Síða 1 af 1

Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 08:57
af L4Volp3
Daginn,
Ég villdi spyrja ykkur útí það hvort væri betri kostur að kaupa sér 1440p Skjá sem er 60 Hz eða 1080p skjá sem er 144Hz.
Er aðalega að pæla fyrir leikjaspilun og svo bara glápa á myndir/þætti. Er að leita af einhverju sem á eftir að endast í einhvern tíma.
Allar jákvæðar ábendingar vel þegnar.
Fyrirfram þökk,
L4Volp3

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 09:32
af I-JohnMatrix-I
Fyrir leiki myndi ég klárlega taka 144hz 1080p skjá, sérstaklega ef þú spilar mikið af fps leikjum.

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 10:53
af L4Volp3
Er meira í LoL og WoW en spurning hvað maður spilar á næstu árum. Var líka að pæla í 27" jafnvel stærra,

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 11:29
af Fletch
færð þér bara Asus ROG Swift, hann er 1440p@144Hz og gsync!

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 11:40
af Plushy
Fletch skrifaði:færð þér bara Asus ROG Swift, hann er 1440p@144Hz og gsync!


hann er líka 27", ótrúlega flottur og vel hannaður, pínulítill bezel!

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 12:42
af L4Volp3
Er GTX 970 nógu gott til að höndla þennan skjá með grafík í high eða hærra?

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 12:48
af Fletch
já, ættir að keyra flesta leiki í high með því, en maður finnur heldur ekki eins mikið fyrir framedrops með gsync, svo lengi sem það er ekki að drop'a undir 30fps

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 12:57
af L4Volp3
Þessi skjár hljómar mjög vel. Hvaða verslun selur hann? Eða væri jafnvel betra að panta hann að utan?

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 13:02
af Kull
Start er að selja hann, rétt tæpur 160 þús kall :)

http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=815

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Mið 22. Okt 2014 13:30
af Fletch
hann er til í start og tölvulistanum, en ekki lager svo ég viti, erfitt að finna hann á lager, uppseldur allsstaðar

en ég get vottað að hann er geðveikur :twisted:

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Fim 23. Okt 2014 01:21
af atlifreyrcarhartt
160þ. fyrir skjá... er það ekki rugl ?

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Fim 23. Okt 2014 09:56
af L4Volp3
Lýst nokkuð vel á þennan líka : http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=718
34" 21:9 UltraWide 1440p frá LG.
Ég myndi frekar kaupa mér skjá á 160þús sem er frábær á alla vegu og á eftir að endast lengi.

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Fim 23. Okt 2014 10:52
af Fletch
LG skjárinn er mjög flottur, væntanlega aðal issue'ið með hann að það styðja alls ekki allir leikir 21:9

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Fim 23. Okt 2014 13:24
af L4Volp3
Já það er spurning að lesa sér til um það bara áður en maður ákveður sig :)

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Fim 23. Okt 2014 13:53
af Gúrú
Með League of Legends og World of Warcraft í huga er það einfaldlega peningasóun að kaupa 144Hz skjá.

1440p skjár er þá að öllu öðru jöfnu mun betri en 1080p fyrir myndir og þætti.

Þar sem ég persónulega þarf alls ekki meira en 1080p á 24" skjá meter fyrir framan mig myndi ég frekar skoða
það að fá mér IPS panel fyrir skýrari mynd.

Ef ég ætti að kaupa mér nýja skjái í dag (er gjörsamlega háður SyncMaster 16:10 setupinu mínu)
myndi ég panta að utan þessa suður-kóresku skjái sem komu á sjónarsviðið á síðustu árum.

http://www.amazon.com/QNIX-QX2710-Evolu ... B00BUI44US
http://www.amazon.com/QNIX-QX2710-Evolu ... 00CAKD6LI/

Þeir eru klikkaðir fyrir verðið.

Re: Skjár 24" 1440p 60Hz vs 1080p 144Hz

Sent: Fim 23. Okt 2014 14:47
af Fletch
QNIX/kóreu skjáirnir eru mjög góðir, sérstaklega fyrir peningin, helsti gallinn við þá er standurinn.

Átti svoleiðis og með nokkra svoleiðis niðrí vinnu, hægt að yfirklukka þá en þeir eru engan vegin jafn smooth og 1ms skjár eins og Rog Swiftin t.d.

Einnig eftir vera orðinn vanur GSYNC þá er gaming á öðrum skjám frekar glatað, annaðhvort er maður með no-vsync og tearing eða vsync on og stuttering, ég var í raun aldrei búinn að spá hvað þetta er truflandi og eyðileggur gaming immersion

Pointið með Swiftin er að þú færð 1440p@144Hz (og gsync, og 1ms, og 3d vision, og ULMB), best of both worlds