Kominn tími á góða uppfærslu

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Pósturaf DoofuZ » Mið 19. Feb 2014 11:06

Hnykill skrifaði:Fáðu þér i5 4670K + móðurborð og 8GB minni.. og Geforce GTX 770 4096MB og þú ert góður í 2-3 ár allavega ;)

Eins og ég sagði, þá ætla ég LÍKA að kaupa nýja vél og verður hún einmitt eitthvað í líkingu við þetta, en ég vil samt uppfæra gömlu aðeins í leiðinni. Ég mun gera sér þráð hér fljótlega til að fá ráðleggingar varðandi nýju vélina en þessi þráður á bara að snúast um uppfærslu á þessari gömlu, vil ekki heyra meira um að ég eigi bara að kaupa nýja tölvu.

IceThaw skrifaði:Ef þú ætlar að kaupa "mulningsvél" rétt fyrir/eftir áramót og nota svo skjákortið+ssd sem þú ætlar að kaupa núna í hana, ekki kaupa það þá eftir núverandi vél, skítt með flöskuháls varðandi skjákortið því næsta vél myndi nota það 100% Kaupir bara góðan ssd og gott skjákort

Ég ætlaði að kaupa í kringum síustu áramót, en það hefur dregist aðeins 8-[ Og ég er hættur við að kaupa ssd fyrir þessa gömlu, amk. í bili, ætla bara að byrja á að bæta minnið og fá mér nýtt skjákort, kaupi svo kannski ssd með þegar ég kaupi í nýju vélina. Og nei, ég er ekki að fara að kaupa skjákort í þessa gömlu sem verður svo notað í þá nýju, það verður að sjálfsögðu mun betra skjákort keypt í hana og ég vil geta notað þessa áfram líka.

IceThaw skrifaði:Varðandi minnin, myndir væntanlega ekki nota þau í næstu vél svo þú kaupir bara 2 önnur með sama hraða/latency eins og áður var sagt og þú ert góður í bili.

Fyrir þá sem lásu ekki það sem ég var að enda við að segja í síðasta svari þá er ég að sjálfsögðu að fara að kaupa minni með sömu specca og þau sem ég er með nú þegar, það eina sem ég hef verið að reyna að fá svör við er hvort það sé einhver finnanlegur munur á að maður sé að nýta sér dual channel fídusinn eða ekki en það skiptir líklega ekki máli þar sem eina minnið sem ég get keypt er 8gb (2 x 4gb) og til að nýta dual channel þá þyrfti ég að sleppa núverandi minni en með því að sleppa frekar að spá meira í dual channel og setja nýju minnin bara í þær raufar sem eru lausar þá endar það í 12gb. Held að það sé nokkuð öruggt að 12gb (2 x 2gb + 2 x 4gb) allt í single channel sé betra en 8gb (2 x 4gb) í dual channel :) Svo gæti ég reyndar alltaf skipt á núverandi minni fyrir samskonar low profile minni sem kemst þá betur fyrir og leyfir mér að nýta dual channel.

IceThaw skrifaði:Ef þú ætlar ekki að nota skjákortið/ssd í næstu vél þá mæli ég með notuðu skjákorti í þessa vél á góðu verði og láta það duga fyrst hitt kortið er að klikka

Ég hef engan áhuga á að kaupa notaða íhluti, hef bæði brennt mig á slíkum kaupum áður og svo er mér sama þó ég þurfi að eyða aðeins meira í hlutina.

Það sem ég hef því ákveðið að kaupa fyrir þessa gömlu vél er 760GTX og 8gb (2 x 4gb) low profile minni, end of discussion :)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

IceThaw
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Mán 07. Maí 2012 20:43
Reputation: 4
Staðsetning: Vesturland
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Pósturaf IceThaw » Mið 19. Feb 2014 19:01

Þessar 3 klausur sem þú vitnar í var bara samantekt óþarfi að setja út á það. Augljóst með vinnsluminnin, gömul vél og þegar þú ert kominn í 8gb+ ertu orðinn góður, auðvitað leiðinlegt að geta ekki nýtt dual channel en ekkert hræðilegt samt. Ssd er náttúrulega alltaf góður en skil það að það sé allt í lagi að spara að vera kaupa það fyrst þú ert að fara fá þér betri vél seinna. Það sem ég átti við með þessu að skjákortið sem yrði fyrir valinu, sem er í þessu tilfelli 760gtx greinilega, er hálfgert overkill fyrir þennan örgjörva, óþarfa eyðsla á pening til að búa til bottleneck. En það virðist vera sem þú viljir ekki fá neinar skoðanir, setur bara út á það allt, ekki illa meint.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Pósturaf DoofuZ » Fim 20. Feb 2014 02:43

Já, afsakaðu þetta, ég er bara búinn að fá þónokkur svör hérna þar sem er eiginlega verið að segja mér að ég eigi að sleppa því að uppfæra þá gömlu og kaupa bara nýja en ég vil gera bæði, mér fannst bara eins og það væri ekki verið að hlusta á mig og tók smá rage, það var ekki ætlunin að láta það bitna á saklausum vökturum :| Var líka kannski aðeins of fljótur á mér að lesa þinn póst og misskildi það sem sömu þvæluna 8-[

En já, ég vil að sjálfsögðu ekki vera að kaupa skjákort sem skapar flöskuháls í þessari vél, hvaða kort er þá passlegt með þessum örgjörva? Prófaði reyndar að gúgla aðeins og margir með akkúrat sama örgjörva og ég hafa spurt að þessu en þar vöru svörin að mestu eins, að Radeon HD 7950 eða 660GTX væri það besta sem passi með þessum örgjörva áður en flöskuháls fer að myndast. Eruð þið sammála? Ætlaði svo að fara að skoða verð og specca á HD 7950 en ég sé það hvergi í búðunum, er hætt að selja það? Er ekki líka annars málið bara að taka 660GTX? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

IceThaw
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Mán 07. Maí 2012 20:43
Reputation: 4
Staðsetning: Vesturland
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Pósturaf IceThaw » Fim 20. Feb 2014 03:27

En ef peningar eru ekki mikið issue þá geturðu alveg skellt þér á 760 ef þú myndir svo mögulega nota það í aðra vél seinna.. ég myndi bara gera lista með skjákortum sem þú finnur með bæði price range og gæði í huga og work it from there... og þá mögulega í þessum gæðaflokki sem þú talar um amd7950/660gtx, http://www.videocardbenchmark.net/high_end_gpus.html .. sum kort eru kannski lítið dýrarari en skora kannski mikið meira en hin sem eru rétt svo aðeins ódýrari, með því að setja þetta allt á einn lista geturðu svo útilokað og fundið þetta út :P



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 20. Feb 2014 08:23

DoofuZ skrifaði:Já, afsakaðu þetta, ég er bara búinn að fá þónokkur svör hérna þar sem er eiginlega verið að segja mér að ég eigi að sleppa því að uppfæra þá gömlu og kaupa bara nýja en ég vil gera bæði, mér fannst bara eins og það væri ekki verið að hlusta á mig og tók smá rage, það var ekki ætlunin að láta það bitna á saklausum vökturum :| Var líka kannski aðeins of fljótur á mér að lesa þinn póst og misskildi það sem sömu þvæluna 8-[

En já, ég vil að sjálfsögðu ekki vera að kaupa skjákort sem skapar flöskuháls í þessari vél, hvaða kort er þá passlegt með þessum örgjörva? Prófaði reyndar að gúgla aðeins og margir með akkúrat sama örgjörva og ég hafa spurt að þessu en þar vöru svörin að mestu eins, að Radeon HD 7950 eða 660GTX væri það besta sem passi með þessum örgjörva áður en flöskuháls fer að myndast. Eruð þið sammála? Ætlaði svo að fara að skoða verð og specca á HD 7950 en ég sé það hvergi í búðunum, er hætt að selja það? Er ekki líka annars málið bara að taka 660GTX? :-k


HD7950 og GTX760 eru sambærileg kort, held þú sért best settur með að fá þér gtx760 í þessa vél. Það er besta bang for your buck kortið í dag.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Pósturaf DoofuZ » Fim 20. Feb 2014 13:13

I-JohnMatrix-I skrifaði:HD7950 og GTX760 eru sambærileg kort, held þú sért best settur með að fá þér gtx760 í þessa vél. Það er besta bang for your buck kortið í dag.

Já, það er svosem lítill sem enginn verðmunur á 660GTX og 760GTX svo það væri svosem ekki vitlaust að kaupa þá frekar 760GTX en skapar það ekki meira álag á örgjörvann? Eða virkar flöskuhálsinn bara þannig að ég mun ekki geta nýtt öflugara skjákort alveg 100%?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á góða uppfærslu

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 20. Feb 2014 13:23

DoofuZ skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:HD7950 og GTX760 eru sambærileg kort, held þú sért best settur með að fá þér gtx760 í þessa vél. Það er besta bang for your buck kortið í dag.

Já, það er svosem lítill sem enginn verðmunur á 660GTX og 760GTX svo það væri svosem ekki vitlaust að kaupa þá frekar 760GTX en skapar það ekki meira álag á örgjörvann? Eða virkar flöskuhálsinn bara þannig að ég mun ekki geta nýtt öflugara skjákort alveg 100%?


Skapar ekkert auka álag, gerir það bara að verkum að þú nýtir ekki skjákortið til fulls. :happy