Hljóðlátir tölvukassar


Höfundur
barabinni
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Sun 23. Jan 2005 01:04
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf barabinni » Fös 01. Jan 2016 02:39

Hef verið að skoða tölvukassa í þessum hljóðláta flokki og hef ekki getað ákveðið mig hvern skal velja.

Hvað segja vaktarar um þessi mál? Er Corsair Carbide 330R alveg nóg eða ætti maður að fara Í Fractal design R5 því að þessi auka 10.000 kall er alveg þess virði?

Eða eru jafnvel aðrir kassar sem menn hafa góða reynslu af?


DA !

Skjámynd

stebbz13
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Þri 21. Des 2010 17:14
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf stebbz13 » Fös 01. Jan 2016 14:07

fractal design R5 fær mitt atkvæði allan daginn alveg þess virði


i5-4690k @ 4.5ghz / z97x-GAMING 5 / gigabyte G1 gaming gtx 970 4gb / Mushkin 8GB DDR3 1600MHz / 128GB Mushkin Chronos / HDD 3Tb / Noctua NH-D15 / Fractal Design Define R5 / 28" BenQ GW2870h / 24" BenQ GL2450


slapi
Gúrú
Póstar: 558
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf slapi » Fös 01. Jan 2016 14:48

Define R5 er ástæðan fyrir að ég fékk leyfi fyrir að hafa serverinn inn í stofu. Flott fyrir prísinn




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2375
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf littli-Jake » Fös 01. Jan 2016 15:42

Ef að ég væri að fá mér nýjan kassa værði það annaðhvort R5 eða Antec-P280
Er sjálfur með P-180. Gífurlega hljóðlátur. Kassinn tómur er tæp 10 kg.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf Alfa » Fös 01. Jan 2016 17:21

Get bara talað um þá kassa sem ég hef reynslu af og Corsair Carbide 330R er mjög hljóðlátur, hann er t.d. miklu hljóðlátari en NZXT 440 "Silent" sem er það bara alls ekki að mínu mati. Ekki miðað við 330R.

Eina sem fór í taugarnar á mér með minn 330R er ef þú ætlarðir að bæta viftum í hann að framan eða skipta í 140mm þá eru skúfugangarnir sem halda viftunum í tommumáli og hörmung að fá rétta stærð. Þetta er þó sennilega ekki vandamál nema ef maður er að bæta við vatnskælingu. Segjandi það þá var ég með fyrstu úgáfuna af 330R, ekki þessa sem er í gangi núna og kannski hafa verið gerðar breytingar á þessu.

Ég endaði með að panta á ebay frá kóreu eða eitthvað 100 svona í réttu máli og á ábyggilega 50 ennþá haha :)


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3106
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 525
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 01. Jan 2016 18:22

Ég er með Define R5 og get sagt fyrir mitt leiti að hann sé Mjög hljóðlátur. Ég hefði hugsanlega keypt Antec kassa hefðu þeir verið seldir í Tölvutek þegar ég setti saman nýja vél fyrr í vikunni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Tengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf Njall_L » Fös 01. Jan 2016 19:57

R5 fær mitt atkvæði sem hljóðátur kassi sem að er samt auðvelt og þæginlegt að byggja í.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1362
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf nidur » Fös 01. Jan 2016 20:45

Ég hef verið að skoða m-atx kassa upp á síðkastið og einmitt Fractal Define R5 og NZXT 440 virðist vera vinsælt.

Miðað við myndirnar á netinu þá virðast gæðin á Define R5 ekki vera neitt rosalega góð miðað við NZXT 440.
En persónulega finnst mér Define fronturinn lýta betur út.

Er sjálfur að nota Cooler Master Silencio 352 núna, og hann er mjög fínn, á betra verði.
En hann t.d. safnar ryki í portin á framhliðinni gæti leitt saman og rústað móðurborðinu einn daginn.

Eru engir aðrir áhugaverðir M-ATX turnar þarna úti?



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 40
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf Squinchy » Fös 01. Jan 2016 20:59

Er með R4 og mæli klárlega með þessum kössum, það bara heyrist ekkert í vélinni í þessum kassa. R5 gefur eflaust ekkert eftir


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


Höfundur
barabinni
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Sun 23. Jan 2005 01:04
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf barabinni » Lau 09. Jan 2016 15:13

Vildi þakka ykkur fyrir athugasemdirnar þar sem ég endaði á því að kaupa mér R5 og er mjög sáttur. :)


DA !

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2287
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 386
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðlátir tölvukassar

Pósturaf Moldvarpan » Lau 09. Jan 2016 16:36

330R og P183 eru báðir mjög þéttir og hljóðlátir.
Hinsvegar er 330R mikið léttari og er skemmtilega hannaður. Mæli með honum.