Vandræði með móðurborð og örra-Hjálp!!!

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Vandræði með móðurborð og örra-Hjálp!!!

Pósturaf Sera » Mán 26. Apr 2004 18:46

Sæl öll, ég er í vandræðum, ég var að fikta í tölvunni minni.

Ég er með MSI K7N2G móðurborð sem er aðeins 9 mánaða gamalt, einnig er ég með Athlon 2500 XP Barton örgjörva. Þetta hefur verið að keyra fínt í tölvunni minni með 2* 256 mb Kingston minniskubbum. ÉG hef verið að keyra hana á 166 FSB og allt virkað fínt.

Í gær var ég að fikta, ég á eldra MSI móðurborð með 800 mhz Duron örgjörva. Eitthvað bilaði í þeirri tölvu og mig langaði að vita hvort það væri örgjörvinn sem væri farinn eða móðurborðið, svo ég tók Duron 800mhz örgjörvan úr gamla móbóinu og smellti í MSI K7N2G móbóið sem er gert fyrir örgjörva frá 600mhz. Tölvan ræsti sig, en ekkert kom á skjáinn þannig að ég slökkti á henni fljótlega.

Setti svo Barton örgjörvan aftur í eins og það hafði verið og ræsti tölvuna. En eftir nokkrar sekúndur þá slökknaði á tölvunni. Ég prófaði aftur og alveg sama sagan. Þá fór ég í biosinn í flýti og breytti FSB í 100. Þannig gengur tölvan án vandræða. CPU hitinn er 52°C sem mér finnst svoldið heitt á aðeins 100 FSB en veit að efstu eru 75°C fyrir þennan örgjörva.

Hvað haldið þið að hafi gerst? er ég búin að rústa móbóinu með því að setja gamla 800 mhz örgjörvan í ? sem líklega var að keyra á 166 FSB sem hann réði auðvitað ekkert við, en ég komst ekki í biosinn til að breyta þessu því ekkert sást á skjánum.
Gæti verið að ég þyrfti að breyta einhverjum stillingum í bios fyrir móðurborðið? Gæti virkað að hreinsa cmos stillingar? t.d. með því að taka batteríið úr? lendi ég þá í vandræðum með að keyra upp stýrikerfið?

HJÁLP!!!!!

Sera tölvufiktari :)




pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Reputation: 0
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Pósturaf pyro » Mán 26. Apr 2004 18:51

mæli með því að þú prófir að cleara Cmos... byrja á því


AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8


demigod
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 00:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf demigod » Þri 27. Apr 2004 17:45

ég á k7n2g móðurborð gerðist fyrir mig að ekkert sást á skjánum (var að oc-a) og það er jumper á móðurborðinu sem lætur það starta með 100fsb kanski ræður gamli örrinn við það

er btw með 2500xp



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Ég er búin að redda þessu :)

Pósturaf Sera » Fös 30. Apr 2004 23:19

Var bent á að þetta væri líklega kælingin á örranum svo ég skellti mér á nýja öflugri viftu og viti menn, tölvan keyrir þrusuvel á 166 FSB og örrinn bara í 46°C.
Ég er með 2500XP Barton örgjörva. Ég las mér til á MSI síðunni að þessir örgjörvar þola ekki ef viftan er tekin af þeim og sett á án þess að sett sé nýtt kælikrem.

Ég er ekkert smá ánægð með að ekkert alvarlegt var að tölvunni minni, það var í raun hagstæðara að kaupa nýja viftu heldur en að fá sér nýtt kælikrem og nota gömlu viftuna. :)
Takk fyrir ábendingarnar.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6423
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ég er búin að redda þessu :)

Pósturaf gnarr » Lau 01. Maí 2004 01:28

Sera skrifaði:Ég er ekkert smá ánægð með að ekkert alvarlegt var að tölvunni minni


:shock:

allt að fyllast af stelpum hérna...

hvað segiru.. lan með okkur Cary ? :twisted:


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ég er búin að redda þessu :)

Pósturaf elv » Lau 01. Maí 2004 07:55

gnarr skrifaði:
Sera skrifaði:Ég er ekkert smá ánægð með að ekkert alvarlegt var að tölvunni minni


:shock:

allt að fyllast af stelpum hérna...

hvað segiru.. lan með okkur Cary ? :twisted:



Svo er verið að segja að ég sé perri :?

Hehe meðan ég man hvenær fáum við fleiri myndir af Cary gnarr :twisted: