Hjálp við samsetningu á nýrri tölvu


Höfundur
Ezekiel
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Fim 20. Des 2007 16:10
Reputation: 0
Staðsetning: 01110010 01110110 01101011
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hjálp við samsetningu á nýrri tölvu

Pósturaf Ezekiel » Sun 21. Jún 2009 23:07

Sælir, félagi minn bað mig um að setja saman fyrir sig uppfærslu pakka fyrir ca. 60þúsund til eða frá.

Það sem honum vantar er

Móðurborð
Örgjörvi
Minni
Skjákort
Aflgjafi

Allt hitt á hann.

Ef að það þarf að púsla þessu úr mismunandi verslunum er það lítið mál.

Hann er aðallega að spila Manager og Red Alert 3 og náttúrulega hin staðbundna Office og internet notkun.

Ef þið gætuð púslað einhverju saman væri það vel þegið.


Kv, Óli

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1565
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 41
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við samsetningu á nýrri tölvu

Pósturaf Benzmann » Mán 22. Jún 2009 08:23

bíddu, félagi þinn bað þig að búa til tilboð fyrir sig, svo kemur þú hingað og biður okkur um að gera tilboð fyrir þig, fyrir hann, fæst ekki mikið fyrir 60þús, allavegana það sem þú varst að biðja um, ef þú villt hafa þetta eitthvað almennilegt þá færi þetta í 80-100þús. ekki nema þú verslar notað í kolaportinu, eða eitthvað rusl í góða hirðinum,


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við samsetningu á nýrri tölvu

Pósturaf Klemmi » Mán 22. Jún 2009 10:35

benzmann skrifaði:bíddu, félagi þinn bað þig að búa til tilboð fyrir sig, svo kemur þú hingað og biður okkur um að gera tilboð fyrir þig, fyrir hann, fæst ekki mikið fyrir 60þús, allavegana það sem þú varst að biðja um, ef þú villt hafa þetta eitthvað almennilegt þá færi þetta í 80-100þús. ekki nema þú verslar notað í kolaportinu, eða eitthvað rusl í góða hirðinum,


Hvað segirðu, vaknaðir þú í morgun og ákvaðst að vera leiðinlegur? Eða ertu það bara almennt?

Annars er alveg hægt að púsla saman ágætis pakka í kringum þetta verðbil, ágætis aflgjafi ca. 9-10þús (ég vil ekki vera með auglýsingamennsku svo ég ætla ekki að linka á hluti).
Sæmilegt móðurborð fyrir LGA775 ca. 12þús
E5300 ca. 14þús
Retail vifta 1þús
2GB 800MHz DDR2 ca. 6þús
ATI Radeon 4670 ca. 16þús

Endarðu í tæpum 60þús kalli með ágætis vél :) Minni þig bara á að verzla traust merki ;) Ekki spara 500-1000kall hér og þar með því að velja shaky merki framyfir eitthvað virt.

Sjálfur myndi ég reyndar borga aðeins meira og fara í 9600GT, nema þú takir aflgjafa af skornum skammti, þá er 4670 ekki jafn orkufrekt og þarf ekki 6pinna power :)