Fór með gallað 670 Power Edition í TL


Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Swanmark » Fös 14. Feb 2014 22:19

Keypti MSI 670 power edition í mars 2013. Kostaði það þá um 76 þúsund og allt í lagi með það. Nema hvað að þegar það var undir loadi þá crashaði skjákortsdriverinn frekar frequently, og hélt ég að ég væri bara með leim driver eða eitthvað, en var ekkert að spila voða öfluga leiki svo ég spáði ekkert í því. Var þetta farið að hrjá mig í Des núna, og gerði allt sem mér datt í hug, en ekkert gerðist. Það var svo mikið að gera um jólin að ég nennti ekki þá, svo að ég var að fara með það fyrir um 3 dögum. Settu þeir það í stress test og whatnot, og komust að sömu niðurstöðu og ég hafði komist að, að kortið væri bilað, eða gallað. Segja mér þá að ég geti fengið 760 eða inneignarnótu að andvirði 760. 670 er slightly betra en 760, en ég var með 670 power edition sem ég myndi nú ætla að væri eitthvað betra en venjulegt 670 oc, en fæ samt bara 760 .. ???? Hvað finnst mönnum um þetta? Eru þeir að taka mig í afturendann?


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf hagur » Fös 14. Feb 2014 22:29

Hvað kostar 760 vs 670?

Þú ættir amk að fá inneignarnótu uppá þá upphæð sem þú greiddir fyrir kortið.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1740
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Kristján » Fös 14. Feb 2014 22:29

soldið asnalegt þar sem 670 kortið er betra og hvað þá að það sé PE útgáfa

ekkert hægt að claim til MSI?




Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Swanmark » Fös 14. Feb 2014 22:31

hagur skrifaði:Hvað kostar 760 vs 670?

Þú ættir amk að fá inneignarnótu uppá þá upphæð sem þú greiddir fyrir kortið.

670 hætt í framleiðslu.
Hann sagði einmitt við mig í símann að ég myndi fá 76k inneingarnótu, og svo hringdi hann aftur og sagði að yfirmaður sinn hefði sagt að ég ætti að fá inneignarnótu uppá sambærilega vöru.. sem er þá ... 760 .. :face
Kristján skrifaði:soldið asnalegt þar sem 670 kortið er betra og hvað þá að það sé PE útgáfa

ekkert hægt að claim til MSI?

hmm?
EDIT: TL eru með kortið, ef það er það sem þú ert að spá í.


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf gullielli » Fös 14. Feb 2014 22:35

ég hefði haldið að þú eigir rétt á sambærilegri vöru eða endurgreiðslu/inneign fyrir kaupunum - en ekki inneignarnótu að andvirði annarar vöru?


-Cheng


Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Swanmark » Fös 14. Feb 2014 22:46

gullielli skrifaði:ég hefði haldið að þú eigir rétt á sambærilegri vöru eða endurgreiðslu/inneign fyrir kaupunum - en ekki inneignarnótu að andvirði annarar vöru?

Fékk inneignarnótu uppá 50þúsund(760 kostar það) :|

goddamnit


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf rickyhien » Fös 14. Feb 2014 23:13

eh...á maður ekki ALLTAF að fá sömu upphæð og maður borgaði !!!!!! what the hell :O



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1740
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Kristján » Fös 14. Feb 2014 23:20

Swanmark skrifaði:
gullielli skrifaði:ég hefði haldið að þú eigir rétt á sambærilegri vöru eða endurgreiðslu/inneign fyrir kaupunum - en ekki inneignarnótu að andvirði annarar vöru?

Fékk inneignarnótu uppá 50þúsund(760 kostar það) :|

goddamnit



fáranlegt!!!



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 14. Feb 2014 23:48

rickyhien skrifaði:eh...á maður ekki ALLTAF að fá sömu upphæð og maður borgaði !!!!!! what the hell :O


Vélbúnaður (eins og langflest) rýrnar í verði með tíma.



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3357
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf mercury » Fös 14. Feb 2014 23:57

að mínu mati ættiru að fá innleggsnótu að verðmæti þess hlutar sem þú keyptir upphaflega... er alltaf að koma einhvað nýtt og betra.



Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf trausti164 » Lau 15. Feb 2014 00:00

KermitTheFrog skrifaði:
rickyhien skrifaði:eh...á maður ekki ALLTAF að fá sömu upphæð og maður borgaði !!!!!! what the hell :O


Vélbúnaður (eins og langflest) rýrnar í verði með tíma.

Já en þeir eru ekki að kaupa þetta af þér, þeir eiga að ábyrgjast vöruna og mér finnst að það þýði full money back ef að varan er gölluð.


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Klemmi » Lau 15. Feb 2014 00:01

Ég nenni ekki að vitna í lögin eins og ég geri almennt, en áhugasamir geta lesið þau hér: http://www.althingi.is/lagas/137/2003048.html

Þú átt rétt á úrbótum eða nýrri afhendingu. Úrbætur myndu falla undir viðgerð, ný afhending væri annar sambærilegur hlutur.

Þeir geta ekki sagt að GTX 760 sé sambærilegt við GTX 670, þetta er leikjaskjákort og þú ert að nota það sem slíkt. Flest benchmörk benda til þess að GTX 670 sé öflugra í gott sem allri leikjakeyrslu, sbr. http://anandtech.com/bench/product/830?vs=854

Ef þeir vilja ekki gera við þína vöru eða láta þig hafa nýja sambærilega vöru, þá þar sem þessi galli er ekki óverulegur, þ.e. varan er ónothæf í þeim tilgangi sem þú ert að nota hana í, þá áttu rétt á riftun kaupanna. Það þýðir ekki inneignarnóta, heldur einfaldlega endurgreiðsla.

Ef þeir ákveða að vera áfram með leiðindi og vilja bjóða þér að senda kortið út í viðgerð, þá má gera ráð fyrir að slíkt taki lengur en eina viku, en þá ber þeim skylda til að láta þig fá sambærilegt lánskort á meðan þeirri töf stendur.



Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Olafst » Lau 15. Feb 2014 00:18

Spurðiru ekki hvort þú gætir fengið 770 í staðinn? og kannski borgað smá á milli?
Mér finnst alveg líklegt að þú gætir fengið að klára málið þannig skv. minni reynslu af TL.




Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Swanmark » Lau 15. Feb 2014 00:33

Olafst skrifaði:Spurðiru ekki hvort þú gætir fengið 770 í staðinn? og kannski borgað smá á milli?
Mér finnst alveg líklegt að þú gætir fengið að klára málið þannig skv. minni reynslu af TL.

Hann sagði við mig eins og ég væri hálfviti "hélstu að þú mundir fá 770 eða?"

Takk fyrir svarið klemmi, en er þetta of seint þar sem að ég tók við inneignarnótunni?


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Olafst » Lau 15. Feb 2014 00:41

Swanmark skrifaði:Hann sagði við mig eins og ég væri hálfviti "hélstu að þú mundir fá 770 eða?"

Ekki hægt að ætlast til þess að fá betra kort fyrir sama verð.
En afhverju spurðiru ekki hvort þú mættir borga aðeins uppí til að fá 770? Það er klárlega besta lausnin í þessu tilviki að mínu mati.



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3357
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf mercury » Lau 15. Feb 2014 00:42

Swanmark skrifaði:
Olafst skrifaði:Spurðiru ekki hvort þú gætir fengið 770 í staðinn? og kannski borgað smá á milli?
Mér finnst alveg líklegt að þú gætir fengið að klára málið þannig skv. minni reynslu af TL.

Hann sagði við mig eins og ég væri hálfviti "hélstu að þú mundir fá 770 eða?"

Takk fyrir svarið klemmi, en er þetta of seint þar sem að ég tók við inneignarnótunni?

Þá áttir þú að svara já auðvitað. kemst nær því verði sem þú borgaðir fyrir gamla kortið og er amk ekki lakara en það.




Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Swanmark » Lau 15. Feb 2014 00:57

Mitt plan er að fara með þessa 50k nótu og borga uppí 770. Finnst þetta bara vera rugl. Kannski smá mér að kenna að vera latur, og fara ekki fyrr.


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf tdog » Lau 15. Feb 2014 01:28

Nei, þú ferð og talar við verslunarstjórann og segist bara vilja fá endurgreitt fyrir þá vöru sem þú keyptir á 76 þúsund krónur, það sé þinn réttur.



Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Olafst » Lau 15. Feb 2014 02:10

tdog skrifaði:Nei, þú ferð og talar við verslunarstjórann og segist bara vilja fá endurgreitt fyrir þá vöru sem þú keyptir á 76 þúsund krónur, það sé þinn réttur.

Nei, það stemmir ekki við lög.

althingi.is skrifaði:29. gr. Krafa um úrbætur og nýja afhendingu.
Ef seljandi býður fram úrbætur eða nýja afhendingu í samræmi við lögin getur neytandi ekki krafist afsláttar eða riftunar.

http://www.althingi.is/lagas/138b/2003048.html



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf tdog » Lau 15. Feb 2014 02:32

30. gr. Framkvæmd úrbóta og nýrrar afhendingar.
Úrbætur og ný afhending skulu fara fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir neytanda, innan hæfilegs tíma og þannig að neytandinn fái bætt útgjöld sín úr hendi seljanda.
Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.
Ef úrbætur eða ný afhending seljanda hafa það í för með sér að neytandi getur ekki notað söluhlut í meira en eina viku getur neytandi krafist þess að fá sambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda. Þetta á þó aðeins við ef krafan telst sanngjörn með hliðsjón af þörfum neytandans og þeim kostnaði og óhagræði sem það hefur í för með sér fyrir seljanda.
Ef ekki reynist um galla að ræða getur seljandi aðeins krafist greiðslu fyrir þær athuganir sem nauðsynlegar voru til að komast að raun um hvort söluhlutur væri gallaður, og greiðslu fyrir lagfæringu á hlutnum ef seljandi hefur gert neytanda það ljóst að hann þurfi sjálfur að bera umræddan kostnað.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Baldurmar » Lau 15. Feb 2014 02:50

Olafst skrifaði:Spurðiru ekki hvort þú gætir fengið 770 í staðinn? og kannski borgað smá á milli?
Mér finnst alveg líklegt að þú gætir fengið að klára málið þannig skv. minni reynslu af TL.


Hann hefði alls ekki átt að borga neitt á milli. Ef að þeir eiga ekki vörunna, þá eiga þeir að bjóða sambærilegt úr sömu línu, eða betra út annari línu.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Olafst » Lau 15. Feb 2014 02:51

tdog skrifaði:30. gr. Framkvæmd úrbóta og nýrrar afhendingar.
Úrbætur og ný afhending skulu fara fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir neytanda, innan hæfilegs tíma og þannig að neytandinn fái bætt útgjöld sín úr hendi seljanda.
Seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem réttlæta frekari úrbætur eða afhendingu.
Ef úrbætur eða ný afhending seljanda hafa það í för með sér að neytandi getur ekki notað söluhlut í meira en eina viku getur neytandi krafist þess að fá sambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda. Þetta á þó aðeins við ef krafan telst sanngjörn með hliðsjón af þörfum neytandans og þeim kostnaði og óhagræði sem það hefur í för með sér fyrir seljanda.
Ef ekki reynist um galla að ræða getur seljandi aðeins krafist greiðslu fyrir þær athuganir sem nauðsynlegar voru til að komast að raun um hvort söluhlutur væri gallaður, og greiðslu fyrir lagfæringu á hlutnum ef seljandi hefur gert neytanda það ljóst að hann þurfi sjálfur að bera umræddan kostnað.


Hvað viltu segja með þessari tilvitnun?
Fyrra innleggið þitt kallast riftun í lögunum og það er ekki í boði þegar seljandi býður úrbætur eða nýja afhendingu.
Að fá bætt útgjöld sín eins og þú feitletrar væri að fá nýtt sambærilegt kort eða viðgerð á því gamla.
Þannig að ég spyr aftur; hvað meinaru með þessari tilvitnun? :)

Annars er ég búinn að koma með mína skoðun á þessu máli fyrr í þessum þræði og nenni helst ekki að vera að þusa um einhver lög hægri vinstri, en ég fann mig knúinn til þess þegar verið er misskilja þau eins og þetta með endurgreiðsluna sem þú nefndir.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf mind » Lau 15. Feb 2014 12:44

Swanmark skrifaði:Mitt plan er að fara með þessa 50k nótu og borga uppí 770. Finnst þetta bara vera rugl. Kannski smá mér að kenna að vera latur, og fara ekki fyrr.

760 er um 3% slakara en 670. En 760 er nýrri kynslóð og með tæknina sem fylgir því.
Ef maður hunsar allt nema hreina afkastamuninn, væri munurinn 1500-2000 krónur.
Ég sé ekki að nokkur maður né fyrirtæki nenni að gera mál úr því, frekar en að brúa bilið.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1740
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Kristján » Lau 15. Feb 2014 14:33

mind skrifaði:
Swanmark skrifaði:Mitt plan er að fara með þessa 50k nótu og borga uppí 770. Finnst þetta bara vera rugl. Kannski smá mér að kenna að vera latur, og fara ekki fyrr.

760 er um 3% slakara en 670. En 760 er nýrri kynslóð og með tæknina sem fylgir því.
Ef maður hunsar allt nema hreina afkastamuninn, væri munurinn 1500-2000 krónur.
Ég sé ekki að nokkur maður né fyrirtæki nenni að gera mál úr því, frekar en að brúa bilið.



hvaða 760 kort sem er kemur aldrei nálægt því að vera 3% verra er 670 oc pe
670 kortið er með svo mikið betri overclock að það hálva væri hellingur



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2284
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 386
Staða: Ótengdur

Re: Fór með gallað 670 Power Edition í TL

Pósturaf Moldvarpan » Lau 15. Feb 2014 14:44

Þetta er fáranleg vinnubrögð.

Ég man vel eftir því þegar ég fór t.d. með minn aflgjafa sem að var gallaður niðrí Tölvutækni, þá var hann á næst síðasta mánuði sem eftir var af 2 ára ábyrgðinni og þeir tóku hann uppí nýjan á því innkaupaverði sem hann var keyptur á.
Svo bætti ég örlítið við og fékk annan öflugri þar sem að þeir voru ekki með þennan tiltekna aflgjafa til sölu ennþá.

Það eru rétt vinnubrögð í svona ábyrgðarmálum.

Þú átt að fá kortið bætt uppí það verð sem kortið var keypt á.