Bestu kaup í sjónvarpi?


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Lau 23. Feb 2008 20:37

Fékkstu þér tæki frá Simnet.is/plasma ?


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf RaKKy » Mán 10. Mar 2008 01:55

Ég er því miður ekki sammála hérna.

Munurinn á 1080P og 720P er MJÖG mikill. Fer allt eftir gæðunum á sjónvarpinu þó.

Sjálfur hef ég verið að prófa þetta þar sem við erum með tvö tæki heima og get ekki annað sagt en að það er gjörsamlega ómögulegt að nota 720p sjónvarpið sem tölvuskjá.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Mán 10. Mar 2008 09:44

RaKKy skrifaði:Ég er því miður ekki sammála hérna.

Munurinn á 1080P og 720P er MJÖG mikill. Fer allt eftir gæðunum á sjónvarpinu þó.

Sjálfur hef ég verið að prófa þetta þar sem við erum með tvö tæki heima og get ekki annað sagt en að það er gjörsamlega ómögulegt að nota 720p sjónvarpið sem tölvuskjá.

Gaur hættu að svara eldgömlum þráðum


Starfsmaður @ IOD


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1225
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Mán 10. Mar 2008 10:05

Er ekki hægt að búa til einhvern kóða sem sjálfkrafa læsir þráðum eftir viku ef ekkert svar berst í milli tíðinni?



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Mán 10. Mar 2008 10:22

Selurinn skrifaði:Er ekki hægt að búa til einhvern kóða sem sjálfkrafa læsir þráðum eftir viku ef ekkert svar berst í milli tíðinni?

Nema þá að stofnandinn skrifi í póstinn... væri snilld


Starfsmaður @ IOD


RaKKy
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 06. Apr 2007 20:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf RaKKy » Þri 11. Mar 2008 02:24

Ég skil ekki hvernig aldur þráðsins kemur því við hvort það séu not í að honum sé svarað.



Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Reputation: 0
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dári » Þri 11. Mar 2008 02:32

Þetta er nú varla eldgamall þráður, 3 vikur síðan hann var stofnaður.
Ef hann væri 3mánaða eða eldri þá væri það annað mál.




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Þri 11. Mar 2008 08:14

En ef þráðurinn væri tveggja mánaða og 27 daga gamall, væri það þá í lagi. Ef einhverjum finnst eitthvað áhugavert og svarsins vert þá finnst mér algerlega í lagi að hann veki upp gamlan þráð. Hvað er það sem fólk hefur á móti því að láta vekja upp þræði.

Ég dreg nú reyndar línuna við það að ef hann er vakinn upp með tilgangslausu kommenti, eins og hahahah eða eitthvað, þá megi skamma þann aðila.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Þri 11. Mar 2008 09:18

Dazy CraZy skrifaði:En ef þráðurinn væri tveggja mánaða og 27 daga gamall, væri það þá í lagi. Ef einhverjum finnst eitthvað áhugavert og svarsins vert þá finnst mér algerlega í lagi að hann veki upp gamlan þráð. Hvað er það sem fólk hefur á móti því að láta vekja upp þræði.

Ég dreg nú reyndar línuna við það að ef hann er vakinn upp með tilgangslausu kommenti, eins og hahahah eða eitthvað, þá megi skamma þann aðila.

Gaurinn er kominn með gripinn og menn búnir að óska honum til hamingju, ef rakky er svona fróður um sjónvörð má hann endilega koma með góða grein um þau en ekki endurvekja þræði sem eru búnir!


Starfsmaður @ IOD


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 11. Mar 2008 10:28

Rakky má hafa sína skoðun en það vita það allir sem hafa eðlilega sjón að munurinn á 720P og 1080p er lítill sem enginn ;)

Nema á stærri fleti en 50".

Ég er búinn að skoða þetta svoleiðis í bak og fyrir að það hálfa væri nóg. bæði með Blu ray mynd og tölvuleikjum bæði úr PS3 og XBOX360.

Á 37" 42" og 50" , Munurinn er vægast sagt ekki þess virði að eyða pening í það að mínu mati.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


vldimir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 13:27
Reputation: 0
Staðsetning: otherside
Staða: Ótengdur

Pósturaf vldimir » Þri 11. Mar 2008 16:59

Talandi um sjónvörp.

Er að fara bráðlega að fara fá mér nýtt sjónvarp og ætla að fara bara í 32" Samsung sjónvarp, spurning er þessi; Er eitthver sjáanlegur munur á 7000:1 skerpu og 8000:1 ?

Var að skoða 2 sjónvörp sem voru að öllu leyti eins fyrir utan þetta, og jú að þetta með 8000:1 skerpunni var 20 þúsund krónum dýrari.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Þri 11. Mar 2008 17:39

Við skulum lika muna að ef þu ert að spila efni sem þu sækir af netinu þa er mest af þvi i 720p. Að downloada 1080p efni er bandviddareyðsla og timasoun.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Pósturaf appel » Þri 11. Mar 2008 17:50

vldimir skrifaði:Talandi um sjónvörp.

Er að fara bráðlega að fara fá mér nýtt sjónvarp og ætla að fara bara í 32" Samsung sjónvarp, spurning er þessi; Er eitthver sjáanlegur munur á 7000:1 skerpu og 8000:1 ?

Var að skoða 2 sjónvörp sem voru að öllu leyti eins fyrir utan þetta, og jú að þetta með 8000:1 skerpunni var 20 þúsund krónum dýrari.


Sennilega best að skoða bara tækin sjalfur og bera saman.


*-*


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Þri 11. Mar 2008 17:56

5. gr.

Breyta takkinn er til að breyta bréfum, ekki til að eyða þeim.
Ef hann væri til að eyða þeim þá myndi hann ekki heita breyta takki. Það er ekki
vel séð að það sé verið að breyta meginmáli bréfs eftir að búið er að svara þeim. :wink:



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Þri 11. Mar 2008 18:05

Sting upp á því að við hættum að quota reglurnar...


Modus ponens


DOT COM
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 01. Apr 2008 02:42
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu kaup í sjónvarpi?

Pósturaf DOT COM » Þri 01. Apr 2008 03:04

Ég er með 58 tommu PH10 frá /plasma og ég get ekki verði sáttari. Það eina sem mér finnst vera að tækinu er að það er þungt (78kg), það eru miklar hitabreytingar í því þannig að það á það til að heyrast brak og brestir í því meira en klukkutíma eftir að ég hef slökkt á því. Tækið verður mjög heitt. Af myndgæðunum og tengimöguleikunum er ekkert nema gott um þá að segja. Áður átti ég 50 tommu PH09 tæki frá /plasma einnig og uppfærði einungis vegna þess að ég sit fjóran og hálfan metra frá sjónvarpsveggnum. Ég man þegar ég var að bíða eftir 58" tækinu að þá var fólk oft að segja við mig að ég ætti frekar að fá mér 1080p (þám Ómar Smith) [-X en fyrir mitt leiti þá sá ég ekki tilganginn í því þar sem ég er það langt frá veggnum. Ég hafði þegar skoðað mörg önnur tæki, bæði 1080p og 720p hlið við hlið með sama myndefni í gangi frá single source hverju sinni og ég tók ekki eftir neinum mun nema þegar ég var mjög nálægt 1080p tækinu. Þess vegna segi ég að 1080p skipti mig ekki máli eins og staðan er í dag. Down-scaleið á Panasonic tækjunum er með besta móti þrátt fyrir að það séu engir strech möguleikar í gegnum HD source, það kemur ekki að sök ef þú ert að spila efni í gegnum PS3 eða Xbox 360, myndin er alltaf í full-screen.

Hvað /plasma varðar og þjónustuna hjá honum þá er hún top-notch. Ég hef mælt með honum við fjölda einstaklinga og ég er ekki frá því að síðan sem ég stjórna http://www.xbox360.is sé að efla söluna hans með einhverju móti enda er annar hver maður þar sem fær sér tæki frá honum. Eins og áður hefur komið hér í þræðinum þá vill fólk meina að skjárinn sé ekki hentugur fyrir tölvuskjá. Ég hef séð 50 tommu tæki PH09 hjá blamus1 sem hann tengir við PC vélina sína og það kemur mjög vel út. Ég get setið í þriggja metra fjarlægð og samt lesið eðlilega texta sem þennan væri ég þar núna. Þess ber að geta að ég er með eðlilega sjón. Ennfremur er það einstakt við /plasma að þau eru ekki að selja þér hugmyndina að tækjunum á fölskum forsendum, lofa gæðum upp í ermina á sér. Þau einfaldlega þurfa þess ekki, virðing íslenskra mynd-spekúlanta á Panasonic tækjum þeirra hefur margt oft sýnt sig. Það sem ég kunni mest að meta þegar ég var að bíða eftir þeim tveimur tækjum sem ég hef fengið hjá honum er að þegar ég var að biðja um áætlun á komutíma þá lofaði hann ekki upp í ermina á sér heldur svaraði mér af hreinskilni að oft á tíðum er einfaldlega ekki hægt að ráða við tollinn. Þrátt fyrir mikla óþolinmæði af minni hálfu sýndi hann mér ávalt skilning hvívetna enda stóð hann líka við sitt á endanum og kom tækinu strax til mín og hann fékk það úr tollinum. Ef fleiri stunduðu eins heiðarleg viðskipti eins og þau hjá /plasma væri skemmtilegra að versla á Íslandi.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Bestu kaup í sjónvarpi?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 02. Apr 2008 09:45

Brilliant grein .

Get líka enn og aftur vottað þessu tæki virðingu mína. Það er ekkert nema tær snilld.


Sjaldan verið meira töff að tjilla í Xbox360 eins og á 58" kvikindi.


Sjálfur stefni ég á Plasma tæki næst og þá ekekrt undir 50", en Plasmi í 1366 upplausn (720p) er alveg frábært í alla staði. Og þetta með 720P eða 1080P, ekkert nema myth og rugl, þú ert klárlega ekki að sjá muninn nema í kannski 2 metra fjarlægð og hann er fyrir það , sáralítill.

Myndi frekar eyða pening í stærri myndflöt en þessi auka P.


Yfir og út.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Bestu kaup í sjónvarpi?

Pósturaf Hörde » Fim 03. Apr 2008 15:27

Jamm, ég hef séð þetta tæki hjá félaga. Stórglæsilegt fyrir hi-def bíómyndir, en ég get ekki skrifað undir þetta í tölvuleikjum. Þó leikurinn sé bara renderaður í 720p (eða þaðan af minna, eins og COD4) þá er STÓR munur að geta outputtað honum í native upplausn sjónvarpsins. Það er ekki hægt í 1360x768 á PS3, og aðeins hægt með VGA kapli á 360. Leikir líta betur út í gegnum VGA á mínu drasl LCD tæki en hjá honum gegnum HDMI, og það er bara vegna þess að ég outputta native upplausn og hann ekki (bæði tækin eru 1360x768).

tl;dr: Að munurinn á 720p og 1080p sé lítill á bara við um bíómyndir.




Oxide
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 12:37
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Bestu kaup í sjónvarpi?

Pósturaf Oxide » Fim 03. Apr 2008 16:41

Ég get líka vottað gæði og þjónustu simnet.is/plasma tækjanna.

Ég var að fá mér fyrir stuttu 50" 1080p tæki og ég gæti ekki verið sáttari. Ég vil taka það fram að ég hef verið að vinna með háskerpuefni upp á hvern einasta dag í yfir 4 ár svo það kom ekkert annað en 1080p tæki til greina hjá mér.
Einn besti fídusinn í 1080p tækinu er 1:1 pixel mapping, þ.e. hver pixell á tækinu samsvarar 1 pixel í source efninu. Fyrir venjulegan mann er ekki að sjá neinn mun á þessu view mode og default mode (sem stækkar myndina u.þ.b. 3-5%) en fyrir þjálfað auga er þó nokkur munur þar á. Þessi munur stafar af því hvernig skjárinn höndlar uppskölunina.
Sjónvarpsefni verður leiðinlegt í 1:1 mode þar sem oftast fær maður að sjá timecode merkið líka. Þannig að þegar ég horfi á sjónvarpið læt ég skjáinn stækka myndina, en Blue Ray og tölvuleikir eru spilaðir í 1:1.

Þjónustan er frábær og mæli ég hiklaust með tækjum frá simnet.is/plasma ef menn eru í sjónvarpshugleiðingum.


CPU: Intel i9 13900KS | MB: Asus ProArt Z790-Creator | GPU: RTX 4090 24gb | Case: BeQuiet! SilentBase 802| PSU: BeQuiet! Dark Power Pro 12 1500W | RAM: G.Skill Trident Z5 RGB Series 5600mhz 128GB |Storage: 2x SABRENT Gaming SSD Rocket 4 Plus-G 4Tb| OS: Windows 11 Pro 64bit


Windowsman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 378
Skráði sig: Sun 23. Sep 2007 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: við tölvu
Staða: Ótengdur

Re: Bestu kaup í sjónvarpi?

Pósturaf Windowsman » Fös 04. Apr 2008 19:43

Appel hvar eru myndirnar sem að þú sagðist ætla að setja inn?


Intel Pentium 4, Dell Dimension 5000 móðurborð, 1gb 533mhz minni, Ati RadeonX300, 160GB+250GB+500GB HDD, 19" Dell LCD, Lohietch X-530.
Tölvutækni Æðisleg þjónusta, frábært verð og frábært starfsfólk. http://www.Tolvutaekni.is

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Bestu kaup í sjónvarpi?

Pósturaf appel » Fös 04. Apr 2008 21:10

Windowsman skrifaði:Appel hvar eru myndirnar sem að þú sagðist ætla að setja inn?


Ég fattaði að ég á ekki digital myndavél, er bara með í símanum einhverja lélega. Asnalegt að senda inn lággæða mynd af hágæða sjónvarpi ;)


*-*


Windowsman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 378
Skráði sig: Sun 23. Sep 2007 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: við tölvu
Staða: Ótengdur

Re: Bestu kaup í sjónvarpi?

Pósturaf Windowsman » Fös 04. Apr 2008 21:50

Appel Ekkert er asnalegt með svona sjónvarp.


Intel Pentium 4, Dell Dimension 5000 móðurborð, 1gb 533mhz minni, Ati RadeonX300, 160GB+250GB+500GB HDD, 19" Dell LCD, Lohietch X-530.
Tölvutækni Æðisleg þjónusta, frábært verð og frábært starfsfólk. http://www.Tolvutaekni.is

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Bestu kaup í sjónvarpi?

Pósturaf appel » Þri 18. Des 2018 23:11

ATH. rúmlega 10 ára gamall þráður.

Vitiði hvernig maður kemst í samband við þennan simnet gaur sem var að selja þessa skjái fyrir þessum 10 árum eða svo.


*-*