunnar voru afritaðir á vélunum sjálfum þannig að þú ert alltaf að draga til þín skrár sem eru klárar. "Embedded" tæki voru oft á tíðum með eina statíska config skrá sem var dregin allt annað á þessum tækjum endurnýjaði sig um leið og config skráin var komin á réttan stað ef þú skiptir um búnað.

Þessi vél var svo afrituð í annan vélasal þeas backup "client" keyrði á Linux vélinni þannig að hún var til á tveimur staðsetningum.

Þessi uppsetning þ.e.a.s. þjónustan sem var verið að verja er tengd 200-250 þúsund viðskiptavinum á degi hverjum.

En láttu "consumer" búnað vera undir öllum kringumstæðum. Tíminn sem fer í þennan búnað oftast nær verður mun meiri og allur sparnaður fer út um gluggann.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf nidur » Mið 09. Mar 2016 19:07

Supermicro móðurborð, eitthvað í þessa áttina http://www.supermicro.nl/products/mothe ... SSL-CF.cfm
Í einhverjum góðum rack turn.
Ættir að geta keyrt 14 diska í henni með því að breyta FW á SAS controllernum.

Gætir sett 8 eða 12 í Raidz3 t.d. vera með þrjá í redundancy í FreeNas eða einhverju öðru, myndi ekki taka hardware raid.



Skjámynd

svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða vél sem VEEAM backup server ?

Pósturaf svavaroe » Fim 10. Mar 2016 08:48

Supermicro móðurborð.
LSI Controller fyrir SAS/SATA diska. t.d. LSI 9211-8i eða nýrri LSI 9207.
Skiptir út firmware og setur í IT mode.
ZFS
Og þú skallt skoða og reikna út vel og vandlega hvort að RAID5 hentar þér þar sem þú ert með 3TB+ diska.
(Raid rebuild tekur tíma á svona stórum diskum að líkurnar á að annar diskur fari á meðan eru ágætar) - Hvort sem þú ert með Enterprise diska eður ei.
Eins og sagt er í dag "Raid 5 for all business critical data on any drive type [is] no longer best practice."

Fyrst að þetta er backup server og þá myndi ég skoða frekar option á RAID6.
Og að sjálfsögðu að vera með hot-spare til staðar.

4diska í hverju vdev :

RAIDZ2-vdev-0
3TB
3TB
3TB
3TB
---->6TB

RAIDZ2-vdev-1
3TB
3TB
3TB
3TB
---->6TB

Samtals ~12TB usable data space